Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 2
2_________________________ (TT' tJiéliaMaÁiÁ Utgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson Blaðamaður: Stefán Jóhann Stefánsson Prentun: Prentstofan ísrún hf., (safirði /\tvinna hefur veriö meö mesta móti hér á Vestfjörðum á undanförnum árum. Sjávarafli hefur veriö mikill og fsikvinnsla stendur með blóma, þrátt fyrir tíma- bundna erfiöleika, sem til þessa hefur ætíö tekist aö leysa úr. í ísafjarðarkaupstað, svo sem víöast hvar annarsstaðar á Vestfjöröum, er þaö einkum skortur á íbúöarhúsnæöi, sem hamlar gegn enn örari fólksfjölgun, sem þó var yfir landsmeöallagi á síðastliðnu ári. Byggjum meira íbúðarhúsnæði Fram aö árinu 1975, er Holtahverfi var opnað til bygginga haföi veriö erfitt árin á undan aö fá þægilegar byggingarlóðir í kaupstaönum. Þá um sumarið (1975) var strax hafin bygging nokkurra einbýlis- húsa þar í hverfinu. Síöan þá, hafa verið byggöar, eða eru í byggingu um 100 íbúöir. Þar af eru aðeins um 30 byggðar af verktökum, en hinar af einstaklingum, mest eigendum, sem ætla sér aö búa sjálfir í húsnæðinu. Verktakar hafa byggt einbýlishús, en gengiö tregt aö selja. Aftur hafa íbúöir í fjölbýlishúsum og raöhúsum selst vel. Er sýnt aö miklu meiri áherslu þarf aö leggja á þyggingu söluíbúöa af þeim húsagerö- um, en gert hefur veriö til þessa. Framkvæmdanefnd leiguíbúöa hefur staðið fyrir byggingu 12 íbúöa í fjölbýlis- húsi aö Fjaröarstræti 6. Þaö er alltof lítiö miðað viö aö hún hefur heimild til aö standa fyrir byggingu 64 íbúöa, og miöaö viö ríkjandi ástand í húsnæöismálum hér. Nú er áformað aö nefndin standi fyrir byggingu 11 íbúöa í Hnífsdal á næstunni. Er þaö vel, en betur má ef duga skal. ísafjaröarkaupstaöur þyrfti aö eiga 20 til 30 íbúðir í viöbót viö þær, sem hann þegar á og nota þær til þess aö leigja til skamms tíma fólki, sem hingað vill flytjast eöa stofna hér heimili, á meðan þaö fær ráörúm til þess aö eignast eigiö húsnæöi. \/estfirska fréttablaöiö hefur nú um nær þriggja ára skeið komiö reglulega út. Hefur þaö vaxið og dafnað, bæöi hvaö snertir síðufjölda og útbreiöslu. Þaö er stefna blaðsins m.a. aö birta allt aösent efni úr Vestfiröingafjóröungi, eftir því sem aöstæöur framast leyfa. Nokkuö hefur þótt skorta á aö Vestfirðingar tækju sér stílvopn í hönd og beröust fyrir áhuga- málum sínum, eöa viðruðu skoöanir sínar á þeim málum, sem efst eru í hugum manna hér í byggöarlaginu. Hver trúir því, aö enginn hafi orö til aö leggja í belg um málefni byggöarinnar, nema þeir sem skrifa í blöö stjórnmála- flokkanna? Eru allir á einu máli um Orku- bú Vestfjarða? Er öllum sama þótt þeir drekki súra mjólk úr lekum plastpokum? Hvaö um samgöngur innan fjóröungsins? Finnst mönnum allt í lagi meö aö komast ekki á milli fjaröa jafnvel 7 til 