Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1978, Blaðsíða 8
-------------------------------------------------—-----------tJ'velwMaoio o - Gengið að kjörborði um Vestfirði Hrafnseyri — Gömul teikning. ekki vilja spá neinu um hvort breytingar yrðu á hreppsnefndinni í komandi kosningum. Sagði hann, að mannaskipti hefðu jú orðið í hreppsnefndinni gegnum tíðina, því menn hefðu flust burt og eins hefðu menn orð- ið að víkja sakir elli. I AUÐKÚLUHREPPI verða 26 á kjörskrá í kosningunum í sumar. Er það eitthvað færra en síðast, því þá var búsettí hreppnum fólk sem starfaði við virkjunarfram- kvæmdir. 1974 voru kosin í hrepps- nefnd þau Ömar Þórðarson, stöðvarstj., Mjólkárvirkjun, Hreinn Þórðarson, bóndi, Auðkúlu, Sigurjón Jónasson, bóndi, Lokinhömrum, Guðmundur V. Ragnarsson, bóndi, Hrafnabjörgum og Gyða Thorsteinsson, húsfrú, Mjókárvirkjun. Guðmundur V. Ragnars- son, oddviti Auðkúluhrepps, sagði engann lista þar í kjöri nú. Sagði hann það hafa komið aðeins einu sinni fyrir, að listi hefði komið þar fram. Þá var því sjálfkjörið, en reyndar höfðu flestir hrepps- búar skrifað undir þann lista. Guðmundur kvaðst reikna með töluverðum breyting- um, því að 10 aðalmönnum og varamönnum sem kosnir voru 1974 væru nú eftir 6. Sagði Guðmundur, að í nefndinni hefði verið fólk, sem starfaði við Mjólkár- virkjun en væri nú flutt burt. Sagði hann að það stæði yfir- leitt við í 6-8 ár, svo flyttist Kirkjubói í Valþjófsdal. það burt þegar börnin kæm- ust á framhaldsskólaaldur. í MÝRAHREPPI voru 88 á kjörskrá í síðustu kosningum, en verða væntanlega 95 í kosningunum í sumar. 1974 voru kosnir í hrepps- nefnd þeir Drengur Guðjóns- son, bóndi, Fremstuhúsum, Valdimar Gíslason, kennari, Mýrum, Ásvaldur Guð- mundsson, bóndi, Astúni, Bergur Torfason, bóndi, Felli og Oddur Jónsson, bóndi, Gili. Drengur Guðjónsson, odd- viti Mýrahrepps, kvaðst ekki eiga von á því að listar bær- ust nú frekar en áður. Um breytingar á hreppsnefnd sagði hann erfitt að segja nokkuð, allt gæti orðið. í MOSVALLAHREPPI verða nú 59 á kjörskrá, en voru eitthvað færri 1974, Þá voru kosnir í hrepssnefnd þeir Brynjólfur Árnason, bóndi, Vöðlum, Hagalín Guð- mundsson, bóndi, Innri- Hjarðardal, Guðmundur Ingi Kristjánsson, bóndi, Krikjubóli í Bjarnadal, Björgmundur Guðmunds- son, bóndi, Krikjubóli í Val- þjófsdal og Kristján Jó- hannesson, bóndi, Ytri- Hjarðardal. Guðmundur Ingi Krist- jánsson, oddviti Mosvalla- hrepps, sagðist ekki hafa heyrt um neina lista enn. Sagði hann, að fyrir 30 árum hefði verið listaframboð í Mosvallahreppi. Þá skiptust menn í hópa eftir því hvar þeir bjuggu í hreppnum, því, viss hluti hreppsbúa taldi sig hafðan útundan. Þá gat Guðmundur Ingi þess, að menn væru að boða breytingar á skipan hrepps- nefndarinnar. Það væri á- greiningur meðal manna í hreppnum um hvar vegur ætti að liggja og því vildi viss hópur koma ákveðnum mönnum að. Það er því aldrei að vita hvað vegapólitíkin í Mos- vallahreppi kann að leiða af sér. N-ísafjarðarsýsla í ÖGURHREPPI verða ná- lægt 35 á kjörskrá í kosning- unum í sumar. 