Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1978, Page 1

Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1978, Page 1
 Afgreiöslan á ísafjaröarflugvelli, Sími 3400 Afgreiðslan Aóalstræti 24, sími 3410 FLUGFÉLAG ÍSLAMDS LOfTLEWm -----------1 Ný stór vörusending fyrir vikulok! Verslunin Isafiröi sími 3507 Aðalfundur Orkubús Vestfjarða: Reiknað er með 778 milljón króna tekjum Verja á 553,6 milljónum til framkvæmda Aðalfundur Orkubus Vestfjaröa var haldinn í Félagsheimilinu í Hnífsdal sl. laugardag. Rétt til fundarsetu áttu fulltrúa eigenda, auk stjórn- armanna fyrirtækisins, endurskoöenda, lög- manns og sex starfsmanna þess. Þá sátu fundinn Alþingismenn Vestfjaröakjördæmis og formaður Orkuráös. Meginforsendur Guðmundur H. Ingólfs- son, formaður stjórnar O.V. flutti fundarmönn- um skýrslu stjórnarinnar. Minnti Guðmundur á, þær þrjár megin forsendur, sem fyrirtækið byggðist á, en þær eru: Að fullnægt verði orkuþörf Vestfirð- inga með innlendum orku- gjöfum. Að Vestfirðingar búi við sambærilegt orku- verð við aðra landsmenn. Og að Orkubú Vestfjarða hafi traustan reksturs- grundvöll. Orkubú stofnað Orkubú Vestfjarða var stofnað 26. ágúst 1977. Staðfestu þá fulltrúar sam- eignarsamning milli ríkis- stjórnar íslands og sveitar- félaganna á Vestfjörðum um stofnun þess, þó með sérstökum bókunum og fyrirvörun ýmissa sveitar- stjórna. Á þeim fundi voru kjörnir í stjórn O.V. af hálfu sveitarfélaganna, þeir Guðmundur H. Ing- ólfsson, ísafirði, Ossur Guðbjartsson, Rauða- Framhald á 6. síðu Ljósm. Úlfar Ágústsson Frá aðalfundinum Svar við skrifum Vestfirðings um Hótel Isafjörð í 5. tölublaði Vest- firöings birtist á for- síöu myndskreytt grein, sem bar yfir- skriftina „Hótel fsa- fjöröur, æpandi dæmi um hvernig ekki á að standa aö fram- kvæmdum." Þar sem augljóst er, aö höfund- ur þessarar nafnlausu forsíöugreinar hefur ekki seilst langt til aö afla sér heimilda í skrif sín, þykir undirrituöum rétt aö upplýsa hann og aöra lesendur blaösins um þaö sem á vantar réttar upplýs- ingar. Þaö, sem gagnrýni greinarhöfundar bein- ist helst aö er, aö ekki hafi legið fyrir fram- Ölafur B. Halldórsson stjórnarformaður kvæmda- og fjármögn- unaráætlun frá Hótel ísafjöröur, þegar sam- þykkt var 12 milljón króna hluta fjárframlag í hótelbygginguna á árinu 1978. Heföi þurft 75% eigið fé Forsaga málsins er sú, eins og getið er í umræddri grein, að grunnur undir hótelið var steyptur haust- ið 1976, en veturinn eftir fékkst ekki afgreiðsla á Framhald á 7. síðu Athafnamaður áttræður Einar Guðfinnsson, at- hafnamaðurinn lands- kunni í Bolungarvík, hélt upp á áttræðisafmæli sitt hinn 17. maí sl. Einar er fæddur að Litlabæ í Skötufirði við Isafjarðardjúp 17. maí 1898. Hann fluttist til Bol- ungarvíkur með fjölskyldu sína 1925 og hefur lifað þar starfsama ævi síðan. Kona Einars er Elísabet Hjalta- dóttir og eiga þau hjón átta börn. Þrír synir Einars starfa við hlið hans að fyr- irtækjum þeim er hann hefir komið upp í Bolung- arvík. Þrjú önnur börn Framhald á 6. síðu

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.