Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 5
(jr 5 Héraðsmót H.V.Í. um næstu helgi Ársþing Héraðssambands Vestur-lsfirðinga var haldið að Þingeyri síðast f maí. í ársskýrslu formanns kom fram að íþróttafólk frá H.V.Í. tók þátt í bikarkeppni F.R.Í. f 3. deild, Unglingameistara- móti F.R.f. og Meistaramóti fslands í frjáisum íþróttum á síðasta ári. Auk þess voru haldin á vegum H.V.f. á svæði sambandsins 3 frjálsfþrótta- mót unglinga 14 ára og yngri. Héraðssambandið hélt Vest- fjarðamót unglinga í frjálsum iþróttum 1977 og sóttu það unglingar frá Patreksfirði, fsafirði og Bolungarvík, auk unglinga af félagssvæði Hér- aðssambandsins. Að venju var haldið héraðsmót að Núpi í Dýrafirði og var það vel heppnað. Mættu þar meðal annars til leiks keppendur úr landsliði F.R.Í. f frjálsíþrótt- um. í stjórn H.V.Í. voru kjörnir þeir Jón Guðjóns- son, formaður, Ásvaldur Guðmundsson, gjaldkeri og Guðmundur Steinar Björgmundsson, ritari. Nú stendur yfir að Núpi í Dýrafirði seinna nám- skeið ungmennabúða H.V.Í. Fyrra námskeiðið sóttu 50 börn á aldrinum 8 - 10 ára víðsvegar að af Vestfjörðum. Seinna nám- skeiðið, sem stendur nú, sækja unglingar á aldrin- um 11-14 ára. Eru þeir um 40 talsins og koma einnig hvaðanæva að af Vestfjörðum. Leiðbeinend- ur á námskeiðunum eru Hilmar Pálsson, íþrótta- kennari, Georg Lárusson, sjúkraþjálfi og Jensína Valdimarsdóttir, íþrótta- kennari. í júnímánuði voru hald- in frjálsíþróttamót á Þing- eyri og að Núpi fyrir ung- linga 18 ára og yngri. Um síðustu helgi var svo einnig mót að Núpi fyrir sama aldursflokk. Tveir keppendur frá H.V.Í. kepptu á Meistara- móti íslands í frjálsum í- þróttum í Kópavogi um síðustu helgi Héraðsmót H.V.Í. 1978 verður haldið að Núpi nú um næstu helgi. Þar verð- ur keppt í öllum greinum frjálsra íþrótta í flokki full- orðinna. Undanrásir hefj- ast á laugardag kl. 14.00, en mótið verður sett á sunnudag kl. 13.00 og verður þá úrslitakeppnin. Þrír þeir fyrstu í hverri grein vinna sér rétt til þátttöku í Landsmóti U.M.F.Í., sem haldið verð- ur á Selfossi, dagana 21. - 23. júlí nk. Á dagskrá hér- aðsmótsins er einnig hand- boltakeppni milli Stefnis í Súgandafirði og Grettis á Flateyri. r Reykjavík — Isafjöröur Óskum eftir að taka íbúð á leigu í Reykjavík frá 1. september til 1. júní. Leiguskipti á íbúð koma til greina. Aldrei meira úrval af hljómplötum og og cassettum. Einnig mikið úrval MAGNARA SEGULBANDA PLÖTUSPILARA HEADPHONA FERÐATÆKJA og fl. og fl. Verslunin Kjnrtun R. Guðmundsson ísafirði - Sími 3507 Til sölu er þessi 18 feta plastbátur tegund: T.E.A.L. Daycruiser. Báturinn er skemmdur á botni, og selst í núver- andi ástandi. Einnig er til sölu 105 hp. utanborðsvél lítið notuð. Nánari upplýsingar veitir TRYGGVI TRYGGVASON, sími 3126 og 3962. Bátur til sölu Starfskraftur óskast Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í bókhalds- og skrifstofustörf- um. ENDURSKODUNAR- OG BÓKHALDSSKRIFSTOFA GUÐMUNDAR E. KJARTANSSONAR Löggilts endurskoöanda Fjaröarstræti 15, sími 3142, ísafiröi MALLORCA Dagflug á sunnudögum. Eftirsótt- asta paradís Evrópu. Sjórinn, sól- skinið og skemmtanalífið eins og fólk vill hafa það. Tvær Sunnu- skrifstofur og hópur af íslensku starfsfólki, barnagæsla og leik- skóli. Bestu og eftirsóttustu hótel og íbúðir, sem hægt er að fá, svo sem: Royal Magaluf, Royal Torre- nova, Portonova, Antillas, Barba- dos, Guadalupe, Helios og Hótel 33 fyrir unga fólkið (Klúbb 32). Farið verður 2., 23. og 30. júlí, 6.,. 13., 20. og 27. ágúst, 3., 10., 17. og 24. sept., 1., 8. og 15. okt. SUNNA Bankastræti 10. Símar 16400 - 12070 - 25060 - 29322. fsafjarðarumboð: Einar Árnason sími 3472 Þorgeir Hjörleifsson sími 3555 Bolungarvíkurumboð: Elías H. Guðmundsson sími 7275 Bókaverzlun Jónasar Tómassonar sportvörudeild 7 gerðir af ÚTIGRILLUM SÓLSTÓLAR og BEDDAR verð frá 4.450 til 12.370 verð frá 3.250 til 13.380. 7 gerðir af KÆLITÖSKUM verð frá 2.100 til 7.970. SVEFNPOKAR verð frá kr. 8.100. TJALDDÝNUR verð frá 5.350. Fjölbreytt úrval af ABU veiðivörum, jafnt fyrir byrjendur sem vana veiðimenn. í MIKLU ÚRVALI 9 GERÐIR, VERD FRÁ 29.800 TIL 89.600.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.