Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 9
tJléUaMUMé 9 Bifreiðavarahlutir! HÖFUM VARAHLUTI í VOLVO OG FORD Utvegum varahluti í allar gerðir bifreiða Bílaverkstæði Isafjarðar l'safirði, sími 3837 BÍLL TIL SÖLU Bifreiðin f - 204 Citroen D special árgerð 1971 er til sölu. Skipti á ódýr- um bíl koma til greina Upplýsingar í síma 3853 <D — Langþreyttir inni. Stjórn félagsins var öll endurkjörin, en hana skipa Jón Sveinsson, formaður, Gunnar Ragnars, varaformaður, Þorgeir Jósepsson, Guðmund- ur Marsellíusson og Þórarinn Sveinsson. Fundurinn gerði ítar- legar ályktanir um mál- efni skipasmíðaiðnað- arins og fer hér á eftir útdráttur úr þeim. Markaðir og tæknikunnátta fyrir hendi Hér á landi er fyrir hendi markaður og þekk- ing á veiðitækni, ásamt þeirri tæknikunnáttu, sem þarf til að smíða góð skip. Ljóst er, að á næstu árum verður vaxandi eftirspurn eftir nýjum skipum og skipaviðgerðum, bæði vegna viðhalds og endur- nýjunar núverandi flota og eins vegna breyttra veiði- aðferða og nýtingu þeirra fiskstofna, sem hingað til hafa ekki verið nýttir. ís- lendingar með tóman gjaldeyrissjóð og minnk- andi verkefni, hafa ekki lengur efni á að sjá erlend- um þjóðum fyrir verkefn- um í skipaiðnaði. Félag dráttarbrauta og skipa- smiðja vill því enn einu sinni leggja áherslu á þörf- ina fyrir lánsfjármagn á viðunandi kjörum til upp- byggingar íslensks skipa- iðnaðar. Augljóst er, að langvarandi fjársvelti hefur nú sorfið svo mjög að þess- um iðnaði, að til hreinna vandræða horfir. Félagið skorar á þá, sem með fjár- mál fara og varða iðnað þennan, að leysa skjótt það ófremdarástand, sem hér ríkir í þessum efnum. Reglur um lánahiutföll lagfærðar, en þeim ekki framfylgt Mörg verkefni við við- gerðir og breytingar á skip- um hafa farið úr landi á undanförnum árum. Er það ekki að undra, þar sem lánakjör hafa lengstum verið hagstæðari erlendis og víða eru skipasmíðar og viðgerðir niðurgreiddar. Lánahlutföll vegna skipa- viðgerða hérlendis hækk- uðu að vísu á síðasta ári. Gallinn er hins vegar sá, að reglur þessar, sem settar voru að tilhlutan stjórn- valda, eru ekki fram- kvæmdar af Fiskveiðasjóði. Lánin eru skorin niður og afgreiðsla þeirra gengur bæði seint og illa, verkin tefjast og stöðvast jafnvel í miðjum klíðum. Virðist á stundum, að leitað sé allra bragða til að koma verk- efnum úr landi og lána- stofnanir láti það gott heita. Gerð eru óaðgengi- leg málamyndaútboð fyrir innlenda aðila. Þegar svo erlendu stöðvarnar hafa lokið verkinu heyrir til undantekninga, ef endan- legur kostnaður er í nokkru samræmi við tilboðin. Séu innlend tilboð hins vegar lægri en erlend, er borið við ýmsum tylliástæðum til að flytja verkefnið úr landinu. Félag dráttar- brauta og skipasmiðja krefst, þess, að stjórnvöld sjái til þess, að framfylgt verði gildandi lánshlutföll- um, og að afgreiðsla lána gagni með eðlilegum hraða. Þá telur félagið tímabært að settar verði ákveðnar reglur um gerð útboða og mat á tilboðum, svo að hér ríki eðlilegir viðskiptahættir á þessu sviði. Nýsmíði minnkar- Afkastagetan langt frá fullnýtt Nýsmíði innanlands var að meðaltali 1900 brl. á ári frá 1970 - 1973, en hefur minnkað í tæpar 1200 brl. að meðaltali á árunum 1974 - 1977. Afkastagetan innanlands er langt frá því að vera fullnýtt. Þetta er því furðulegra, ef hugað er að tölum um innflutning skipa, því á síðasta ári voru keyptir til landsins 11 skut- togarar, auk annarra skipa og báta. Á síðasta ári hefur verið reynt að draga úr innflutningi skipa með setningu reglna, t.d. um lækkun lánshlutfalla af innfluttum skipum og á- IPIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIU Nýkomið: Filmuveggplötur Fimm viðartegundir. Tilheyrandi lím og stálnaglar GARYRKJUVERKFÆRI í úrvaii Slöngur og stútar Baðherbergisskápar og speglar Fataskápar TIMBUHVEBS&UNIN fSflFTRfíT B BJORK SÍMAR 3063 og 3293 — PÓSTHÓLF 66 Biiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiii kvæðum um sölu skipa úr landi á móti keyptum skip- um erlendis frá. Jafnskjótt og reglur þessar höfðu ver- ið settar, var farið að veita undanþágur frá þeim eftir pólitískum leiðum. Á