Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1978, Side 5

Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1978, Side 5
(Jþ tJiéUaMaow 5 KRIFAR FRÉTTIR ÚR AUSTUR-BARÐASTRANDARSÝSLU Tl SJÖTÍU OG FIMM TIL ÁTTATÍU ÚLÍ íbúar hinn 1. des. s.l., en enginn þeirra mun hafa haft vetursetu í hreppnum. Nokkuð af fólki hefur í sumar dvalist af og til á ýmsum jörðum í hreppn- um, aðallega til að nytja hlunnindi en af þeim er allmikið þar í sveit, svo sem æðarvarp, selveiðar og hrognkelsaveiði eins og víðar hér um slóðir. Þess má til gamans geta að í kosningunum 25. júní s.l. var, svo sem jafnan áður kosin hreppsnefnd í Múla- sveit, en hvort allir fundir nýkjörinnar hreppsnefndar eru haldnir þar innansveit- ar eður ei, skal ósagt látið. Það vakti ánægju flestra hér í héraðinu að nú s.l. vor fór ein af eyðijörðum Gufudalssveitar í byggð á nýjan leik, er það Múli í Kollafirði, flutti þangað fólk sunnan frá Sandgerði. — ★ — Hér eins og annarsstaðar um Vestfirði var vorið kalt og þurrkasamt, má í því sambandi geta þess að allt til dagsins í gær var snjó- skafl niður undir tún hér í Bæ og telja kunnugir langt um liðið síðan slíkt hefur skeð. Vegna kuldans spruttu tún seint og hófst sláttur hér um slóðir almennt ekki fyrr en um 20. júlí. Hefur fráleitt þurrkaleysi síðan gert það að verkum að lítið hefur náðst inn af heyjum hjá mörgum bændum enn sem komið er og ljóst er að bregði ekki til betri tíðar fljótlega verður um alvar- legt ástand að ræða í hey- skaparmálum. Hér um slóðir er votheysverkun ekki að marki almenn enn sem komið er, nú í sumar eru þó í byggingu tvær stórar yotheyshlöður, að Klukkufelli í Reykhóla- sveit og Ingunnarstöðum í Geirdal. — ★ — Aðalfundur Kaupfélags Króksfjarðar var haldinn 18. júní s.l. Eru félags- menn nú um 120 talsins. Rekstur félagsins gekk þolanlega á s.l. ári, nam tekjuafgangur tæplega 600 þús., kr. og höfðu þá verið afskrifaðar eignir um 1.850 þús. kr. Auk verslunarreksturs rekur félagið sláturhús bæði fyrir sauðfé og naut- gripi. Var á s.l. ári slátrað í húsi félagsins rúmlega 12 þús. fjár og ríflega 100 nautgripum. Er rekstur þessa slátur- húss hér í Króksfjarðarnesi veruleg búbót fyrir íbúa byggðarlagsins. Mundu líklega margir hugsa sig tvisvar með búsetu og framleiðslu sauðfjárafurða ef hér væri ekki sláturhús- ið. I leiðinni sakar ekki að geta þess að afurðir slátur- hússins virðast njóta vin- sælda neytenda, eru þess ófá dæmi að fólk kemur að hausti um langan veg til að byrgja sig upp af slátur- afurðum frá sláturhúsi- K.K. Rekstur hússins hefur gengið vel undanfarin ár og hefur reynst unnt að greiða bændum fullt grundvallarverð fyrir afurð- ir sínar og í sumum tilfell- um vel það. Það vekur því bæði furðu og gremju bænda hér um slóðir, að ýmissir aðilar „fyrir sunn- an“ virðast leggja á það mikið kapp um þessar mundir að þessi lyftistöng byggðar hér verði lögð nið- ur. Fulltrúi eins af þessum aðilum þ.e. S.Í.S. var send- ur á okkar fund nú í vor, lagði maðurinn til að hætta rekstri sláturhússins hér en bændur í þess stað skyldaðir til að flytja fé sitt um langan veg annaðhvort til Hólmavíkur eða suður í Búðardal. Opinberaði „sérfræðing- urinn að sunnan fáfræði sína varðandi staðhætti og aðstæður hér eftirminni- lega. Virtist maðurinn t.d. ekki vita að ef flytja ætti slátursfé á haustin til Hólmavíkur, er yfir slæm- an fjallveg að fara þ.e. Tröllatunguheiði, sem ár- lega teppist í fyrstu síð- sumaréljum. ðlileg“ samskipti við vestfirska iðnaðarmenn fara inn á starfssvið iðn- greinar, sem nýtur verndar iðnlöggjafarinnar. „Fæst ekki prentað á ísafirði á eðlilegan máta.