Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 5
QT '1/edfiláfca tfíétfaMuáiá 5 Kvenskátafélagið Valkyrjan fimmtíu ára Þann 17 maí 1978, eru liðin 50 ár frá því að kvenskátafé- lagið Valkyrjan á ísafirði var stofnað. Tildrög þess að félagið var stofnað, voru þau, að þann 29. febrúar 1928 var stofnað hér á ísafirði skátafélag drengja „Einherjar". Vaknaði þá mikill áhugi hjá stúikunum fyrir að stofna kvenskátafé- lag. Varð svo úr, að Guðrún Stefánsdóttir frá Kvenskátafé- lagi Reykjavíkur kom hér og stofnaði kvenskátafélag er hlaut nafnið Valkyrjan. Stofn- endur voru 8 og fyrsti félags- foringi var Elísabet Guð- mundsdóttir. Litlu sfðar tók Auróra Halldórsdóttir við fé- lagsforingjastarfi, en aðstoð- arfélagsforingi var Unnur Gísladóttir og störfuðu þær sem slíkar til ársins 1934, en þá flutti Auróra úr bænum. Starfsemi félagsins lá niðri í líú ár, eri' þann 26. september 1936 var boðað- ur fundur, þar sem mættu 11 stúlkur, allar ákveðnar í að hefja félagsstarfsemina á ný. Var þá kjörin félags- foringi María Gunnars- dóttir og var það upphafið að rúmlega 25 ára starfi hennar sem félagsforingi Valkyrjunnar. A því tíma- bili efldist félagið mjög og var það ekki hvað síst að þakka ötulli og traustri stjórn félagsforingja. Árið 1940 - 41 er María Gunnarsdóttir var fjarver- andi úr bænum, sinnti Helga Kristjánsdóttir fé- lagsforingjastarfinu og 10 árum síðar eða 1950 - 1951 var Halla Kristjánsdóttir félagsforingi í eitt ár. Árið 1960 tók María R. Gunn- arsdóttir við félagsforingja- starfi og gegndi því til árs- ins 1965, en þá tók við því Auður H. Hagalín, til árs- ins 1976, að núverandi fé- lagsforingi Kristín Odds- dóttir tók við. Húsnæðismál félagsins voru mjög á reiki í mörg ár og fundir voru haldnir á víð og dreif um bæinn. Árið 1938 fengu skáta- stúlkurnar herbergi til af- nota í húsi Bárðar Tómas- sonar að Túngötu 1. Það herbergi sem kallað var „Kátakot" var svo aðalset- ur Valkyrjunnar allt fram til ársins 1954. Nú hefur félagið um árabil haft góða starfsaðstöðu í húsi Ein- herja, Skátaheimilinu, en félögin hafa jafnan haft með sér gott samstarf. Strax á öðru starfsári fé- lagsins var hafizt handa um byggingu útileguskál- ans „Dyngju“ á Dagverð- Frá 40 ára afmæli Valkyrjunnar ardal. Dyngja gengdi stóru hlutverki í starfsemi félags- ins, því að þangað var far- ið í útilegur og gönguferðir og eiga margar Valkyrjur þaðan hugljúfar minning- ar. Sögu gömlu Dyngju lauk svo, að hún fauk í óveðri aðfararnótt 30. jan- úar 1972. Bygging nýrrar Dyngju var hafin strax sumarið 1972 og er það hús ólíkt stærra og veiga- meira í sniðum en hið gamla, en smíði þess er ekki enn full lokið. Valkyrjur hafa sótt mörg skátamót, bæði inn- anlands og utan og staðið fyrir Vestfjarðamótum skáta í samvinnu við Ein- herja og sömuleiðis hafa þær í samvinnu við þá, gengist fyrir ýmsum for- ingjanámskeiðum fyrir skáta á Vestfjörðum. Val- kyrjur hafa ætíð verið við- búnar að leggja hverskyns mannúðarmálum lið og hafa átt samstarf við önnur félög í bænum um ýmis málefni. Nú starfa innan félags- ins ljósálfasveit, 2 skáta- sveitir, dróttskátasveit og svannasveit. Skátafélögin á ísafirði minnast 50 ára afmælis fé- laganna m.a. með því að halda í sumar Skátamót Vestfjarða og verður það í Álftafirði dagana 29. júní til 2. júlí. Stjórn Valkyrjunnar skipa nú: Kristín Oddsdóttir, félags- foringi Ásthildur Ólafsdóttir, að- stoðarfélagsforingi Ingibjörg S. Einarsdóttir, gjaldkeri Ólöf Jónsdóttir, ritari fevava Oddný Ásgeirsdótt- ir, meðstjórnandi. Byggð ný Dyngja. Arður til hluthafa Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags ís- lands 18. maí 1978 var samþykkt að greiða 10% - tíu af hundraði - í arð til hluthafa fyrir árið 1977. Arðurinn verður greiddur gegn fram- vísun arðmiða á skrifstofu félagsins frá kl. 13.00 -17.00 aila virka daga. Afgreiðsla hf. Eimskipafélags fslands Aðalstræti 24 — ísafirði © - Iðnskóla slitið utan Reykjavíkur og fer auðvitað vel á því að slíkt gerist á Isafirði, sem er miðpunktur mikillar tog- araútgerðar og fiskvinnslu, en skólasókn til Reykjavík- ur er kostnaðarsöm.“ Alls stunduðu 40 nem- endur nám á hinum þrem- ur stigum vélskólans og sagði Valdimar að aukn- ing starfsemi hanss byggð- ist mjög á bættum tækja- kosti og annarri aðstöðu síðustu misseri. Fastráðnir kennarar við skólann eru nú fimm og tvær stöður hafa verið auglýstar til við- bótar og kom fram í ræðu skólastjóra að gera yrði þá kröfu til rekstraraðila skól- ans, ríkis og bæjarfélags, að sambærileg fyrirgreiðsla varðandi húsnæði væri veitt kennurum Iðnskólans og kennurum annarra skóla bæjarins. Stunda- kennarar hafa verið 6-10 eftir þörf hverju sinni. Nemendafélag skólans og starfslið stóðu að skóla- kynningu á Iiðnum vetri og sagði Valdimar hana hafa verið fjölsótta og hefði hún ótvírætt borið þann árangur að fleiri gerðu sér nú grein fyrir nauðsyn skólahalds af þessu tagi á Isafirði. Var kynningin í því fólgin að stillt var upp kennslubókum og tækjum og sýnd voru húsakynni skólans. Leystu nemendur og kennarar úr spurning- um gesta. Þakkaði Valdi- mar Jónsson nemendum fyrir samstarfið og kvaðst vona að framhald yrði á því næsta vetur, en nem- endur lögðu auk þessa fram sjálfboðavinnu við endurbætur á hinni verk- legu aðstöðu skólans. Gott píanó óskast til kaups. Upplýsingar í síma 3685 lönskólinn ísafiröi auglýsir: Innritaö veröur í eftirtaldar deildir til 30. júní: Iðnskóla 1.2. og 3. áfanga Vélskóla 1.2. og 3. stig Stýrimannaskóla 1. stig Teiknaraskóla Tækniskóla frumgreinadeildir (báöir vetur) Umsóknir sendist skólanum merktar iðnskólinn ísafirði pósthólf 127 400 ísafjörður Einnig má leita upplýsinga í síma 94- 4215 frá kl. 11-12 virka daga og heima hjá skólastjóra í síma 94-3278.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.