Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 5
5 sjáanlegt væri, að tveir af þeim sem setið hefðu í hreppsnefnd fyrir þetta kjörtímabil, væru ekki í þeim sætum sem kæmu til greina. Þannig að einhverra Súgfiröingar tóku í notkun hitaveitu frá borholu við Laugar á kjörtímabilinu. fyrsta sætið í síðustu kosn- ingum, er nú í fjórða sæti og mun það vera að hans eigin ósk, að hann var færður neð- ar á listann. Fimm efstu sætin skipa því: Einar Ölafsson, framkvstj., Lovísa Ibsen, sjúkraliði, Óskar Kristjáns- son, forstj., Halldór Bernód- usson, skrifstm., Karlotta Kristjánsdóttir, húsfreyja. Alþýðubandalagið var þriðja aflið sem stóð að lista vinstri kjósenda í síðustu kosningum. Alþýðubanda- lagsmenn munu eins og hin- ir samstarfsaðilarnir tveir, bjóða fram eigin lista nú. í efsta sæti á lista þeirra - G-listanum - er Birkir Frið- bertsson, sem var í öðru sæti H-listans í síðustu kosning- um. I fimm efstu sætum eru: Birkir Friðbertsson, bóndi, Gestur Kristinsson, skipstj., Guðni A. Einarsson, stýrim., Guðmundur V. Hallbjörnsson, sjóm., Guð- mundur Ingimarsson, sjóm. Við höfðum samband við Ólaf Þ. Þórðarson og spurð- um hann hvað ylli því, að flokkarnir væru nú allir með sér framboðslista. Ólafur sagði, að mikill áhugi væri fyrir því í öllum herbúðum, að vita hvernig hlutirnir stæðu vegna Alþingiskosn- inganna. Persónulega kvaðst hann fylgjandi sam- eiginlegu framboði. Þá sagði Ólafur, að fyrir- MALLÓ! Sendum í póstkröfu um land allt A'andað \ íslenskt sófasett á ótrúlega lágu verði \ Staðgreiðsluverð aðeins Húsgagnadeild JH 222.300 kr Jon Loftsson hf. Simi 10600 Hringbraut 121 íbúð Til sölu er þriggja herbergja íbúð að Engjavegi 33, ísafirði TILBOÐ ÓSKAST Allar upplýsingar gefa: Rúnar Grímsson, sími 3892 Arnar G. Hinriksson, sími 3214 breytinga yrði því að vænta eftir næstu kosningar. N-ísafjarðarsýsla í SÚÐAVÍKURHREPPI voru 143 á kjörskrá 1974. Þar kom fram einn listi og varð sjálfkjörinn. Fimm efstu sæti listans og þar með hreppsnefnd yfirstandandi kjörtímabils skipuðu þeir Halldór Magnússon, odd- viti, Kristján Sveinbjörns- son, vélgæslum., Sigurður Þórðarson, verkstj., Þráinn Garðarssson, verkam. og Kristján Jónatansson, vélstj. Á kjörtímabilinu lést Halldór Magnússon, odd- viti, og tók Kristján Svein- björnsson við embætti hans, en sæti í hreppsnefnd tók Steinn Ingi Kjartansson, sem fyrsti varamaður. í kosningunum næsta sunnudag verða 149 á kjör- skrá. Engir listar verða 1 kjöri, heldur verður þar ó- hlutbundin kosning. Steinn Kjartansson, odd- viti kjörstjórnar, sagði að það hefði orðið að sam- komulagi að leggja ekki fram lista nú. Sagði hann að ekki hefði verið kosið í Súðavíkurhreppi í 24 ár, því aldrei hefði borist nema einn listi og því alltaf sjálf- kjörið. Mönnum fannst því kominn tími til að fá að kjósa sér hreppsnefnd og því var þessi leið farin. Steinn kvaðst ekki eiga von á miklum breytingum, þótt þessi háttur væri hafð- ur á í þetta skipti. Strandasýsla í Strandasýslu eru 8 hreppar eins og fyrr getur. Þar komu fram listar í að- eins í einum hreppanna 1 kosningunum 1974. HÓLMAVfKURHREPPUR I Hólmavíkurhreppi voru 181 á kjörskrá 1974 og þar af kusu 131. Engir listar voru þar í kjöri í síðustu kosningum, en verða hins vegar tveir nú. I hreppsnefnd völdust 1974 þeir Karl E. Loftsson, bankagjaldkeri, Maríus Kárason, skipstj., Bjarni Halldórsson, vélgæslum., Brynjólfur Sæmundsson, héraðsráðunautur og Jón Arngrímsson, framvkstj. í kosningunum á sunnu- daginn kemur verða 217 á kjörskrá í Hólmavíkur- hreppi og nú gefst fólki kost- ur á að velja milli tveggja lista. H-listi er borinn fram af óháðum kjósendum og skipa fimm efstu sæti listans: Gunnar Jóhannsson, kaupm, Þorkell Jóhannsson, kennari Magnús H. Mag- nússon, rafvirki, Helgi Ingi- mundarson verkam., Gunn- ar Númason verkam. I-listi er borinn fram af hreppsnefndinni og eru á honum allir hreppsnefndar- menn nema einn, Bjarni Halldórsson. í stað hans er á listanum Auður Guðjóns-. dóttir, húsfrú. í fimm efstu sætum eru því eftirtalin: Auður Guðjónsdóttir, húsfrú, Brynjólfur Sæm- undsson, héraðsráðunautur, Karl E. Loftsson, banka- gjaldk., Magnús Kárason, skipstj., Jón Arngrímsson verkam. Karl E. Loftsson, oddviti Hólmavíkurhrepps, sagði allt óljóst með úrslitin, og vildi engu spá. Sagði Karl, að í Hólma- víkurhreppi væru ýmist list- ar eða ekki við sveitarstjórn- arkosningarnar, en oft- ast væri reynt að ná sam- komulagi. Hann sagði allra flokka menn á báðum list- um og þeim væri fyrst og fremst stillt upp til að koma ákveðnum mönnum að.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.