“ Eftir að við höfðum þrátt fyrir þetta prentað tvö tölublöð Vestfirðings, sem þannig voru unnin að ritnefnd blaðsins annaðist sjálf setningu þess og um- þrot að hluta, og án þess að ritnefndinni, með fyrr- verandi skólastjóra Iðn- skólans á ísafirði, í broddi fylkingar, þætti ástæða til að geta þess á einn eða annan hátt í blaðinu, fór Prentstofan Isrún fram á það, að eftirfarandi auglýs- ing yrði birt í hinu þriðja, sem sett var og brotið um að fullu af ritnefndinni, gegn fullri greiðslu: „Að gefnu tilefni viljum við taka það skýrt fram, að blaðsíður 3, 4, 5, og 6 í fjórða og fimmta tölublaði Vestfirðings, 1978, eru settar og umbrotnar af út- gefendum sjálfum, en ekki af okkur, eða undir neins konar umsjá eða leiðsögn fagmanna Prentstofunnar. Sama er að sfgja um þetta tölublað allt. Gildir þetta um setningu og umbrot Vestfirðings á næstunni. Verði breyting þar á, hvað varðar Prentstofuna, mun það verða tilkynnt sérstak- lega.“ Prentsofan Isrún hf. Sigurður Jónsson, prentsmiðjustjóri. Forsvarsmenn Vestfirð- ings neituðu að birta þessa auglýsingu í umræddu töluþlaði. Við svo búið sýndu þeir í verki vilja sinn til þess að eiga við- skipti við fyrirtæki hér heima, og leituðu eftir prentun á Vestfirðingi í Reykjavík, og þar hefur blaðið verið prentað síðan. Ummæli prentara „að sunnan“ Hjörtur Hjartarson, prentari, fjallaði um þetta mál í blaðagrein í júní sl. Hafði hann þetta að segja: Blað kommúnista hér á ísafirði, ef blað skyldi kalla, því slík hrákasmíði er það frá faglegu sjónar- miði, er unnið af fúskurum hér á staðnum og prentað fyrir sunnan. Hvað segir það okkur? Jú, með útgáfunni gera kommúnistar tvennt: Þeir brjóta iðnlöggjöf- ina? En það er eins og allir vita helgasti réttur iðnað- armanna. Iðnréttindi þeirra eru tryggð með lög- um. Það eru fúskarar á skrif- stofu kommúnista hér á Isafirði sem vinna blaðið. En allir þeir sem að setn- ingu og umbroti blaða vinna eiga að vera með- limir í Hinu íslenska prentarafélagi. Frágangur og uppsetning blaðsins er slíkt fúsk, að það er móðg- un við fagmenn, í þessu tilliti, meðlimi Prentarafé- lagsins. Það sem þessir óvinir launþegasamtakanna gera síðan, er það að þeir ílytja einn þáttinn í fagvinnunni suður, þ.e. prentunina. Þetta dæmi sýnir okkur, svo ekki verður um villst, hvern hug kommúnistar hér fyrir vestan bera til launþega. Þeir vanvirða eina virt- ustu stétt á íslandi, prent- arana, með „fúskvinnu“ sinni og taka síðan vinnu frá iðnaðarmönnum hér á staðnum. Er þetta dæmi ekki tal- andi tákn um heilindi kommúnista á Vestfjörð- um; um hug þeirra til vest- firskra launþega. Hvað mundi ske ef þeir gætu beitt sér í ríkari mæli? Fyrrverandi skólastjóri Iðnskólans, iðnskóiakennari og g runnskólanef ndar maður gefa einkunnir Ærin er ósvífni ritnefndar- innar, að taka til starfa í lögverndaðri iðngrein og selja afurðir sínar á mark- aði. Þar að auki reyna þeir að gera lítið úr prentara- stéttinni og prentnáminu, Framhald á 7. siðu

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.