8 mánuði á ári? Er þaö nóg aö verja ísafjarðar- kaupstað fyrir ágangi búfjár meö því aö giröa Eyrina, en láta Hnífsdal og Holta- hverfi eiga sig? Er öllum sama þótt versti vegarkaflinn frá Reykjavík til Bolungar- víkur sé jafnan frá ísafjaröarflugvelli og út á Eyrina? Nægir okkur aö sjá og heyra Alþingismenn fjóröungsins á fjögurra ára ---------------------------tT'iÆaWaow fresti? Hvaö meö stjórnarmyndun? Er hún einkamál „þeirra fyrir sunnan?" Er öllum hér á svæðinu sama? Er seinagangur ýmissa framkvæmda í byggðarlaginu eitt- hvert ,,Vestfjaröalögmál“ sbr. þvnqdar- lögmáliö? Upp Vestfiröingar. Pólitík eöa ekki póli- tík, síður Vestfirska fréttablaösins eru opnar. Viö sáum þaö í vor aö fjöldi manna hefur áhuga á hinum ólíklegustu ,,málaflokkum“. Hvaða kraftaverk hafa gerst síðan? Er búiö aö leysa öll okkar vandamál, þau sem þá voru óleyst? Eöa eigum viö von á því aö fyrir næstu kosn- ingar verði sömu baráttumálin dregin upp úr sömu gömlu gatslitnu pokunum, dust- aö af þeim rykiö og þeim raöaö aö nýju í ,,málaflokka?“ Opið fjórðungsblað óháð flokkum Vestfirska fréttablaöiö er opiö fjórö- ungsblaö óháö stjórnmálaflokkum. Viö viljum fjalla um fjórðungamál og lands- mál. Þaö er mikill misskilningur, aö þótt blaðið sé óháö stjórnmálaflokkum, aö síður þess þoli ekki skrif um stjórnmál. Vestfirska fréttablaöiö skorar á Vest- firðinga aö hefja nú til vegs opna og einarða umræöu um hagsmuna- og á- hugamál, jafnt okkar, sem og allra lands- manna. Síöur fréttablaðsins eru opnar, eftir því sem stærö þess og velsæmi leyfir, hverjum þeim, er í þaö vill rita, og lætur nafn sitt og heimilisfang fylgja skrif- unum. Ekki er þó neitt skilyröi aö birta nöfn greinahöfunda, og er þeim haldiö leyndum ef óskaö er. jfiiirriiiiTiTiriirininninninninniinTinn^nninniTUTinninninninnwnnii Til sölu 1 KeiYi'- ® I hljómflutningstæki Til sölu 15 feta f V 7r J ^ 1 Pioneer Rafmagnsgítar Kassagítar.Yamaha Shetland bátur RAFMAGNSHEIMILISTÆKI FJÖLBREYTT ÚRVAL Froskbúningur í mjög góðu ástandi E 2 Upplýsingar í með 60 ha. Chrysler Philips - Girmi - General síma 3147 utanborðsvél. Electric - Hoover - Krupps o.fl. GÓÐUR DRÁTTARVAGN FYLGIR BRAUÐRISTAR - VÖFFLUJÁRN MÍNÚTUGRILL - GRILLOFNAR Qj VeMfiAMca tfíélfoMaéid Upplýsingar í síma Handþeytarar - Hrærivélar 3685, á kvöldin. Hakkavélar HÁRBLÁSARAR-LOKKAJÁRN Píanó | Rafmagnsofnar, blásarar + með hitastilli. í góðu ásigkomulagi 1 óskast til kaups. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö fráfall og jarðarför eiginmanns míns N6ISTI llT. ísafirói, sfmi 3416 Jakob Hjálmarsson JÓHANNESAR ELÍASSONAR ÍiTiTTlT.llTlTT.T.l.T.TTiT.I.T.TT.TiliI.TTiTiliTiTTiT.l.TlTT.TlilTlTT.T.llT,TT.T.InLH,T,l,UUnU^U,anU^-»^^^f^^-»^^^»^^-^-*-i-i^ sími 3017 Ketty Roesen

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.