Vestfirska fréttablaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 8
Fjórir síðustu leikir ÍBf: ÍBÍ í 3.sæti í II. deild með 15 stig eftir 13 leiki Eftir 13 leiki í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu hefur fþróttabandalag ísafjarðar hlotið 15 stig. Hefur liðið unnið 5 leiki, gert 5 jafntefli og tapað 3 leikjum. ÍBÍ er því í þriðja sæti í deildinni og kemur til með að berjast um sæti í 1. deild að ári, þar eð tvö efstu liðin munu færast upp í 1. deild. Fer hér á eftir stutt lýsing á fjórum síðustu leikjum ÍBÍ, sem allir eru leiknir á heimavelli. Miðvikudagur 19. júlí. ÍBÍ—REYNIR, 1:1. í þessum leik áttu Isfirð- ingar skilið bæði stigin, þar sem þeir sóttu mun meira og áttu hættulegri tækifæri. Strax á 1. mín. átti Harladur Leifsson, ÍBÍ, skot í stöng. ísfirðing- ar áttu og fjöldann allan af skotum, sem markmaður andstæðinganna varði, eða sem fóru framhjá. A 8. mín. seinni hálfleiks skor- aði Haraldur Leifsson með skalla af stuttu færi, eftir góða sendingu frá Kristni Kristjánssyni, sem kominn var upp að endamörkum. Fjórum mín. síðar jöfnuðu Reynismenn. Þar var að verki Jón G. Pétursson. Eftir að Isfirðingar fengu á sig markið fór mikið að bera á ,,kýlingum“ hjá þeim, sem lítið kom úr. En þrátt fyrir þunga sókn að marki Reynis á síðustu mínútunum, tókst leik- mönnum ÍBÍ ekki að skora fleiri mörk. Dómari í leikn- um var Guðmundur Har- aldsson, milliríkjadómari. Hafði hann nokkuð góð tök á leiknum, en sagði eftir leikinn að það hefði verið áberandi hversu leik- menn brúkuðu mikinn kjaft, „En það þarf aðeins að veita þeim tiltal, þá lagast þeir,“ sagði hann. Laugardagur 22. júlí: ÍBf—HAUKAR, 1:1. I þessum leik sátu harka og stórkarlaspyrnur í fyrir- rúmi. Kom það til af tvennu; norðangarra og lé- legri dómgæslu. Bæði liðin áttu nokkur tækifæri í fyrri hálfleik, og á 29. mín. skor- aði Örnólfur Oddsson fyrir ÍBÍ af stuttu færi, stöngin og inn. Tíu mín. seinna jöfnuðu Haukar, er Lárus Jónsson fékk boltann úr aukaspyrnu og skoraði. Á 42. mín. fengu ísfirðingar aukaspyrnu, þegar einn þeirra hafði verið sleginn niður í vítateig Hauka. Sú spyrna nýttist ekki. I seinni hálfleik var sótt á báða bóga, en boltinn vildi ekki fara inn. Undir lok leiksins lenti tveimur leikmönnum saman. Ólaf- ur Torfason, Haukum, sparkaði fruntalega í Har- Frá lelk fBf og Þróttar, Neskaupstað. Hljómflutningstæki alltaf til Úrval nýrra hljómplatna: GERRY RAFFERTY - MOTORS - BOB DYLAN BONEY M - THE BEACH BOYS 20 GOLDEN GREATS OG FLEIRI. Verslunin Kjortan R. Guðmundsson ísafirði - Sími 3507 íbúö í miöbænum ERTILSÖLU. Upplýsingar í síma 3472 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu: UMBF—Njarðvík 0:2 Stefnir—Njarðvík 3:0 Knattspyrnulið Njarð- víkur kom til Vestfjarða helgina 22. og 23. júlí og lék hér tvo leiki. Sá fyrri var gegn UMFB i Bolung- arvík og töpuðu heima- menn leiknum með tveim- ur mörkum gegn engu. Seinni leikurinn var gegn Stefni frá Súgandafirði, og fór leikurinn fram á ísa- firði. Stefnir sigraði, 3:0. Sigur Njarðvíkur gegn UMFB var óverðskuldað- ur, þar eð UMFB átti nokkur hættuleg tækifæri og leikurinn var fremur jafn. —En mörkin ráða, UMFB- Njarðvík, 0:2. Sigur Stefnis var nokkuð sögulegur, því þeir Súg- firðingar mættu með „skraplið”, þar sem margir úr liðinu voru áLandsmóti UMFl á Selfossi. Ekki nóg með það, því þegar einn Stefnismanna slasaðist, urðu þeir að leika 10 það sem eftir var leiksins, þar sem enginn varamaður var með í ferðinni. Hinir 10 leikmenn Stefnis börðust þó vel, þótt við ofurefli væri að etja, og sigruðu, 3:0. Eftir þessa leiki er útséð um, að hvorki UMFB né Stefnir eiga von á sæti í 2. deild að ári, því Njarðvík sigraði riðilinn og leikur því til úrslita í 3. deild. ss

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.