Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 2
2 Síðasta kjörtímabil sátu sjö fulltrúar Vestfirðinga á Alþingi, þeir Matthías Bjarnason, Steingrímur Hermannsson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Karvel Pálmason og Gunnlaugur Finnsson kjör- dæmakjörnir, en Sigurlaug Bjarnadóttir og Sighvatur Björgvinsson, sem lands- kjörnir þingmenn. Þegar úrslit lágu fyrir eftir Alþingis- kosningarnar 25. júní sl. var Ijóst að mikil breyting var orðin á þingliði Vestfirðinga. Karvel Pálmason, sem að þessu sinni stóð að óháðu framboði hér á Vestfjörð- um féll naumlega, eftir að tölva ríkisfjöl- miðlanna hafði reiknað hann kjörinn allt fram að birtingu síðustu talna úr kjör- dæminu. Varð þá Ijóst að hann hafði fimmtán atkvæðum færra en annar mað- ur af D-lista, Þorvaldur Garðar Kristjáns- son. Karvel var fyrst kjörinn á þing fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna árið 1971. Hann var svo aftur kjörinn 1974 og var hann þá eini kjördæmakjörni þing- maður Samtakanna. Karvel bar með sér ferskan blæ inn á Alþingi og hann hefur jafnan haft þar nokkuð til mála að leggja. Einkum hefur hann verið trúr og skelegg- ur talsmaður hagsmunamála-Vestfjarða- kjördæmis. Sigurlaug Bjarnadóttir var landskjörinn Alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðasta kjörtímabil, en náði ekki kosningu nú. Sigurlaug hefur reynst á Alþingi trúr málsvari frelsis og mannréttinda (að und- anskilinni afstöðu hennar til áfengs öls) og hefur hún vaxið mjög með starfi sínu Þingmönnum Vestfjarða fækkar um tvo þessi fjögur ár, sem hún hefur setið á þingi. Sérstaka athygli vakti sköruleg- ur málflutningur hennar á framboðsfund- um flokkanna í kjördæminu í vor. Gunnlaugur Finnsson á Hvilft í Önund- arfirði hefur setið á þingi fyrir Framsókn- arflokkinn síðan 1971. Hann var ekki kjörinn að þessu sinni. Með honum og Karvel eru horfnir af þingi þeir tveir Alþingismenn, sem nú má segja að hafi fasta búsetu á Vestfjörðum. Gunnlaugur hefur unnið Vestfjörðum heilt sem Al- þingismaður. Hann sat í Fjárveitinga- nefnd og hélt þar vel á málum kjördæmis- ins. Sighvatur Björgvinsson situr nú á Al- þingi sem kjördæmakjörinn þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn, en var landskjörinn síðasta kjörtímabil. Hann er einn hinna ungu þingmanna Alþýðuflokksins, og sá þeirra, er mesta reynslu hefur í þingstörf- um. Er það von Vestfirðinga að hann haldi vel á málum kjördæmisins, nú þeg- ar búast má við að flokkur hans komi til með að sitja í stjórn og vænta má að Sighvatur verði einn af máttarstólpum hans. Kjartan Ólafsson, ritstjóri vann nú í fyrsta sinn þingsæti fyrir Alþýðubanda- lagið hér á Vestfjörðum. Kjartan er vel kunnugur mönnum og málefnum í fjórð- ungnum. Hann er nýr fulltrúi kjördæmis- ins á Alþingi og munu Vestfirðingar fylgj- ast vel með störfum hans þetta kjörtíma- bil. Er það von manna að Kjartan láti hagsmuni kjördæmisins sitja í fyrirrúmi og sé ávallt minnugur þess að hann situr á Alþingi, kjörinn fulltrúi Vestfirðinga. Þeir Matthías Bjarnason, Steingrímur