Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 4
4 íferðalagið [ í útileguna I Svefnpokar — Tjöld Bakpokar Suðutæki — Eldunaráhöld Kælitöskur — „Picnic” töskur FERÐATÖSKUR OG SKJALATÖSKUR i Margar gerðir og stærðir Vandaðar töskur — Ódýrar töskur im I Neisti hf ísafirði, sími 3416 Frá Olíufélaginu Olíufélagið hf., ísafirði opnaði skrif- stofu að Hafnarstræti 8 hinn 4. júlí. Skrifstofan verður opin alla virka daga frá kl. 10,00 til kl. 12,00 og frá kl. 13,00 tilkl. 17,00. Reikningar óskast greiddir þar. Olíufélagið hf., ísafirði Hafnarstræti 8, sími 3990 verð Tegund árgerð ekinn í þús. Toyota Celica 2000 74 50000 2.200 Toyota Carina 74 38000 1.800 Toyota MK II 72 83000 1.300 Saab 99 L 2.01 74 42000 2.300 Saab 99 1,85 1. 74 52000 2.300 Mercury Comet 2d. ss 74 1.900 M. Benz 230 6 cyl. 70 1.850 OpelRekord diesel 73 10000 á vél 1.700 Land-Rover diesel 72 72000 1.500 Land-Rover 73 Willys cj 5 65 1.200 Datsun 180 B 74 63000 1.700 Datsun 180 B station 72 1.100 Datsun 100 A 74 40000 1.000 Mazda 616 76 37000 2.600 Sunbeaml600 75 33000 1.300 Fiat 132 73 72000 1.200 Audi 100L 73 56000 1.900 Toytota Carina 73 1.300 Taunus 20 MXL ss 69 1.100 Citroen GS 1220 Club 74 51000 1.300 U Daði Hinriksson laoe lllur fengur illa forgengur Föstudaginn 21. júní sl. fóru tvær stúlkur og einn piltur á dansleik í Félags- heimilinu í Hnífsdal. Að- ■gangseyrir var kr. 7.500 þ.e. kr.2.500 á mann og var dyraverði hússins greidd sú upphæð 15 mín. fyrir kl. eitt. Þar sem dansleikir höfðu staðið til kl. 2 á föstudög- um um langt skeið, var fólkið í þeirri góðu trú að svo væri einnig í þetta skipti. Þessir síðbúnu gestir voru rétt komnir inn á ballið, þegar nærstaddir kunn- ingjar bentu þeim á að það stæði aðeins til kl. eitt. Var þá strax snúið sér til sam- komuhússtjórans og óskað eftir endurgreiðslu að- gangseyris, með tilliti til þess, að gestunum hefði verið ókunnugt um breytt- an balltíma. Þeirri bón var afdráttarlaust synjað og fólkinu sagt að ballið hefði verið auglýst 10-1 og „regl- an“ væri sú, að aðgangs- eyrir væri aldrei endur- greiddur. Þær fáu mínút- ur, sem eftir voru af dans- leiknum fóru sem sagt í að grátbæna hinn unga og stranga hússtjóra um miskunn, en auðvitað sig- raði sá, sem valdið hafði og fólkið varð að sætta sig við orðinn hlut. Þegar ég frétti um þessa dæmalausu framkomu, gat ég ekki stillt mig um að hringja ! húsvörðinn og spyrja, hvort honum þætti ekki sjálfsögð kurteisi að benda fólki á, að dansleik væri um það bil að ljúka, áður en hann tæki við fullri greiðslu. Hann svar- aði um hæl: „Við megum alls ekki selja inn í húsið eftirklukkan hálf tólf‘. Þetta hreinskilnislega svar er sannarlega eftir- tektarvert og gefur tilefni til ýmis konar heilabrota. Af þessu virðist ljóst, að starfsmenn hússins hafa gengið of langt bæði frá siðferðilegu og lagalegu sjónarmiði, þar sem mér er tjáð að þeir brjóti reglur með því að selja aðgang eftir kl. 23,30. Reynd- ar er mér ráðgáta hvers vegna verið var að upplýsa mig um þetta. Ég spurði hússtjórann, hvort honum þætti þetta ekki gróf meðferð á skóla- systrum sínum, spurði hann mig hneykslaður, hvort 'ég ætlaðist til þess, að hann léti aðrar reglur gilda við skólasystur sínar en aðra gesti. Lét hann mig vita að klíkuskapur væri ekki viðhafður og þeir 200 gestir sem sæktu dans- leik hlytu allir sömu af- greiðslu. Ég er ekki svo illa þenkjandiað ég trúi að 200 manns séu hafðir að féþúfu. um hverja helgi, ungi maðurinn hlýtur að vera að játa á sig mikla sök, eða heldur hann e.t.v. að þetta teljist honum til málsbóta. Hins vegar virði ég þá skoðun, að klíkuskapur sé leiður löstur og er gott til þess að vita að þessi 19 ára piltur, sem gegnir miklu ábyrgðarstarfi skuli hafa skömm á slíku. Vonandi kemst hann áfram án allra klíkuáhrifa, hér eftir sem hingað til. Ætli flest okkar hafi ekki oft orðið að láta brjóstvitið ráða og þurft að vega og meta hvernig rétt- ast og best væri að þregð- ast við aðstæðum. Reglur eru nauðsynlegar, en ! þessu tilviki er ekki einu sinni hægt að styðja sig við þær. Virðist mér vægast sagt óregla rikja í þessum herbúðum og það ! orðsins fyllstu merkingu. Viðskiptavinirnir gerðu sig seka um þá glópsku að lesa ekki auglýsingu og þar með var réttlætanlegt að refsa þeim með því að féfletta þá. Það er útilok- að að starfsmenn þarna frekar en annars staðar geti hegðað sér að geðþótta gagnvart fólki. Við getum öll brugðist við í hugsunarleysi, ekki síst þegar við erum ung og óreynd og öllum geta orðið á mistök. Það sem veldur mér áhyggjum er að yfir- manni hússins skuli ! fullri alvöru finnast „hann standa fullkomlega ! stöðu sinni“, eins og hann komst að orði. Það fer ekki á milli mála að annað hvort okkar er með skerta réttlætiskennd. Mér þykir leitt að þurfa að ræða þetta á þessum vettvangi, en sú harka og óbilgirni, sem þarna á sér stað neyðir mig til þess. Vona lég að ekki þurfi að opinbera fleiri leiðindaat- vik, sem þarna hafa þv! miður orðið. Ég veit að margir dans- gestir geta orðið erfiðir við- fangs, en ofurlítill meiri hlýhugur og minni harka hlýtur að hafa bætandi á- hrif og stuðla að aukinni virðingu fyrir stjórnendum hússins. Inga Þ. Jónsdóttir. Myndlist- arsýning frá Galleri Suður- gata 7 Næsta föstudag verð- ur opnuð í Bókasafninu á ísafirði myndlistarsýn- ing frá Gallerí Suður- gata 7, í Reykjavík. Hér er um að ræða yfirlits- sýningu aðstandenda Galleri Suðurgötu 7. Var hún sett upp í til- efni eins árs starfsaf- mælis þess. Áformað er að senda hingað ! sumar ýmsar listsýningar, sem settar verða upp að Suðurgötu 7 og sýna i Bókasafninu. Húsbyggjendur! SKtC -rafmagnsverkfæri heimsþekkt gæðavara Borvélar margar gerðir og margskonar fylgihlutir fyrir borvélar /77// straumur Borvélar Hjólsagir Slípirokkar Silfurgötu 5 sími 3321

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.