Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 2
2 ar & Utgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson Prentun: Prentstofan ísrún hf., ísafirði £ins og lesendum VF er kunnugt þá birtust í 8. og 9. tbl. blaðsins greinar og við- töl um framboð og kosn- ingamál á ísafirði og í Bol- ungarvík. I þessu tbl. verður hins vegar reynt að gera grein fyrir framboðum í öðr- um sveitarfélögum á Vest- fjörðum. Hreppar á Vestfjörðum sem búið er í, eru nú 30 talsins; 5 í A- Barðastrandarsýslu, 6 í V- Barðastrandarsýslu, 6 í V- Isafjarðarsýslu, 5 í N- ísafjarðarsýslu og 8 í Strandasýslu. I Sveitarstjórnarkosning- um 1974 komu fram listar í 9 þessara hreppa, þar af kom aðeins einn listi fram í tveimur þeirra og því sjálf- kjörið í þeim hreppum. I hinum 21 voru kosnir, óhlutbundinni kosningu, þeir einstaklingar sem fólk valdi af kjörskrá og greiddi flest atkvæði. í viðtölum við hrepps- nefndarmenn í „listalausu“ hreppunum kom yfirleitt fram, að þeir töldu litlar breytingar myndu verða á skipan sinna hreppsnefnda í komandi kosningum. I þeim hreppum þar sem listar hafa komið fram, er hins vegar einhverra breyt- inga að vænta. Bæði munu menn hverfa af listum og eins hefur orðið nokkur uppstokkun á listum og þeim fjölgað. Hér verður þvi eðlilega fjallað meira um þá hreppa, þar sem listar eru í kjöri. Eins er rétt að taka það fram, að í sveitahreppunum verður ekki kosið fyrr en 25. júní (um leið og kosið er til Alþingis). V-Baröastrandarsýsla I V-Barðastrandarsýslu eru 6 hreppar. Listar komu fram í þremur þeirra í síð- ustu kosningum, en í hinum þremur var um óhlutbundið kjör að ræða. í PATREKSHREPPI voru 560 á kjörskrá í síðustu kosningum og þar af kusu 485. I kosningunum á sunnu- daginn kemur verða þar 643 á kjörskrá. Fjórir ljstar eru nú í kjöri, en voru þrír 1974. Þá fengu sjálfstæðismenn (D) 172 atkv. og 3 fltr., þá Ólaf H. Guðbjartsson, hús- gagnasmíðam., Jakob Helgason, framkvstj. og Ing- ólf Arason, kaupm. Óháðir (H) fengu 69 atkv. og 1 fltr., Sigurgeir Magnússon, skirf- stofum. Loks fékk bræðings- listi Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Samtak- anna (J) 223 atkv. og 3 fltr., þá Ágúst H. Pétursson, skrifstm., Jón Björn Gísla- son, byggingam. og Svavar Jóhannsson, útibústj. Sjálfstæðismenn bjóða nú fram eigin lista eins og síð- ast og skipa sjö efstu sæt- in: Hilmar Jónsson, spar- sjóðsstj., Stefán Skarphéð- insson, fulltr., Ingólfur Ara- son, kaupm., Jón Hilmar Jónsson, verkstj., Erna Sveinbjarnardóttir, kennari, Heba A. Ólafsson, hótel- stýra, Pétur Sveinsson, lög- regluþj. Sjálfstæðismenn efndu í vor til opins prófkjörs, þar sem þeirra flokksfélögum og óflokksbundnu fólki var gef- inn kostur á að velja á milli 19 einstaklinga á væntan- legan lista. í því prófkjöri hafnaði Hilmar Jónsson í 1. sæti, en hann var í 4. sæti listans í kosningunum 1974. (Reyndar hefur Hilmar set- ið í hreppsnefndinni á þessu kjörtímabili, því 'Ólafur' H. Guðbjartsson varð að hætta af heilsufarsástæðum.) Ing- ólfur Arason hafnaði í 3. sæti, sem hann og skipaði 1974. Aðrir á listanum hafa fæstir verið í framboði áður. Alþýðuflokkurinn er nú með sér lista og gerðu al- þýðuflokksmenn skoðana- könnun meðal hreppsbúa um skipan fjögurra efstu sætanna. Dreifðu þeir mið- um í hús með nöfnum fjög- urra manna, sem til greina komu í þessi sæti, og var miðunum síðan safnað sam- an og reiknað út! Sjö efstu sætin á lista flokksins skipa: Ágúst H. Pétursson, skrifstm., Jón Björn Gísla- son, byggingam., Gunnar R. Pétursson, rafvirki., Birg- ir