Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 8
BAHCO útloftunarventlar Loftbarkar, 4 og 6 tommu I I ÞÉTTIEFNI / VT i_r ÞAKRENNUR ÞAKRENNUBÖND NIÐURFALLS OG LOFTPÍPUR HNÉ KJÖLJÁRN ÝMISKONAR ÞAKVENTLAR ÞAKGLUGGAR SORPRÖR ♦ 0 t Polyroof svart Tremcoglært BHkksmiðja Erlendar ísafirði, símar: 4091 og 4191 ® — 191 um ganginn í skóla- starfinu í vetur. Skólinn var settur 20. september í haust. Ne- mendur héldu fullveldis- hátíð 1. desember sam- kvæmt venju. í desember voru próf og 1. mars geng- ust nemendur í 9. bekk undir samræmt próf í fjór- um greinum. Skíðakennsla var fyrir nemendur í 8. og 9. bekk í mars, og í þeim mánuð var haldin árshátíð skólans. Nemendur sýndu skemmtiatriði er þeir höfðu æft, ásamt kennur- um, í Alþýðuhúsinu í páskavikunni. Þetta er gamall siður, sem endur- vakinn var í vetur og verð- ur honum vonandi haldið framvegis. Níundi bekkur skólans fór í skólaferðalag til Vest- mannaeyja eftir páska og varð sú ferð lengri en upp- haflega var áætlað, vegna samgönguerfiðleika. Vorpróf fóru fram nú í maí, og taldi skólastjóri ár- angur yfirleitt góðan. Flestir hefðu sýnt framför. Því miður er ekki hægt að segja frá námsárangri ein- stakra nemenda hér, því ekki er lengur heimilt að geta um slíkt. Skólinn veitti þó viður- kenningu þeim nemend- um, sem bestan vitnisburð fengu í hverjum árgangi. Viðurkenningu þessa fengu þau Heiðdís Hans- dóttir í 9. bekk, Gunnar Níelsson í 8. bekk og þær Svanhildur Vilbergsdóttir og Rannveig Halldórsdótt- ir í 7. bekk. Bjök Sigurðardóttir, nemandi í 9. bekk A varð hlutskörpust í ritgerðasam- keppni, sem Lionshreyf- ingin efndi til meðal skóla- nemenda á landinu. Vann hún til verðlauna, sem eru þriggja vikna dvöl í Dan- mörku, fyrir vönduðustu ritgerðina sem fram kom í keppninni. Fjórir kennarar hætta nú störfum við Gagnfræða- skólann á Isafirði, þau Kristinn Karlsson, Ragn- heiður Indriðadóttir, Þor- steinn Einarsson og Þóra Benediktsson. Umsóknir um kennarastöður við skól- ann eru þegar farnar að berast. Er það gleðilegur vottur þess, er V.F. hefur haldið fram, að fólk vilji gjarnan búa og starfa hér í bænum og vonandi heyrir hinn bagalegi kennara- skortur og erfiðleikar við að ráða hingað kennara, nú fortíðinni til. í vetur var nokkuð vel sóttur foreldradagur við Vegagerð ríkisins á ísafirði óskar að ráða bifvélavirkja til starfa við við- gerðir á vinnuvélum, umsóknir um starfið sendist vegagerð ríkisins á ísafirði fyrir 1. júní n.k., nánari upplýsingar gefa Kristinn Jónsson í síma 3913 og Hilmar Guðmunds- son í síma 3547. skólann. Foreldrar héldu með sér fund og kusu til nefnd að vinna að undir- búningi stofnun foreldra- félags við skólann. Var á- kveðið að það skyldi stofn- að í haust. Foreldrafélög eru starfandi við nokkra gagnfræðaskóla, og eru að sögn Kjartans Sigurjóns- sonar, skólastjóra, mikill styrkur skólum, er þau starfa við. Að lokinni ræðu skóla- stjóra, afhenti Pétur Sig- urðsson, fyrir hönd nem- enda, er brautskráðust frá skólanum fyrir 30 árum, Gagnfræðaskólanum á fsa- firði að gjöf málverk af Gústaf Lárussyni, kennara og fyrrum skólastjóra. Gústaf hefur starfað við skólann lengst allra kenn- ara. Flutti Gústaf 30 ára nemendum þakkir skólans og sínar og lýsti þakklæti sínu og ánægju með hlý- hug þann og vináttu, sem þessi gjöf ber með sér. Auður Hagalín ávarpaði viðstadda fyrir hönd 25 ára nemenda. Færði hún skólanum að gjöf töfl og skákklukkur til afnota fyrir nemendur, frá árgangi þeirra, er útskrifuðust árið 1953 frá G.I. Skólastjóri þakkaði gjöfrna. Þá tók til máls Sigurður K.G. Sigurðsson, fræðslu- stjóri í Vestfjarðaum- dæmi. Kvað Sigurður þetta fyrstu skólauppsögn, er hann væri viðstaddur síðan hann tók við em- bætti. Lýsti hann ánægju sinni með að það skyldi einmitt vera við þann skóla, sem hann stundaði sjálfur gagnfræðaskólanám í og starfaði síðan við, sem skólastjóri um skeið. Að lokum ávarpaði Kjartan Sigurjónsson, skólastjóri nemendur. Þakkaði hann þeim sam- fylgdina og óskaði braut- skráðum nemendum gæfu og gengis í framtíðinni. Aðstöðugjald 1978 í Vestfjarðaumdæmi: Eftirtalin sveitarfélög hafa ákveðið að lagt skuli á aðstöðugjald 1978 sbr. lög nr. 104/1973 og rg. nr. 81 /1962: 4000 ísafjörður 4502 Reykhólahreppur 4503 Gufudalshreppur 4505 Flateyjarhreppur 4601 Barðastrandarhreppur 4602 Rauðasandshreppur 4603 Patrekshreppur 4604 Tálknafjarðarhreppur 4606 Suðurfjarðahreppur 4702 Þingeyrarhreppur 4703 Mýrahreppur 4705 Flateyrarhreppur 4706 Suðureyrarhreppur 4803 Súðavíkurhreppur 4806 Nauteyrarhreppur 4807 Snæfjallahreppur skv. V. kafla laga nr. 8/1972, 4100 Bolungarvík 4901 Árneshreppur 4902 Katdrananeshreppur 4903 Hrófbergshreppur 4904 Hólmavíkurhreppur 4906 Fellshreppur 4907 Óspakseyrarhreppur 4908 Bæjarhreppur Gjaldstigar liggja frammi hjá viðkomandi sveit- arstjórri, hjá umboðsmanni mínum og á skrifstofu minni og hafa þeir verið auglýstir í sveitarfélögun- um. Vakin er athygli á skyldu til þess að senda sérstakt aðstöðugjaldsframtal hjá þeim sem falla undir ákvæði 7 gr. (margþættur atvinnurekstur), 8 gr. (starfsemi í öðru sveitarfélagi, heldur en þar sem lögheimili er) og 14. gr. (skattfrjálsir til tekju- og eignaskatts) rg. nr. 81/1962. Það óskast einnig frá þeim, sem framtalsskyldir eru utan umdæmisins, en hafa með höndum aðstöðu- gjaldsskylda starfsemi á Vestfjörðum. Ofangreind gögn þurfa að berast fyrir 25.5. n.k., ella má búast vió skipting í gjaldflokka og eða gjaldið sjálft verði áætlað sbr. 2.m.gr. 14. gr. rg. nr. 81/1962. ísafirði, 21. apríl 1978 Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.