Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1978, Qupperneq 2

Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1978, Qupperneq 2
2 Cátt er meira til umræöu manna á milliá 1 ísafirði þessa dagana, en úrslit bæjar- stjórnarkosninganna 28. maí s.l. í kosn- ingunum fékk A-listi Alþýöuflokks 361 atkvæöi og tvo menn kjörna, B-listi Fram- sóknarflokks fékk 183 atkvæöi og einn mann kjörinn, D-listi Sjálfstæöisflokks fékk 506 atkvæöi og fjóra menn kjörna, G- listi Alþýðubandalags fékk 246 at- kvæöi og einn mann kjörinn og J-listi Óháöra borgara fékk 247 atkvæði og einn mann kjörinn. í fráfarandi bæjarstjórn áttu sæti einn fulltrúi Framsóknarflokks, fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokks, einn fulltrúi Alþýðu- bandalags og þrír fulltrúar af sameigin- legum framboöslista Alþýöuflokks og Ó- háöra borgara, sem þá buöu fram sam- eiginlega , ásamt Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Meirihlutasamstarf Sjálfstæöisflokks, Alþýöuflokks, Samtak- anna og Óháöra borgara um stjórn bæj- armála á ísafirði stóö allt síöasta kjör- tímabil. Fyrir kosningar var ekki annað aö heyra, aö minnsta kosti á fulltrúum Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks, en aö sam- starfið heföi veriö árangursríkt. Nú hefur þaö gerst í kosningum, sem oft áöur, aö fylgi hefur færst á milli flokka. Sjálfstæðismenn misstu töluvert af fylgi sínu, en samstarfsaöilar þeirra í meiri- hluta bæjarstjórnar á síöasta kjörtímabili bættu drjúgum viö sig atkæðum. Fram- sóknarflokkurinn fékk sem næst sama atkvæðafjölda og í kosningunum 1974, en Alþýðubandalagiö fékk aukið fylgi. AÐ HLÍTA DÓMI KJÓSENDA Sé litiö á úrslit kosninganna á ísafiröi, kemur í Ijós aö þau eru mjög í sömu átt og víðast hvar annarstaðar á landinu. Sem sagt í stórum dráttum þau, aö and- stæðingar ríkistjórnarinnar vinna á, en stjórnarflokkarnir tapa fylgi. Verður því aö telja, að breytingin á fylgi Sjálfstæöis- flokks og Alþýðubandalags hér, stafi fyrst og fremst af því, hverjar skoóanir manna eru á stefnu þeirra í landsmálum. Sé hinsvegar litið á kosningaúrslitin sem dóm um störf bæjarstjórnar ísafjaröar, eins og eðlilegt veröur aö telja, aö þau séu, eru þau skýr. Þeir aöilar, sem störf- uóu saman í meirihluta bæjarstjórnar allt síöasta kjötímabil fengu 1114 atkvæði, en minnihlutaflokkarnir fengu 429 atkvæði. Þaö er því greinilegur vilji ísfiröinga aö sá meirihluti, sem starfaði á síöasta kjör- tímabili, starfi áfram. Forystumaöur D-listans, Guðmundur H. Ingólfsson, lýsti því yfir í grein í Vestur- landi 3. júní s.l. aö fylgisaukning and- stæöinga Sjálfstæöisflokksins leiöi aö sjálfsögöu til meirihlutamyndunar með þeim. Hann viröist gleyma því, aö sjálf- stæðismenn voru ekki einir í meirihluta bæjarstjórnar á síðasta kjörtímabili. Ein- hverjar tilraunir munu vera í gangi til aö útbúa málefnasamning milli fulltrúa Al- þýöuflokks, Óháöra, Framsóknarflokks og Alþýðubandal.um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Allt þetta ber óneitanlega keim af pólitískri refskák flokkanna vegna komandi Alþingiskosninga. Þaö er álit Vestfirska fréttablaösins, aö um slíkt kæri ísfiröingar sig ekki. Þeir vilji aö flokkarnir hlíti dómi kjósenda og standi við gerðir sínar, hvaö sem líður tilfærslu atkvæöa milli meirihlutaaöilanna frá síöasta kjör- tímabili. Rækjuafli Vestfirðinga á vetrarvertíð 1978 — Vísir Bíldudal aflahæstur Arnarfjörður ísafjarðardjúp Steingrímsfjörður 520 ( 611) 6bátar(10) 2.764 (2.511) 40 bátar (42) 1.005 ( 885) 10 Bátar (13) 4.289 (4.007) 56 bátar (65) Tölurnar innan sviga eru frá árinu áður. Rækjuvertíð á Vestfjörð- um lauk í endaðan apríl, þegar veiðum var hætt í Arnarfirði, en það var eina veiðisvæðið, þar sem ekki var veitt leyfilegt aflamagn. Við ísafjarðardjúp var búið að veiða aflamagnið 7. apríl og 15. apríl við Steingríms- fjörð. í vetur stunúuðu 56 bátar rækjuveiðar frá Vestfjörð- um, sem er 9 bátum færra en árið áður. Frá Bíldudal réru 6 bátar, Súðavík 4, ísa- firði 27, Bolungavík 9, Hólmavík 6 og Drangsnesi 4. I april bárust á land 362 lestir af rækju, 74 lestir á Bíldudal, 149 lestir við ísa- fjarðardjúp og 159 lestir við Steingrímsfjörð. Alls hafa þá borist á land 2.734 lestir af rækju frá áramótum. Afl- Haustvertíö: Arnarfjörður ísafjarðardjúp Steingrímsfjörður Vetrarvertíð: Arnarfjörður ísafjarðardjúp Steingrímsfjörður inn á haustvertíðinni var 1.555 lestir. Er rækjuaflinn á haust og vetrarvertíðinni því 4.229 lestir, en var 4.007 lestir á vertíðinni í fyrra. Aflinn skiptist þannig eft- ir veiðisvæðum: 218 ( 235) 1.120 (1.010) 217 ( 272) 1.555 (1.517) 302 ( 376) 1,644 (1.501) 788 ( 613) 2.734 (2.490) Vertíðarafli einstakra báta á haust- og vetrarvertíð 1977/1978: BlLDUDALUR: Vísir 114.692 Helgi Magnússon 104.098 Höfrungur 78.856 Pilot 77.595 Þröstur 67.760 Kópur 59.548 SÚÐAVlK: Valur 73.314 Sigrún 71.470 Sigurborg í Dal 58.565 Hafrún 46.570 ÍSAFJÖRÐUR O.N. Olsen h.f. Bára 87.443 Ver 85.926 Bryndís 81.885 Tjaldur 72.437 Ragnar Ben. 67.436 Kristrún 60.342 Sólrún 44.527 Niðursuðuverksmiðjan h.f. Eiríkur Finnsson 92.191 Pólstjarnan 76.919 Sæunn 64.579 Vilborg 60.214 Rækjustöðin h.f. Gullfaxi 93.437 Engilráð 93.403 Örn 90.035 Gissur hvíti 85.861 Halldór Sigurðss. 83.645 Húni 72.002 Framleiðum vandaða PANEL-miðstöðvarofna Teiknum miöstöövarkerfi STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR — FÖST VERÐTILBOÐ OFNASMIÐJA VESTFJARÐA SÍMI 3903, — l'SAFIRÐI

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.