B. Pétursson, húsasm., Erla Þorgerður Ólafsdóttir, héraðshjúkrunar kona, Leif- ur Bjarnason, slökkviliðsstj., Heiðar Jóhannsson, iðn- nemi. Framsókn er einnig með eigin lista í þessum kosning- um. Það vekur athygli, að efsti maður á þeirra lista er Sigurgeir Magnússon, sá er skipaði efsta sæti á lista ó- háðra í síðustu kosningum og sat fyrir þá í hrepps- nefnd. Sjö efstu sætin á lista Framsóknarflokksins skipa: Sigurgeir Magnússon, skrifstm., Helgi Jónatans- son, framkvstj., Erla Haf- liðadóttir, veitingakona, Sveinn Arason, trygginga- fulltr., Sæmundur Jóhanns- son, bifrstj., Ásta Gísladótt- Tónlistarskólinn lýkur 30. starfsári sínu Myndin er af nemendum Tónlistarskólans á isafirði veturinn 1978. Skólanum verður sagt upp á föstudaginn og hefur hann þá starfað í 30 ár undir forystu Ragnars H. Ragnar, skólastjóra. Ólafur Guðmundsson: Gengið að kjörborði um Vestfirði Fyrri hluti Ólafur Guðmundsson hefur tekiö saman fyrir blaðiö þessa grein um sveitarstjórnakosningar hér á Vestfjöröum. Sökum þess hve stærö blaðsins sníöur okkur þröngan stakk veröur fjallaö um kauptúna- hreppaba í þessu blaði, en sveitahreppana í næsta tölublaði, sem kemur út 7. júní nk. Sömuleiðis varð aö fella niöur birtingu forystu- greinar blaðsins aö þessu sinni af sömu ástæöu. Ritstj. ir, ljósmóðir, Guðjón Guð- mundsson, verkam. Fjórði listinn er I-listinn, listi framfarasinna. Á hon- um er flest nýtt fólk, en líklega má finna þar einhver tengsl við Samtökin. Sjö efstu sætin skipa: Eyvindur Bjarnason, húsasm., Hjörleifur Guð- mundsson, form. verkal. fél. Patrejksfj., Bolli Ólafsson, bókari, Guðbjartur Ólafs- son, húsasm., Þórarinn Kristjánsson, versksm.stj., Björn Jónsson, vélsm., Jó- hann Svavarsson, rafvirki. Breytingar verða að öll- um líkindum ekki miklar á skipan hreppsnefndarinnar í þessum kosningum. Telja má víst að 5 af 7 frambjóð- endum séu annað hvort í „öruggum“ sætum eða „baráttusætum“. I viðtali við blaðið sagði Hilmar Jónsson oddviti, að hann vildu engu spá um úrslitin, en sagðist vona að sjálfstæðismenn fengju sína þrjá menn í hreppsnefnd. Þó gat hann þess, að vel mætti búast við, að I-listinn næði inn manni, því á list- anum væru 14 manns og auk þess stæðu jú stuðnings- menn að þeim lista. Þá sagðist Hilmar vilja að það kæmi fram, að í prófkjöri þeirra sjálfstæðismanna hefði fólk orðið að mæta á kjörstað svo atkvæði þeirra yrðu tekin til greina, en hins vegar hefðu alþýðufloks- menn gegnið með miða í hús og safnað þeim síðan saman. „Það kalla ég ekki prófkjör“ sagði hann að lok- um. I TÁLKNAFJARÐARHREPPI voru 141 á kjörskrá í kosn- ingunum 1974. Þar voru engir listar í kjöri, en í hreppsnefnd völdust þeir Björgvin Sigurbjörnsson, oddviti, Davíð Davíðsson, bóndi, Sellátrum, Pétur Þorsteinsson, framkvstj., Borg, Páll Guðlaugsson, vél- stjóri, Brekku og Einar Ár- mannsson, bifrstj., Skrúð- hömrum. I komandi sveitarstjórna- kosningum verða tveir listar í kjöri í Tálknafjarðar- hreppi. Listaframboð hefur aðeins einu sinni áður verið í þeim hreppi. Björgvin Sigurbjörnsson, oddviti, sagði að 160 yrðu á kjörskrá í kosningunum á sunnudaginn, en vildi engu spá um úrslitin. Björgvin kvaðst ekki vita hvers vegna listar hefðu komið fram nú. Sagði hann að Davíð Davíðsson og fé- lagar hefðu komið fram með lista sólarhring áður en frestur til að skila listum rann út, og hefðu þeir verið neyddir til að skella saman lista á móti, því ella hefði verið sjálfkjörið í hrepps- nefnd.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.