Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 10
Tjaldsýning verður haldin á sjúkrahústúninu föstudaginn 7. júlí frá kl. 4 til 11. Sýndar verða margar gerðir af tjöldum og tjaldhúsgögnum. BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR Sportvörudeild Sími 3123 ísafirði Fjórir bátar á úthafsrækjuveiðum Úthafsrækjuveiðar hófust fyrri hluta júnímánaðar frá verstöðvum við Isafjarðar- djúp. Eru þær nú stundaðar af fjórum bátum, Sigrúnu frá Súðavík, en Árni Þorgilsson, skipstjóri á Sigrúnu hóf þess- ar veiðar fyrstur manna við Djúp í fyrrasumar, Kirstjáni Guðmundssyni frá Suðureyri, sem leggur upp hjá Niður- suðuverksmiðjunni á Torf- nesi, Sóley frá Flateyri, sem leggur upp hjá Rækjuverk- srniðjunni hf., í Hnífsdal og Hugrúnu frá Bolungarvík. Að sögn Böðvars Svein- bjarnarsonar hjá Niður- suðuverksmiðjunni á Torf- nesi, hafa þessar veiðar gengið vel. Til þessa hefur Kristján Guðmundsson, sem hóf veiðar um miðjan júní, landað 12 tonnum af mjög góðri rækju hjá Nið- ursuðuverksmiðjunni. Er þetta miklu stærri og betri rækja, en sú sem fæst í Djúpinu á vetrarvertíð. Til dæmis um það sagði Böð- var, að um 120 stk. færu í hvert kíló af úthafsrækj- unni, en af rækjunni úr Djúpinu væri ekki óal- gengt að 280 til 300 stk. þyrfti í hvert kíló. Munu veiðar hinna bátanna hafa gengið eitthvað svipað, en þó nokkru best hjá Sig- rúnu úr Súðavík. Böðvar kvaðst vera að leita fyrir sér um annan bát til veiðanna, og taldi að ef hann fengist, þá myndi berast að landi hjá sér nægilegt aflamagn, til þess að halda uppi fullri starfsrækslu verksmiðjunn- ar. Framhaid á 9. síðu Rækjunnl landað Meirihlutasamstarf sjálfstæðismanna og óháðra borgara Á öðrum fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar (safjarðar var birtur málefnasamningur sem bæjarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins og bæjarfulltrúi J- listans, lista óháðra borgara höfðu gert með sér um meiri- hlutasamstarf í bæjarstjórn næstu fjögur ár. Alþýðuflokk- urinn, sem tók þátt meiri- hlutasamstarfi með þessum aðilum á síðasta kjörtímabili, er nú ásamt Framsóknar- flokki og Alþýðubandalagi i Telja kunnugir að því valdi meðal annars það, að er viðræður fóru fram um meirihlutamyndun, þá hafi ráðamenn í Alþýðuflokknum ekki viljað taka ákörðun um starfshætti bæjarfulltrúa flokksins fyrr en eftir alþing- iskosningar. I málefnasamningi bæj- arfulltrúa D- og J-lista kemur fram að þeir eru sammála um að vinna að framgangi bæjarmála á grundvelli sameiginlegra markmiða í stefnuskrám listanna, eftir því sem um hefur verið samið, en sam- komulag er um að sú meg- instefna, er mörkuð er í fjárhagsáætlun yfirstand- andi árs verði óbreytt og aðilar muni vinna að fram- gangi þeirra mála á grund- velli áætlana, sem fyrir ‘•ggja- ,, , Þá leggja aðilar aherslu á að unnin verði áætlun um lagningu bundins slitl- ags á götur bæjarins auk frágangs aðliggjandi svæða og stefnt verði að því að framkvæmdum ljúki á' kjörtímabilinu. I samningum segir með- al annars: „Haft verði mjög náið og reglubundið eftirlit með fjármálalegri stöðu bæjarfélagsins og skal stefnt að því að nýta fullkomnustu tækni í þeim tilgangi. Gætt verði ýtrustu sparsemi í rekstri og treyst samvinna bæjar- ráðs og helstu starfsmanna um ráðstöfun fjármuna. Séð verði um að unnið verði eftir samræmdum á- Framhald á 2. síðu 98 laxar á land í fyrra Hjá Djúplax hf., í Reykj- arfirði við Djúp hefur verið sleppt árlega siðan 1975 nokkru magni af laxaseyð- um í Svansvíkurvötn og er áformað að svo verði gert áfram. (fyrrasumar veiddust 98 laxar af þeim er sleppt var f vöntnin 1975. Vitað er að mikið meira kom inn af laxi, en ekki hafa enn verið byggð þau mannvirki, sem nauðsynleg eru til þess að taka á móti öllum þeim fiski, sem skilar sér til baka. Nú í vor hefur einn lax skilað sér inn hjá Djúplax hf. í Reykjarfirði, svo vitað sé, en alltof snemmt er að spá í árangur sumarsins ennþá, því venjulega er ár- angur bestur þegar líða tekur á sumar. Guðs- þjónusta í Staðar- kirkju Næstkomandi sunnu- dag verður guðsþjónusta í Staðarkirkju í Grunna- vík. Sr. Jakob Hjálmars- son, sóknarprestur á Isa- firði messar. Fagranesið fer frá ísa- firði sunnudagsmorgun kl. 10.00. Svalið verður í Grunnavík fram eftir degi og komið til Isa- fjarðar kl. 19.00 til 20.00 um kvöldið. Grunnvíkingafélagið á ísafirði mun standa fyrir veitingasölu í Sæ- túni til fjáröflunar fyrir bókaútgáfu þá, sem er í bigerð hjá félaginu. Þát- taka í ferðinni er að sjálfsögðu öllum heimil. 0 POLLINN HF Isafirði Sími3792 I BILINN Roadstar — Philips ÚTVÖRP, SEGULBÖNO, HÁTALARAR Gott verö — Góöir greiðsluskilmálar mm m

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.