Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 1
ísafjörður 5. júlf 1978 4. árgangur — 12. tölublað Afgreiðslan á ísafjarðarflugvelli, Sími 3400 Afgreiðslan Aðalstræti 24, sími 3410 1 FLUCFELAC LOFTIEIDIR * ISLANDS Vöruúrval í EPLINU ™ Flauelsbuxur, feykilegt úrval HERRASKYRTUR DÖMUSKYRTUR BOLIR - BOLIR - BOLIR ^ Isafiröi sími 3507 l I I I I I 1400. Hetur ínnheimta té- Framhaidá2 sfðu i-ra natioarguospjonustu 17. Júní á Isafirði. Styrktarfélag van- gefinna fær lóð í Holtahverfi Aðalfundur Styrktarfé- lags vangefinna á Vest- fjörðum var haldinn á ísa- firði 2. júlí sl. Var hann vel sóttur. Gestir fundarins voru þeir Sigurður K.G. Sigurðsson, fræðslustjóri í Vestfjarðarumdæmi og Sigurjón Ingi Hilaríusson, skólafulltrúi í Kópavogi. Hefur Sigurjón mjög lagt sig eftir að kynna sér mál- efni vangefinna. Auk þess sóttu fundinn þeir Bolli Kjartansson, bæjarstjóri og Magnús R. Guðmundsson, bæjarritari á ísafirði. I skýrslu formanns kom fram að félagsmenn eru 1400. Hefur innheimta fé lagsgjalda gengið mjög vel eftir atvikum. I fyrrasumar hélt félagið ráðstefnu í Flókalundi og sóttu hana fulltrúar hvaðanæva að af Vestfjörðum. Á fundinum kom fram að ísafjarðar- kaupstaður hyggst úthluta félaginu 4.500 ferm. lóð í Holtahverfi við Stórholt, nær Úlfsá. Þar mun félagið á næstu árum reisa þjón- ustumiðstöð, þar sem með- al annars verður þjálfunar- skóli. Var á fundinum samþykkt ályktun um að knýja á stjórnvöld að veita málinu framgang, enda Vestfirðir skemmst lands- Framleiða olíumöl með eigin tækjum í spjalli V.f. við Bolla Kjartansson, bæjarstjóra á ísafirði nú um helgina kom fram að lagt verður slitlag á 2 km. af götum bæjarins í sumar. Notuð verður olíumöl, framleidd með tækjum bæjarins. Hafnar eru úrbætur íumferðarmerkinguá Eyr- inni. Unnið er við byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða og nær alveg er lokið úthlutun lóða í Holtahverfi. Leggja olíumalarslitlag á 2 km. I þessum mánuði verður hafin framleiðsla á olíumöl á Isafirði. Mun það verða gert með tækjum, sem ým- ist eru í eigu kaupstaðar- ins, eða eru í smíðum hér í bænum á vegum hans. Mun verða lagt slitlag á um 2 km. í sumar og er áætlað að því verði lokið í ágústmánuði. Lagt verður á eftirtaldar götur og opin svæði: Bæjarbrekku og hluta Urðarvegar. Hluta Stekkjargötu (inn fyrir Rækjuverksmiðjuna í Hnífsdal) og svæði við Sorpeyðingarstöð. Þá verða undirbúnar fyrir slit- lag og væntanlega lagt á: Sundstræti, Mjósund (milli Sundahafnar og gömlu bátahafnarinnar), götu á Sundahöfn (frá verksmiðjuhúsi O.N.Olsen hf. að bryggju á Sunda- Sandey II. við Sundahöfn. höfn), götu í Neðstakaup- stað (frá ísfirðingshúsi að Faktorshúsi) og á svæði á höfninni við Rækjustöð- ina. Þá er og áformað að leggja olíumöl á Fjarðar- stræti (sjávarmegin við hraðfrystihús íshúsfélags ísfirðinga hf.), Engjaveg, Dalbraut, Heiðarbraut, Skólaveg og Garðaveg. Einnig frá Hnífsdalsvegi og niður að Hnífsdals- bryggju. Efni í olíumöl og steinsteypu Sandey II. dæluskip frá Björgun hf. kom til ísa- fjarðar um helgina. Er ætl- unin að dæla af sjávar- botni malarefni til nota í olíumöl og steinsteypu á vegum Isafjarðarkaupstað- ar. Öll möl, sem notuð er í steinsteypu hjá steypu- stöð Vesttaks h.f. er fengin með þessari aðferð, en Jón Þórðarson, byggingar- Framhald á 3. síðu Götusópur

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.