Vestfirska fréttablaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 6
6 Vinnum verkin heima í héraði svo sem unnt er Enginn er spámaður í sínu heimalandi. Tilgang- ur þessarar greinar er að reyna að varpa örlitlu ljósi á hvernig ýmsum verktök- um og þjónustuaðilum eru fengin í hendur stór sem smá verkefni, og það hug- arfar sem þar býr að baki. Það virðist nefnilega vera tilhneiging hjá mörgum að álíta sem svo að sérfræð- ingurinn sem kemur að sunnan sé miklu betri en sá sem býr í næsta húsi, jafnvel þótt nágranninn hafi sömu menntun og auk þess meiri reynslu í heima- högum sínum. Til að af- marka mál mitt og stytta hef ég ákveðið að halda mig við hvernig staðið hef- ur verið að tveimur mál- um, þ.e. ráðstöfunbæjaryf- irvalda á hönnunar- og teiknivinnu við íbúðir fyrir aldraða á ísafirði annars vegar og hins vegar veit- ingu sömu vinnu við bygg- ingu dagheimilis og leik- skóla. Það virðist hafa verið mikill áhugi hjá bæjarbú- um á því að koma upp dagheimili, því að árið 1976 bauðst íshúsfélag Is- firðinga hf. til að greiða 1V2 milljón króna til byggingar þess, um leið og hún hæf- ist. Snemma á árinu 1977 bauðst Tækniþjónusta Vestfjarða hf. til að teikna dagheimili fyrir 20% af verði skv. gjaldskrá, og lagði fram frumdrög. Var það boð þegið, og teikningar Tækniþjónust- unnar voru fyrst lagðar fyrir byggingarnefnd dag- heimilis í febrúar 1977. Þegar þær voru komnar til Menntamálaráðuneytis, óskaði það eftir breyting- um, sem gerðar voru í apr- íl eða maí sama ár, skv. upplýsingum Ólafs Theó- dórssonar hjá Tæknlþjón- ustu Vestfjarða. Það næsta sem gerðist í málinu, var að Ólafur Theódórsson var boðaður á fund hjá bygg- ingarnefnd dagheimilis þ. 28. júní 1977. Mætti hann þar, og lagði fram og Gott og vel. En hvers vegna hafði starf nefndar- innar legið niðri í rúmt ár, og hvers vegna höfðu teikningar Tækniþjónust- unnar ekki verið fullhann- aðar á þessu tímabili? For- maður byggingarnefndar dagheimilis, Jens Krist- mannsson, en hann átti Tækniþjónustan vann hita, rafmagns- Sjúkrahúss og heilsugæslustöövar. og loftræstiteikningu ræddi nýjar og breyttar teikningar af dagheimili, sem voru í samræmi við óskir Menntamálaráðu- neytis. Var nefndin sam- mála framkomnum breyt- ingum og samþykkti að leggja teikningarnar fram til byggingarnefndar til umsagnar. Síðan var ekki haldinn fundur í byggingarnefnd dagheimilis í rúmt ár, eða þar til 12. júlí s.l. Var þá komin upp allt önnur staða í málinu. Nýkjörin nefnd samþykkti að leita upplýsinga hjá Mennta- málaráðuneytinu um full- hannaðar teikningar eða verksmiðjuframleidd hús, sem hægt væri að hefja byggingu á sem fyrst. einnig sæti í nefndinni á síðasta ári, tjáði mér að ráðuneytið hefði aftur farið fram á breytingar, eftir að búið var að gera þær fyrri í samræmi við óskir þess. Skiljanlega hafði ekki verið unnið að þeim breytingum þar sem nefndin kom ekki saman í rúmt ár. Á fundi nefndarinnar 19. júlí s.l. samþykkti hún að nota teikningar frá ráðuneytinu (eins og fram kemur annars staðar í blaðinu). Svandís Skúla- dóttir, deildarstjóri í dag- heimilaráði Menntamála- ráðuneytis, mætti á fund- inum og tilkynnti að eí ekki yrði hafist handa um byggingu í september byrj- un væri hætta á að framlag ríkisins til byggingar dag- heimilis á Isafirði yrði tek- ið að láni til framkvæmda við dagheimili annars stað- ar. Taldi nefndin því að ekki ætti að halda áfram með teikningar Tækni- þjónustunnar, þar sem vafstur í kringum þær tæki of langan tíma. Þarna finnst mér að byggingarnefnd dagheim- ilis hafi með seinlæti sínu orðið þess valdandi að horfið var frá því að nota teikningar frá fyrirtæki á Isafirði, en í stað þess fengnar teikningar frá aðil- um í Reykjavík. Ég vil ekki leggja miklu meira út frá ofangreindum upplýs- ingum, en hugsanlega má skilja þær svo að Mennta- málaráðuneytið hafi bein- línis þvingað byggingar- nefnd dagheimilis til að taka tilbúnar teikningar arkitekta frá Reykjavík og þannig skarað eldi að þeirra köku. Þó verður að hafa í huga að ráðuneytið greiðir helming af stofn- kostnaði við dagheimili. byggingarnefndar dvalar- heimilisins, var Tækni- þjónusta Vestfjarða ekki þó boðin nein hönnun í íbúðunum heldur leitaði nefndin strax til Ingi- mundar Sveinssonar arki- tekts og Verkfræðiskrif- stofu Sigurðar Thorodds- ens, vegna þeirrar reynslu sem bærinn hefur af sam- skiptum við „Sunnan- mennina“. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Theó- dórssonar fékk Tækniþjón- ustan þó rafmagns- teikningavinnu við íbúðirn- ar eftir mikið þras. Þótt þessi tvö mál séu ekki ýkja stór þá gefa þau tilefni til almennar íhug- unar um þessi efni. Er hér verið að tefja vöxt þjón- ustufyrirtækja heima- manna með því að yfirvöld og stærri fyrirtæki kaupa þjónustu að sunnan? Ef svo er, þá hvers vegna? Ég hef ekki nægjanlegar upp- lýsingar til að geta svarað þessum spurningum svo að vel sé, en þó segir mér hugur um og því hefur Fékk eftir „mikið þras” vinnu við rafmagnsteikningu í íbúðum fyrir aldraða. Hvað hitt málið varðar, þá fékk Tækniþjónusta Vestfjarða hf. hita-, raf- magns- og loftræstiteikn- ingar í Heilsugæslustöð og Sjúkrahúsi. Fyrirtækinu var gefið vilyrði fyrir sama verkefni í íbúðum fyrir aldraða. Samkvæmt upp- lýsingum Guðmundar H. Ingólfssonar, formanns verið ýtt að mér, að svara megi fyrri spurningunni játandi. Víst er svo að í Reykjavík eru 4-6 hönnuð- ir sem hafa af því atvinnu allt árið að sinna verk- efnum frá ísafjarðarkaup- stað og nærliggjandi hér- uðum. ss. Pípulagningamenn eða menn vanir pípulögnum óskast til starfa sem fyrst ísafiröi, sími 3298

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.