Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1978, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1978, Síða 1
 Afgreiðslan á ísafjarðarflugvelli, Sími 3400 Afgreiðslan Aðalstræti 24, sími 3410 FLUGFÉLAG /SLAJVDS LOFTLEIDIR "1 BARNAFOT Fyrir 4 til 6 ára BUXUR - PEYSUR - BOLIR 0 Verslunin ísafiröi sími 3507 LANDHELGISBROT: 1,4 millj. kr. sekt fyrlr ólöglegar togveiðar- 45 daga fangelsi fyrir hrefnuveiðar Síðast liðinn föstudag kom varðskipið Ægir að Stíganda RE 307, þar sem hann var við ólöglegar tog- veiðar á friðuðu svæði, 44 sjómílur n-austur af Horni. Stígandi var færður til hafnar á Isafirði, þar sem mál skipstjórans var tekið fyrir á mánudaginn var. Þorvarður K. Þorsteins- son, bæjarfógeti á ísafirði, dæmdi í málinu og féll dómur þannig, að skip- stjóranum var gert að greiða kr. 1.4 millj. til Landhelgissjóðs íslands, og afli og veiðarfæri skipsins voru gerð upptæk. Afli var lítill og veiðarfæri slitin. Meðdómendur voru þeir Símon Helgason og Einar Jóhannesson. Þegar trygging hefur verið sett fyrir sekt og afla, getur skipið, sem er rúm 200 tonn að stærð, haldið til veiða á nýjan leik. ss Skipstjórlnn á norska hrefnu- veiðibátnum Andefjord var dæmdur i' 50 þús. króna sekt og 45 daga fangelsi fyrir ólöglegar hrefnuvelðar. LJósm. Ingólfur Krtstmundsson. Vill enginn verða æskulýðs- fulltrúi? Þrátt fyrir að starf æsku- lýðsfulltrúa hafi tvisvar verið auglýst laust til um- sóknar, hefur enginn sótt um innan tilskilins tíma. Að sögn Bolla Kjartans- sonar, bæjarstjóra, var gert ráð fyrir þessu starfi á fjárhagsáætlun fyrir þetta ár og má þvf búast við að starfið verði auglýst aftur. Felst það í því að hafa umsjón með iþróttamann- virkjum á staðnum og að vera n.k. framkvæmdarað- ili fyrir íþróttahreyfinguna. ss Sigurður Jónsson tekur viðstjórn Kaupfélags ísfirðinga SLÖKKVILIÐ ÍSAFJARÐAR var kvatt á vettvang að Aðalstræti 22, sl. föstudag. Varð mikill reykur af þvf að kveikt hafði verið á eldavél í einni íbúð hússins, en hún síðan yfirgefin.Skemmdir urðu litlar sem engar. Kaupfélag ísfirðinga hefur fengið til starfa nýjan kaupfé- lagsstjóra. Hann heitir Sig- urður Jónsson, og er hingað kominn beint frá Kenya, þar sem hann vann að athugun- um á markaði og verslun heimamanna. Sigurður er fæddur 12. mars 1946 í Keflavík. Hann lauk prófi frá Sam- Slgurður Jónsson kaupfélagsstjóri. vinnuskólanum árið 1967, en hefur síðan sótt fjölda námskeiða í stjórnun og rekstri verslana. Árin 1969 og 1970 var hann skrif- stofustjóri hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík í Mýr- dal og frá 1971 til 1975 starfaði hann hjá skipu- lagsdeild sambandsins. Árið 1975 fluttist Sig- urður til Tanzaníu og kynnti þar innfæddum stjórnun á samvinnufyrir- tækjum, en það starf var liður í aðstoð Norðurlanda við þróunarlöndin. I júní 1977 fór hann svo til Kenya og var þar í eitt ár. Sigurður tók formlega við starfi kaupfélagsstjóra 15. júlí s.l. Er hann var inntur eftir stöðu Kaupfé- lagsins í framtíðinni, þá sagðist hann engu kvíða, því möguleikar smásölu- verslunar væru hér miklir. Kona Sigurðar er Anna Skúladóttir. Þau hjón eiga 5 ára gamla dóttur, Eirný Ósk. ss I þessari viku hefjast fram- kvæmdir við viðbyggingu slökkvistöðvarinnar á Isafirði. Verkið var boðið út og bauð einn aðili íþað, Kubbur hf. Tilboð Kubbs var kr. 19.286.920., en kostnaðará- ætlun verkkaupa var kr. 15.353.590. Voru teknar upp viðræður um málið milli Kubbs hf. og Tæknideildar bæjarins, og lækkaði Kubbur þá tilboð sitt um rúma eina milljón kr. eða í kr. 17.980.200. Lagði bæjarráð til að því tilboði yrði tekið og var það samþykkJ á síðasta bæj- arstjórnarfundi. ss mmm

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.