sama tíma stendur í stímnabraki að fá samþykkta smíða- samninga hér innanlands, þó aðeins sé um að ræða bröt af því, sem keypt er erlendis frá. Þá eru lána- sjóðir tómir og flotinn of stór. Nágrannaþjóðir okkar eru flestar eða allar með ýmis konar styrkjakerfi til stuðnings sínum skipaiðn- aði, allt er gert til að halda verkefnum í landinu. Á sama tíma er á íslandi ver- ið að setja nýjar reglur um lánakjör, sem jafngilda al- gerri stöðvun á nýsmíði innanlands. Reglur þessar verður að endurskoða hið bráðasta. Innlend nýsmíði er nauðsynlegur hluti af útgerðarkerfinu Því skal ekki mótmælt, að nauðsynlegt er að sam- ræma stærð fiskiskipastóls- ins (sóknargetu) og nýt- ingu fiskstofnanna. Það er hins vegar skoðun Félags dráttarbrauta og skipa- smiðja, að verði þetta gert með stöðvun allar endur- nýjunar á flotanum, geti annað og verra hlotist af. Yrði nýsmíði innanlands lögð niður, hefði það vafa- laust í för með sér, að eng- in áhersla yrði lögð á að endurbæta húsnæði og aðra aðstöðu þeirra fyrir- tækja, sem við skipasmíði starfa. Jafnvel þætti ekki ástæða til að reyna að koma á þeim nýjungum í framleiðslutækni, sem ým- ist er unnið að eða eru í undirbúningi í þessum fyr- irtækjum. Þetta er ekki einungis alvarlegt fyrir skipaiðnaðinn, heldur einnig fyrir þjóðarbúskap- inn allan. Þetta er stutt margvíslegum rökum í á- lyktuninni, sem rúmsins vegna er ekki unnt að ræða nú. En í stuttu máli má þó segja, að heildarhagsmunir útgerðar og skipaiðnaðar fari saman, þ.e. hæfilegar fjárfestingar, jöfn og stöð- ug endurnýjun og þróun. I raun má líta skipaiðnað sem hluta af útgerðarkerf- inu. Það veikir útgerðina, ef skipaiðnaður er á lágu stigi. © — Lægsta byggingunni í fokheldu á- standi, en fullfrágenginni að utan, með sléttaðri lóð. Tilboð í verkið bárust frá Sigurði og Jóhannesi sf., Akranesi, að upphæð kr. 132.781.100. Frá Hús- tak h.f., Reykjavík kr. 149.066.000 og frá Kubbi hf., ísafirði kr. 156.042.900. jFnsteignii Kolfinnustaðir, Skutulsfirði, 2x56 ferm. einbýlishús í á- gætu standi. Kjallari undir öllu húsinu. Tilbúið til af- hendingar í byrjun júní. Ágæt eign í einstaklega fögru og kyrrlátu umhverfi. Miðtún 27, 2 herb. 60 ferm. íbúð í góðu standi. Gæti losnað fljótlega. Heiðarbrún 1, Bolungarvík, glæsilegt einbýlishús. Steyptur kjallari. Hæðin er einingahús frá Siglufirði. Fallegt útsýni. Laus til af- nota strax. Mánagata 2b ( áður Ljós- myndastofa ísafjarðar) 56 ferm. húsnæði á hentugum stað í bænum. Hentugt til verslunar- eða smáiðnað- ar. Stekkjargata 4, lítið einbýl- ishús á tveimur hæðum, 3 herb. og eldhús. Laust til afnota í júlí-ágúst. Sólgata 5, neðri hæð 3. herb. 64 ferm. íbúð í all- sæmilegu standi. Með- fylgjandi hálfur kjallari. Sér kynding. Laus til afnota um miðjan júní nk. Hlíðarvegur 7, 3 herb. 70 ferm. íbúð í fjölbýlishúsi. Laus til afnota í byrjun júní. Hagkvæmíbúð í rekstri. Túngata 5, suðurendi 4 herb. á tveim hæðum með rúmgóðum kjallara og ris- lofti. Möguleiki á bíl- geymslu á lóð. Laus til af- nota strax. Seljalandsvegur 72, neðri hæð, 2. herb. íbúð í tvíbýl- ishúsi. Snyrtileg íbúð með góðum garði. Laus til af- nota í september. Tryggvi Guðmundsson, Tilboði Kubbs hf. fylgdi svohljóðandi fyrirvari: „1. Við gerum ráð fyrir að nota steinsteypu frá Vest- tak h.f., á ísafirði en getum ekki tekið ábyrgð á steypu- gæðum. 2. Við gerum ráð fyrir að nota gler frá Gler- borg hf., ábyrgðartími glers er því fimm ár. Gler- ísetning sé samkvæmt fyr- irmælum framleiðanda. 3. Verði snöggar verðbreyt- ingar á samningstímabil- inu skal fela Hagstofu ís- lands að reikna vísitölu miðað við það, milfi hinna föstu útgáfudaga vísitöl- unnar.“ Hönnuðir byggingarinn- ar, þeir Ingimundur Sveinsson, arkitekt, Ólafur Erlingsson, verkfræðingur og Jón B. Stefánsson verk- fræðingur lögðu fram kostnaðaráætlun að upp- hæð kr. 122.269.000. Þau tilboð er bárust eru öll gild, að mati Ólafs Erlings- sonar. Hefur honum verið falið að gera samanburð á tilboðunum og að kynna sér aðstæður bjóðenda tii þess að vinna verkið á um- sömdum tíma og ljúka því fyrir 1. júlí 1979.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.