Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 4
4 Hjá okkur færðu allar nýjustu plöturnar, t.d. BRIMKLÓ - Eitt lag enn HALLI OG LADDI - Hlunkur er þetta SGT. PEPPERS LONLEY HEARTS CLUB BAND THE ROCKY HORROR PICTURE SHOW KATE BUSH MARSHALL HEINE EINNIG ÚRVAL AF KASSETTUM. Verslunin Kjnrtun R. Guðmundsson ísafirði - Sími 3507 tsailarðarkanisbðir ÚTBOB Akstur skólabarna Óskað er eftir tilboðum í akstur skóla- barna úr Hnífsdal, Firðinum og Túnun- um. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Tilboðum sé skilað fyrir 25. ágúst n.k. ísafirði, 10. ágúst 1978 Bæjarstjórinn ísafirði VERSLUNARSTÖRF Starfsfólk óskast til verslunarstarfa. DAGVINNA VAKTAVINNA EÐA KVÖLDVINNA KEMURTIL GREINA. Upplýsingar gefur Úlfar í síma 3166. HAMRABORG HF. JÓN A. GUÐMUNOSSON, BÆ, REYKHÓLASVEIT S ÞANGMJÖLI AD VERÐMÆ MILLJÓNIR AFSKIPAÐ í J Þann stutta tíma sem undirr. hefur búið hér á Vestfjörðum, hefi ég þrá- faldlega rekið mig á hversu nauðasjaldan fjölmiðlar, og þá einkum þeir stóru fyrir sunnan, láta svo lítið að geta okkar sem byggj- um þennan hjara íslands (að þeirra mati væntan- lega). Á þetta þá ekki síst við um Austur- Barðastrandarsýslu. Að beiðni ritstjóra Vest- firska fréttablaðsins, skal nú að nokkru reynt að bæta úr þessu. — ★ — Langstærsta atvinnu- fyrirtækið hér í héraðinu er Þörungavinnslan h.f. á Reykhólum, en mörgum mun kunnugt að rekstur þess fyrirtækis gekk lengi vel i hinum mestu brösum, lágu til þess margar og flóknar ástæður, sem ekki verða raktar hér. Nú í ár hóf verksmiðjan starfsemi í apríl og hefur reksturinn gengið vel það sem af er síðan. Má þakka það einkum tvennu, breyttum öflunaraðferð- um, sem þróaðar voru upp af starfsmönnum á sumr- inu 1977 og svo ekki síst að nú í sumar tókst loks að afla nægjanlegs magns af heitu vatni fyrir verksmiðj- una. Nú um miðjan júlí var afskipað til útflutnings þangmjöli að verðmæti 75- 80 millj. kr. Er eftirspurn eftir framleiðslu verksmiðj- unnar mikil erlendis. Fastir starfsmenn við sjálfan verksmiðjurekstur- inn eru um 15 talsins, auk áhafnar m.s. Karlseyjar, sem er gerð út af verksmið- junni til þangflutninga, eru á skipinu 4 menn. Auk þess vinna svo margir aðal- lega bændur og búalið þeirra við þangskurð víðs- vegar við Breiðafjörð, hefir þangskurðurinn reynst mörgum drjúg tekjulind. Er þess fastlega vænst af héraðsbúum að nú séu byrjunarörðugleikar í rekstri þörungavinnslunn- ar að baki og bjartari tím- ar framundan hjá fyrirtæk- inu. — ★ — I Reykhólasveit og Geir- dal mun íbúum frekar fara fjölgandi um þessar mund- ir, í Gufudals og Flateyjar- hrepppum mun íbúatala standa nokkurnveginn í stað, en Múlasveit má nú teljast komin alveg í eyði, þar voru að vísu skráðir 19 Gufudalur í Gufudalssveit. Blaðið Vestfirðingur og „e í 10. tölublaði Vestfirðings, málgagnsAI- þýðubandalagsins á Vestfjörðum, er ramma- klausa á blaðsíðu 2, sem vert er að athuga lítillega. Þar segir að í síðustu fjórum tölu- blöðum blaðsins, megi ,,ef grannt er skoðað“ sjá villur og „minni háttar mistök“. „Ástæð- an“, segir í kiausunni, „er annarsvegar sú, að blaðið er sett í sjálfboðavinnu við þröng skilyrði af ritnefnd Vestfirðings, sem er þó óðum að læra hið rétta handbragð. Hins vegar fer önnur vinna, þ.e. prentunin, fram f Reykjavík, þar sem blaðið fæst ekki prentað á ísafirði á eðlilegan máta.“ Vegna þessarar klausu þykir mér rétt að upplýsa ýmis atriði, sem sýna glöggt hvern hug forystumenn Alþýðubandalagsins á ísa- firði bera til vestfirskra iðnfyrirtækja og prent- arastéttarinnar. Álit formanns Hins íslenska prentarafélags. Þegar sú staða kom upp, að leitað var til Prentstof- unnar fsrúnar eftir prent- un á blaðinu Vestfirðingi, settu af ófaglærðum mönn- um, þá leitaði undirritaður til Olafs Emilssonar, for- manns Hins íslenska prentarafélags, og spurði hann hverjum augum stjórn H.í.p. liti slík vinnu- brögð, og hvort hún teldi eðlilegt að prentarar full- ynnu þannig verk ófag- lærða manna í iðngrein- inni. Formaður H.í.p. svaraði þvi til að stjórn félagsins liti það mjög alvarlegum augum, að ófaglærðir menn færu þannig inn á starfssvið lögverndaðrar iðngreinar og sagði hann það yfirlýstan vilja stjórn- arinnar, að félagsmenn H.í.p. kæmu sér hjá því að fullvinna verk þeirra. Það er því fullljóst, að forystumenn Álþýðu- bandalagsins hér á Vest- fjörðum, sem þó þykjast vera málsvarar verkalýðs- stéttarinnar, vinna þessi störf þvert ofan í vilja við- komandi stéttarfélags og

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.