Hermannsson og Þorvaldur Garðar Krist- jánsson eru áfram kjördæmakjörnir Al- þingismenn Vestfjarðakjördæmis. Þeir eru allir reyndir þingmenn og Vestfirðing- um kunnir af störfum sínum. Matthías Bjarnason sat í ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar, sem sjávarútvegsráðherra og heilbrigðis og tryggingaráðherra. Hann undirritaði reglugerð um 200 mílna fiskveiðilandhlegi árið 1975, og má segja að með því hafi lögin um vísindaleaa verndun fiskimiða landgrunnsins við Is- land frá 1948, tekið gildi. © .... — Meiri- hlutasamstarf ætlunum á sviði fjármála og framkvæmda og tryggt verði að réttkjörnir stjórn- endur bæjarins fari með fulla stjórn á framkvæmd þeirra mála, sem ákveðin hafa verið og að fram- kvæmdum verði staðið samkvæmt ákvörðun bæj- arráðs og bæjarstjórnar. Traust fjármálastjórn, sem byggist á nánu og drengi- legu samstarfi allra aðila er sá grunnur, sem starf- semi bæjarfélagsins byggist á og aðilar eru sammála um að efla það samstarf svo sem kostur er.“ Þá er í málefnasamn- ingnum tekið fram að bæj- arfulltrúarnir muni vinna að því að koma á reglu- bundnu samstarfi stjórn- enda bæjarfélagsins og í- búanna, m.a. með bættri upplýsingarmiðlun og beinum tengslum um þau mál, er miklu varða í upp- byggingu bæjarfélagsins. Undirbúningsfundir meirihlutaaðila skulu vera sameiginlegir og áskilja báðir sér rétt til að fá hverju því máli frestað til frekari athugunar, sem upp kann að koma óundir- búið í bæjarstjórn eða nefndum, óski þeir þess ér- staklega. Náist ekki sam- komulag um fjármál, sem annarhvor aðila ber fram eða styður í bæjarstjórn, skla viðkomandi aðila skylt að gera grein fyrir því á hvern hátt fjár skuli aflað, ef samþykkt leiðir af sér fjárútlát fyrir bæjarfélagið. Forystuaðilum samstarfs- aðila, og bæjarstjóra er skylt að hafa náið samráð við undirbúning og af- greiðslu mála. Nýkomnar þakrennur úr plasti Eir og stál á þröskulda BAHCO útloftunarventlar Loftbarkar, 4 og 6 tommu ÞÉTTIEFNI Polyroof svart Tremcoglært ÞAKRENNUR \V" ÞAKRENNUBÖND * y- NIÐURFALLS I—* OG LOFTPÍPUR HNÉ KJÖLJÁRN ÝMISKONAR ÞAKVENTLAR ÞAKGLUGGAR SORPRÖR og vatnsbretti á útihurðir STÁL Á ÞRÖSKULDA OG ÚTIHURÐIR EINNIG EIR OG KOPAR Blikksmiðja Erlendar Isafirði, símar: 4091 og 4191 o - Styrktar- félag van- gefinna hlutanna á veg komnir í þjónustu við vangefna. Á aðalfundi Styrktarfé- lags vangefinna á Austur- landi nú á dögunum, kom fram að á Egilsstöðum er nú verið að ljúka við Vist- heimilið Vonarland. Styrktarfélag vangef- inna á Vestfjörðum á nú tæpar 3 millj. króna í sjóði og hafa því borist margar góðar gjafir að undan- förnu. Þannig gaf Lions- klubbur ísafjarðar félaginu kr. 700 þúsund í vor. Þess má geta að á næstunni hyggjast Lionsklúbbarnir 7 á Vestfjörðum efna til fjár- öflunar til styrktar félag- inu. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Ragnheiður Þóra Grímsdóttir og Ólafía Ara- dóttir. Voru þær báðar endurkjörnar. Formaður félagsins er Sr. Gunnar Björnsson, sóknarprestur í Bolungarvík.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.