Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 6
6 i Daði Hinriksson + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útfor Haraldar Kristjánssonar stöðvarstjóra fsafirði Pétur Haraldsson Geirlaug Jónsdóttir Ásta Dóra Egilsdóttir Jón Jónsson Egill Kristjánsson Guðrún Guðjónsdóttir Kristján Kristjánsson Elsa Sigurðardóttir TIL SÖLU T oyota Mk II. árgerð 1972 Upplýsingar í sím 3625 VEIÐIMENN Veiðileyfi í Laxá og Bæjará í Reykhólasveit eru seld að Bæ.Reykhólasveit Símstöð, Plastáhöld Leikföng Gjafavara Balar - Allar stærðir Taukörfur-Þrjár gerðir Mjög mikið úrval af nýjum leikföngum Fjölbreytt gjafavara Vinnuver, ísafirði, sími 3520 HANDFÆRASJÓMENN Nýtt frá Noregi: Vorum að taka upp nýja gerð af SJÁLFLÝSANDI handfærakrókum nr. 11. Einnig nýkomið beint frá Noregi handfærasökkurnar gamalkunnu nr. 8 og 9 með og án hliðarlykkju. GAMLA KRÓNAN OG GÖMLU VERÐIN ENN f FULLU GILDI. íþróttavallarhúsið í sjálfboðavinnu? Upp hefur komið sú hugmynd meðal knatt- spyrnumanna á ísafirði, að reisa hús undir búningsað- stöðu við Torfnesvöll í sjálfboðavinnu. Teikning- ar af þessu húsi eru til, en þær gerði Bjarni Jensson tæknifræðingur. f fundargerð stjórnar í- þróttavallar frá 27. júlí, kemur fram að þar sem teikningar og útboðsgögn liggi nú fyrir, muni verða óskað eftir því að auglýst verði útboð á fyrsta á- fanga strax. Fáist viðun- ancfi tilboð ekki, vill stjórn- in láta kanna aðra mögu- leika, svo sem ráðningu byggingarmeistara og smiða, auk sjálfboðaliða. Guðbjörn Chariesson, formaður stjórnar íþrótta- vallar, sagði í samtali við blaðið, að stjórnin hefði mætt á fund með bæjar- ráði 31. júlí 's.l'. og óskað eftir því að önnur vinnu- brögð yrðu höfð í þessu máli, þ.e. að verkið yrði unnið samkvæmt íþrótta- anda í sjálfboðavinnu, en ekki í anda ,,kerfisins“. Þó hefði verið fallist á það að lokum að fylgja þeirri reglu, að bjóða verkið út. Sagði Guðbjörn að með sjálfboðavinnu væri hægt að nýta mun betur það fjármagn sem fyrir hendi er. Guðmundur Ingólfsson, en hann á sæti í bæjarráði, sagði að áður en fram- kvæmdir við vallarsvæðið hæfust, þyrfti að mæla fyr- ir stofnbraut sem á að koma fyrir innan svæðið. „Þó má búast við að verk- ið, eða hluti þess, verði boðið út innan skamms. Hvað sjálfboðavinnu varð- ar, er allt óskipulagt enn- þá. Það þarf t.d. að finna út hvar slík vinna getur komið inn í smíðina,“ sagði Guðmundur. ss

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.