Vestfirska fréttablaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 7
tTtémtmaém 7 Vestfirðingar náðu góðum árangri á Landsmóti UMFÍ Frjálsíþróttafólk frá HVÍ náði góðum árangri í nokkrum greinum á 16. landsmóti Ungmennafé- laganna, sem haldið var á Selfossi helgina 21.-23. júlí. Hæst bar þar að að Hilm- ar Pálsson varð sigurvegari í 100 metra hlaupi, en hann hljóp vegalengdina á 10.8 sek, og Jón Oddsson sigraði í langstökkinu, stökk 6,91 metra. Héraðssamband V- Isafjarðarsýslu hefur þó á að skipa fleiri spretthörð- um hlaupurum en Hilm- ari, því sveit HVÍ vann 4X100 metra boðhlaup karla, hljóp á 44,8 sek. í öðru sæti varð sveit HSK, á 46,0 sek. Fyrir HVI hlupu þeir Hilmar Páls- son, Angantýr V. Jónas- son, Jens Hólm og Jón Oddsson. í 1000 metra boðhlaupi karla varð sveit HVÍ í 2. sæti, hljóp á 2:08.2 mín, en þar sprettu úrspori þeir Hilmar Páls- son, Angantýr V. Jónas- son, Jens Hólm og Sig- hvatur Dýri Guðmunds- son. í hástökki karla varð Jón Oddsson nr. 2, stökk 1,94 m. Hæst stökk Karl W Fredriksen, 1,97 m. í stigakeppni félaganna í frjálsum íþróttum lenti HVÍ miðja vegu, hlaut 34!/2 stig og 8. sæti. ss Hilmar Pálsson, lengst til hægri, kemur í mark, sigurvegari í 100 metra hlaupinu. fé/>/i^Fyrir sumarleyfið 'r yFyrir helgarferðina BARNABÍLSTÓLAR MED ÖRYGGISBELTI ★ Grillkol - Grillkveikiefni Camping gas - Gastæki MATREIÐSLUÁHÖLD MATARÁHÖLD KÆLITÖSKUR DRYKKJARSETT Útileikföng fyrir * alla fjölskylduna Krikket, tennis og m.fl. ★ TJÖLD - TJALDDÝNUR - SVEFNPOKAR BAKPOKAR-BURÐARGRINDUR ★ ALLT TIL SPORTVEIÐI í ÁM OG VÖTNUM i Neisti hf. Isafirði, sími 3416 ★ Aktu mót öðrum eins og þú vilt að aðrir aki mót þér. ★ Flestar konur óska þess að verða vegnar, og léttvægar fundnar. ★ Sú ríkisstjórn, sem tekur frá Pétri til þess að rétta Páli, getur alltaf reiknað með atkvæði Páls. Brúðkaup, er athöfn, þar sem maður tengist konu þeirri, er hann mun hlusta á alla æfi. Svifiðfram afþaki Latigardalshallar: Örn og Ragnar gáfu Cimarro- bræðrum lítið eftir í dirfsku Bræðurnir Örn og Ragnar Ingólfs- synir stóðu þeim Cimarro sirkus- bræðrum ekkert að baki þegar þeir svifu á laugardaginn fram af þaki Laugardalshallarinnar. Þaðgerðu þeir til þess að auglýsa íslandsmeistara- mótið i svifdrekaflugi sem fram fer á Rauðhettumótinu um helgina. Þar er keppt um hinn fagra Dagblaðsbikar sem DBgafifyrra. Þeir Örn og Ragnar höfðu reiknað með að visst uppstreymi væri við Laugardalshöllina og ætluðu þeir að láta það bera sig uppi. En þegar þeir voru komnir fram af komust þeir að óþægilcgri staðreynd. loftstreymið var niður. Flugið lók þvi fyrr enda en væn/t hafði verið en varði þó nógu lengi til þess að áhorfcndur máttu Engu er likara en aö drekallug sfc álika auðvelt og að drekka vatn. Og töluvert mikið þægilegra. glöggt sjá finti þeirra bræðra. Töluverður mannfjöldi hafði safn: azt saman til þess að horfa á bræðurna og voru bilar i röðum við Suðurlands- brautina. Gizkað var á að þarna hefðu vcrið á milli eitt og tvö þúsund manns. Þegar bræðurnir voru komnir á jörð- ina aftur söfnuðust menn i kring um þá og þökkuðu sýninguna auk þess sem þeir notuðu tækifærið til þess að forvitnast um drekaflugið. DS. DAGBLAÐIÐ ★ Sumt fólk er eins og iligresi. Þaö skýtur alltaf upp höfðinu, þar sem enginn vill hafa þaö. ★ Sonur minn gæti orðið ágætur þjónn. Hann kemur aldrei, þegar ég kalla. Skólastúlka óskar að taka herbergi á leigu. Helst að að- gangi að eldhúsi. REGLUSEMI HEITIÐ. Upplýsingar í síma 3398. Hver getur passað stelpu á þriðja ári helst á morgnana, meðan móðirin er í skóla? Frá byrjun sept- ember fram að jól- um. Upplýsingar í síma 3397, á kvöldin.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.