1974 völdust í hreppsnefnd þeir Baldur Bjarnason, bóndi, Vigur, Halldór Hafliðason, bóndi, Ögri, Kristján Kristjánsson, Hvítanesi, Sigurjón Samú- elsson, bóndi Hrafnabjörg- um og Valdimar Valdimars- son, bóndi, Strandseli. Baldur Bjarnason, oddviti Ögurhrepps, sagði að engir listar yrðu í kjöri og hefðu aldrei verið. Kvað hann ómögulegt að segja hvort einhverjar breyt- ingar yrðu á hreppsnefnd, þó gæti vel farið svo. Sagði hann, að hreppsnefndamenn hefðu tilhneigingu til að sitja lengi, þegar þeir væru einu sinni komnir þar inn. f REYKJAFJARÐARHREPPI verða 61 á kjörskrá í kom- piiiiiimiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiy f Nýkomnir | Baðskápar og speglar Fataskápar línskápar Garðhjólbörur og fleira TIMBURVERSLUNIN ÍSAFIRÐI ----- BJÖRK [ SlMAH 3063 og 3293 — PÓSTHÓLF 66 Himiimiiiiiiiimiiiiiiiinimniiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiii Úrslit í kaupstöðum og kauptúnahreppum (safjörður A-listi Alþýðuflokkur 361 atkv. og 2 menn kjörna. B-listi Framsóknafl. 183 atkv. og 1 mann kjörinn. D-listi Sjálfstæðisfl. 506 atkv. og 4 menn kjörna. G-listi Alþýðubandal. 246 atkv. og 1 mann kjörinn. J-listi óháðra borgara 247 atkv. og í mann kjörinn. Á kjörskrá voru 1867, 1608 kusu. Bolungarvík. B-listi Framsóknarfl. 80 atkv. og 1 mann kjörinn. D-listi Sjálfstæðisfl. 222 atkv. og 3 menn kjörna. E-listi ungra manna 47 atkv. og engan kjörinn. H-listi vinstri og óháðra 182 atkv. og 3 menn kjörna. A kjörskrá voru 661, 552 kusu. Patreksfjörður A-listi Alþýðufl. 114 atkv. og 2 menn kjörna. B-listi Framsóknarfl. 104 atkv. og 1 mann kjörinn. D-listi Sjálfstæðisfl. 133 atkv. og 2 menn kjörna. I-listi Framfarasinnaðir 133 atkv. og 2 menn. Á kjörskrá voru 597, 516 kusu. Tálknafjörður: H-listi frjálslyndra 104 atkv. og 4 menn kjörna. I-listi óháðra og vinstri 27 atkv. og 1 mann kjörinn. A kjörskrá voru 160, 130 kusu. Bíldudalur: J-listi lýðræðissinnaðra 54 atkv. og 1 mann kjörinn. K-listi óháðra 114 atkv. og 4 menn kjörna. A kjörskrá voru 194, 171 kusu. Þingeyri: B-listi Framsóknarfl. 63 atkv. og 2 menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisfl. 48 atkv. og 1 mann kjörinn. H-listi óháðra 67. atkv. og 2 menn kjörna. V-listi vinstri manna 26 atkv. og engan kjörinn. A kjörskrá voru 251, 209 kusu. Flateyri: C-listi hlaut 62 atkv. og 1 mann kjörinn. D-listi Sjálfstæðisfl. 88 atkv. og 2 menn kjörna. E-listi framfarasinna 71 atkv. og 2 menn kjörna. A kjörskrá voru 268, 229 kusu. Suðureyri: A-listi Alþýðufl. og óháðra 34. atkv. og engan mann kjörinn. B-listi Framsóknarfl. 69 atkv. og 2 menn kjörna. D-listiSjálfstæðisfl. 93 atkv. og 2 menn kjörna. G-listi fékk 46 atkv. og 1 mann kjörinn. A kjörskrá voru 267, 244 kusu. Súðavík: Þar var kosið óhlutbundinni kosningu. Atkvæðigreiddusamt 115. Þessir voru kjörnir í sveitarstjórn: Hálfdán Kristjánsson, Sigurður Þórðarson, Ragnar Þor- bergsson, Steinn Kjartansson og Ágúst Garðarsson. A kjörskrá voru 150, 115 kusu. Hólmavík: H-listi óháðra 70 atkv. og 2 menn kjörna. I-listi lyðræðissinnaðra 123 atkv. og 3 menn kjörna. A kjörskrá voru 217, 198 kusu. \

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.