Vestfirska fréttablaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 2
2 útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson Blaðamaður: Stefán Jóhann Stefánsson Prentun: Prentstofan fsrún hf.. fsafirði Sl. laugardag gekk Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins á fund Krist- jáns Eldjárns, forseta íslands, og tilkynnti honum, að sér hefði ekki tekist að mynda meirihlutastjórn. Var þar með lokið fyrstu tilraun til myndunar ríkisstjórnar eftir að stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks sagði af sér í kjölfar mikils at- kvæðataps flokkanna í kosningunum 25. júní sl. Alþýðuflokkurinn hafði lagt fram hug- myndir um lausn efnahagsvandans, sem Alþýðubandalagsmenn töldu ekki not- hæfar, og lýstu götóttar. Lögðu þeir því fram umfangsmiklar tillögur í þessum málaflokki. Eftir fréttum að dæma töldu reiknimeistarar, sem hinir tveir flokkarnir, sem aðild áttu að viðræðunum, fengu til að yfirfara tillögur Alþýðubandalagsins, að vanta myndi um 10 þúsund milljónir króna, til þess að leið Alþýðubandalags- ins væri fær. Létu þeir reikna út tillögurn- Það gæti gerst Stjórnarmyndunartilraun Benedikts var í tveimur þáttum, og var hugmynd hans að í fyrstu að reyna að mynda stjórn með Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Sjálf- stæðisflokki. Þegar sú hugmynd reyndist andvana fædd, tókst honum að koma á stjórnarmyndunarviðræðum þriggja flokka, þ.e. Alþýðuflokks, Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks. Stjórnarmyndunartilraun Benedikts, strandaði í bæði skiptin á afstöðu Al- þýðubandalagsþingmanna. í fyrra skipt- ið, vegna þess, að þeir áttu ekkert vantal- að við Sjálfstæðisflokkinn í þeim efnum, en í seinna skiptið vegna þess að Fram- sókn og Alþýðuflokkur gátu ekki fallist á tillögur þeirra í efnahagsmálunum. í seinna þætti stjórnarmyndunartil- raunar Benedikts, þ.e. vinstri stjórnar- myndunarþættinum, virtist ágreiningur um utanríkismálastefnu flokkanna ekki verða að ásteytingarsteini. Má því telja nokkuð víst, að Alþýðubandalagið hafi ekki staðið fast á því, að herinn hyrfi úr landi. Ekki hafi heldur strandað á því að hægt væri að samræma stefnu flokkanna þriggja í stóriðjumálum, þótt það komi ýmsum spánskt fyrir sjónir, sem fylgdust með málflutningiframbjóðendaflokkanna þriggja fyrir alþingiskosningarnar. Það var ekki fyrr en kom að því að ræða tillögur um lausn efnahagsvandans, sem vissulega verður höfuðviðfangsefni næstu ríkisstjórnar, að viðræðurnar strönduðu. hér. ar hvor í sínu lagi, og kom það sama út úr dæminu í báðum tilfellum. Alþýðubandalagsmenn vildu ekki við- urkenna að þennan mun væri ekki hægt að vinna upp. Töldu þeir kjarna málsins þann að hinir flokkarnir tveir vildu ekki fara út í skattlagningu á þá aðila, sem þeir (Alþýðubandalagsmenn) vildu láta bera kostnaðinn við að rétta af halla þjóðarbúskaparins og stöðva verðbólg- una. Töldu Alþýðubandalagsmenn, að það væru þeir, ,,sem hlaðið hafa upp margvís- legum gróða og safnað eignum og fyrir- tæki, sem standa sig vel” sem ættu að standa undir kostnaðinum. Sögðu þeir ,,að þótt frystiiðnaðurinn stæði illa, þá stæði útgerðin sig ágætlega og að í landinu væru tekjuháir hópar, sem hafi haft aðstöðu til þess að koma sér upp margvíslegu, stóru húsnæði, löndum, lóðum og mörgu öðru.” Töldu þeir að hér væri fundinn sá hópur manna, sem staðið gæti, og standa ætti undir viðreisn ís- lensks efnahagslífs. Greinilegt er að forystumenn Alþýðu- bandalagsins telja þá, sem hafa framtak og þrek til þess að standa fyrir atvinnu- rekstri hverskonar og uppbyggingu, á ---------------------------tstáuaéuum annan hátt en undir forsjá opinberra aðila, og sömuleiðisþá, sem hafa komið sér upp „margvíslegu stóru húsnæði” ekki þess verða að hafa eignarrétt og umráða. Ekki fer á milli mála að stefna flokksins er að afnema eignarrétt með því að ofbjóða svo gjaldþoli þessara aðila, að þeir fái ekki undir risið og að koma þannig atvinnurekstri og eignum í land- inu undir stjórn og í eigu ríkisins. Sýnast spámenn flokksins vilja þar miklu til kosta að koma öllu íslensku atvinnulífi í höndur opinberra aðila, því þeir virtust hafa horfið um sinn frá því yfirlýsta markmiði sínu að Varnarliðið hverfi úr landinu, og að íslendingar segi sig úr varnarsamtökum vestrænna þjóða. En enginn þarf að efast um takmark þeirra. Sósíalistiskt þjóðskipulag, þar sem allt er undir ríkisforsjá, og þar sem einstaklingurinn og frelsi hans er einskis metið er það sem hugmyndafræðingar flokksins hafa að lokatakmarki. Nái þeir því takmarki, þá kemur í Ijós hvern sess þeir koma til með að skipa í hinu íslenska framtíðarþjóðfélagi, sjálfs- eignarbændur og smáútgerðarmenn og þeir mörgu íslendingar sem kjósa að eiga eigið húsnæði og eigin bíl, að ekki sé talað um þá sem reka atvinnufyrirtæki, smá eða stór. Þá kemur einnig í Ijós hvert frelsi íslendinga verður til þess að tala og skrifa eins og þeim býr í brjósti. Ofsóknir á hendur andófsmönnum í Sovét, og þau réttarhöld, sem staðið hafa yfir að undanförnu í málum þeirra eru hvað best lýsandi dæmi um á hvern hátt búið er að frelsi manna við kommúnist- iskt þjóðskipulag. Menn hafa þar verið dæmdir til fanglesisvistar og þrælkunar fyrir að gagnrýna í ræðu og riti ríkjandi þjóðskipulag í landi sínu. Haft er eftir Einari Ágústssyni, utanríkisráðherra, að ef samskonar reglur væru látnar gilda hér, þá væri að minnsta kosti annar hver íslendingurí þrælkunarvinnu. Einhver kynni að hugsa að slíkt gæti aldrei gerst á íslandi. En því miður er forherðing harðlínumannanna, hinna nýju og hinna gömlu trúboða kommún- ismans svo alger, að þess er full nauðsyn að vera vel á verði og fylgjast með aðferðum þeirra. Um lokatakmarkið þarf enginn að efast. Starfsfólk vantar á Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í sfma 3020 og 3144 FJÓÐRUNGSSJÚKRAHÚSIÐ

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.