Vestfirska fréttablaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 1
Afgreiðslan á ísafjarðarflugvelli, Sími 3400 Afgreiðslan Aðalstræti 24, sími 3410 FLUCFÉLAG LOFTLEIDIR /SLANDS Vöruúrval á ÚTSÖLUNNI. HEFST Á FÖSTUDAG! Verslunin Isafiröi sími 3507 Byggingar- iðnaðurinn á ísafirði: Nauðsynlegt að bæta iðnfræðslu, og koma á samvinnu milli verktaka og iðnskóla. >••••••••••••••«••••••••••• í einu. Það má jafnvel búast við því að engin fyrirtæki fáist til að bjóða í sum þeirra verk- efna, sem áformað er að bjóða út fyrir veturinn, ein- faldlega vegna þess að hörg- ull er á iðnaðarmönnum. öldugangur í bygging- ariðnaði Mér hefur verið tjáð að á undanförnum árum hafi skiptst á útþensla og sam- dráttur í byggingariðnaði á ísafirði. Um og fyrir 1970 hafi nokkuð mikið verið byggt, síðan hafi komið u.þ.b. 5 ára lægð, eða þar til byrjað var að byggja í Holtahverfinu. Þegar yfirstandandi gróskutímabil er um garð gengið, má búast við nýj- um öldudal. Hvaða áhrif skyldi nú slíkur öldugang- ur hafa á atvinnulíf og búsetu á staðnum? Væri ekki hægt að skipuleggja Framhald i 2. sfðu Vlð komuna tll Isafjarðar. ERNIR HF. FA AZTEC VÉL Sl. föstudag kom til heimavallar á ísafirði, Piper Aztec flugvél, sem Flugfélagið Ernir hf., hef- ur keypt. Vélin getur flutt firnm farþega, með eðlilegan farangur. Hún er búin mjög fullkomn- um blindflugstækjum. Aztec vélin er hraðfleyg, og hentar vel til sjúkra- flugs. Bandarískur ferjuflug- maður, Gus Bullock, flaug vélinni til landsins, frá Massachussets í Bandaríkjunum, í þrem- ur áföngum. Mun hann fljúga Helio Courier véí Flugfélagsins Ernir utan aftur til Bandaríkjanna, en þar verður hún seld. Um þessar mundir er mikil þensla í byggingariðnaði á fsafirði, sennilega meiri en nokkurn tíma áður. í Holta- hverfi er fjöldi einbýlishúsa, raðhús og fjölbýlishús í smfð- um, unnið er við nokkur hús á Eyrarsvæðinu og eins í Hnífs- dal. Á vegum opinberra aðila eru nokkur stór verkefni, s.s. sjúkrahús og heilsugæslu- stöð, íbúðir fyrir aldraða, við- bygging slökkvistöðvar, kennsluhúsnæði fyrir Menntaskólann og verndun gamalla húsa. Auk þess er fyrirhugað að ráðast í bygg- ingu fþróttavallarhúss, fjöl- býlishúss og raðhúsa í Hnífs- dal, dagheimilis, leikskóla og vöruhúss. Innan skamms á að setja varanlegt slitlagi á nokkrar götur f bænum, og heyrst hefur að Hótel fsafjörð- ur hyggi á áframhaldandi framkvæmdir fyrir veturinn. Það er ekkert vafamál, að nauðsynlegt er að Ijúka flest- um ofantalinna framkvæmda, ef ekki á að eiga sér stað stöðnun á flestum sviðum. Spurningin er hins vegar sú, hvort ekki sé í of mikið ráðist á ábyrgð stjórn- Minna valda Fundur Félags fiskvinnslustööva á Vest- fjöröum, haldinn á ísafirði 16. ágúst sl. sam- þykkti eftirfarandi ályktun. Síðustu mánuði hafa frystihúsin á Vestfjörðum verið rekin með vaxandi reksturshalla. Kostnaðar- liðir fiskvinnslunnar hafa á þessu tímabili hækkað langt umfram hækkun söluverðs afurðanna og fyr- irsjáanlegar eru stórfelldar kostnaðarhækkanir á næstu vikum. Þessi fyrirtæki hafa ekki safnað sjóðum á undan- förnum árum og eru því ófær um að halda áfram taprekstri. Einnig liggur fyrir, að ekki fæst lánsfé til aukinna rekstrarútgjalda, sem gæti um tíma frestað stöðvun, og hlýtur rekstur- inn því að stöðvast sjálf- krafa mjög fljótlega. Slíkt ástand er nú þegar komið hjá nokkrum fyrirtækjum. A Vestfjörðum eru frystihúsin burðarásinn í atvinnulífinu í hverju byggðarlagi og því hrein vá fyrir dyrum, þegar þau stöðvast. Fundur frystihúseigenda á Vestfjörðum vill því mjög alvarlega minna á þá ábyrgð, sem á stjórnvöld- um hvílir og treystir því, að þau takist á við þann efnahagsvanda, sem nú blasir við, svo að forðað verði almennu hruni í fisk- iðnaðinum, sem myndi leiða af sér almennt at- vinnuleysi um allt land.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.