Vestfirska fréttablaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 4
4______________________________________ ' Þar sem ég hef ákveðið að loka verslun minni — HÆTTA AÐ VERSLA býð ég hér með tii sölu verslunarvörur, sem eftir kunna að verða, þegar sala birgða fer fram. Lysthafendur snúi sér til undirritaðs ÁKI EGGERTSSON SÚÐAVÍK - ÚTBOB OLIUFÉLÖGIN ÓSKA EFTIR TIL- BOÐUM í BYGGINGU BENSÍN- STÖÐVAR Á ÍSAFIRÐI. Útboðsgagna má vitja á Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, Ingólfsstræti 5, Reykjavík eða á Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen hf., Fjarðarstræti 11, ísafirði, gegn 20.000 króna skilatrygg- ingu. Tilboð skulu hafa borist 13. sept- ember. Fyrir hönd Olíufélaganna, Ingimundur Sveinsson. ÍsaflatðarkaopsMur ÚIB(H) Framkvæmdanefnd leiguíbúða á ísa- firði óskar eftir tilboðum í byggingu þriggja raðhúsa í Hnífsdal. Útboðsgagna má vitja til Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, Ingólfsstræti 5, Reykjavík eða Bæjarskrifstofunnar á fsafirði, gegn 20.000 króna skila- tryggingu. Tilboð skuiu hafa borist 11. september. FRAMKVÆMDANEFND LEIGUÍBÚÐA Símakönnun Vestfirska fréttablaðsins: Mjólkin súr og umbúðirnar leka „Mjólkin geymist illa, hún súrnar svo fljótt.“ ,,Ég fékk einu sinni sex potta súra, sem ég varð að skila." „Umbúðirnar leka oft.“ Þetta voru orð þriggja mjólkurneytenda, sem blaðam. hringdi í fyrir helg- ina. Valin voru 20 símanúmer á ísafirði af handahófi, og voru þeir sem svöruðu, spurðir þriggja spurninga: „Hvernig líkar þér ísfirska mjólkin?" Hvað finnst þér um umbúðirnar?" „Hvernig finn- ast þér aðrar mjólkurvörur?" Flestum, eða 16, fannst mjólkurumbúðirnar lélegar. Þeir sögðu þær leka, og sum- ir töldu einnig að mjólkin geymdist illa í þeim. Þrír voru ánægðir með umbúðirnar og einn vildi ekki tjá sig um mál- ið. Fjórtán voru óánægðir með mjólkina, sögðu hana geymast illa. Einn sagði: „Hún þolir ekki geymslu yfir helgi, því hún er orðin gallsúr á sunnudegi.“ Og annar: „Mjólkin að sunn- an og norðan er mun betri.“ Fimm viðmælenda fannst mjólkin góð. Flestir þeirra neyttu hennar lítið. Ein kona sagði: „Mjólkin er ágæt. Ég nota hana að vísu bara út í kaffi.“ Allir, nema einn, voru sammála um að skyrið væri gott, en 7 af 8 sem minntust á rjóman, fannst hann súrna á sama hátt og mjólkin. „Rjóminn er yfir- leitt súrt og það er oft ekki hægt að þeyta hann,“ sagði ein konan. Er ofanrituð ummæli voru lögð fyrir Pétur Sig- urðsson, mjólkurbússtjóra hjá Mjólkursamlagi ísfirð- inga, og hann spurður m.a. um ástæðuna fyrir litlu geymsluþoli ísfirskrar mjólkur, sagði hann: „Mjólkin geymist illa fyrst og fremst vegna lé- legrar kælingar hjá bænd- um. Auk þess eru flutn- ingserfiðleikar hér á svæð- inu, sem ekki þekkjast ann- ars staðar. Kælitækni hjá bændum er hér langt á eftir því sem gerist víða í öðrum landshlutum. Best væri að kæla mjólkina í sérstökum tönkum, sem komið yrði fyrir hjá bænd- um og mjólkin síðan flutt í tankbíl á milli.“ Hvað umbúðirnar varð- ar, þá sagði Pétur að ekki hafi komið til tals að breyta þeim. „Um helm- ingur allra mjólkursam- laga á landinu nota sömu umbúðir og við. Það er meiri ástæða til að bæta mjólkina sjálfa, eða að fá sérstakt rjómagerilsneyð- ingartæki.“ ss f \ Grunnur fyrir Mennta- skólann: f síðustu viku hófust framkvæmdir við grunn kennsluhúsnæðis fyrir Menntaskólann á ísafirði. Að sögn Jóns B. Hanni- balssonar skólameistara, er hér eingöngu um jarð- vegsskipti að ræða. Kofri hf. sér um verkið. Þess má geta að þetta eru fyrstu framkvæmdir við Mennta- skólann íheil þrjú ár. ss Einar K. Guðfinnsson, háskólanemi, Bolungarvík: .......og barist Hvað veldur því að ungt fólk úr þremur íslenskum stjórnmálaflokkum ákveður að safnast saman á Lækjar- torgi — í hjarta Reykjavíkur til þess að mótmæla innrás Sovétríkjanna í Tékkósló- vakíu? Hvað er það sem ger- ir það að verkum að fólk dreif að á fundinn til þess að sýna samstöðu með því unga fólki, sem þarna mótmælti yfirgangi hinna heimsvalda- sinnuðu Sovétmanna? Hvort tveggja eru þetta spurningar sem vaknað hafa með mönnum eftir þann á- gæta útifund sem samtökin „lýðræðissinnuð æska“ efndu til á Lækjartorgi, 21. ágúst síðast liðinn, þegar tíu ár voru liðin frá því að frelsis- von tékknesku þjóðarinnar var drekkt í blóði saklauss fólks. Óneitanlega varð maður var við að fólk segði sem svo: Hvað eiga þessi ósköp að þýða? Er hér ekki um löngu liðinn atburð að ræða og væri ekki nær að taka sig saman um að ráða bót á ófremdarástandinu á ís- landi, í stað þess að þenja sig Einar Kristlnn Guðfinnsson um mál sem okkur koma ekkert við? Þessum spurningum eða ábendingum er aðeins hægt að svara á einn hátt. Nei. Okkur bar að mótmæla. Okkur kemur við hvort með- bræður okkar þjást. Það er aðeins einn heimur og við erum íbúar hans, eins og Baháíar segja réttilega. Fórnarlömb kommún- ista og nasista Tíu ár eru liðin frá því að innrásin í Tékkóslóvakíu var gerð. Tíu ár eru ekki langur tími. Síst í ævi þjóðar. En öll erum við gleymin og á ekki lengri tíma, skolast margt til, sem við þyrftum þó að muna. Þó skammt sé um liðið eru hinir sorglegu at- burðir því miður farnir að fyrnast í hugum alltof margra. Heil kynslóð fer brátt að vaxa úr grasi, sem ekki var komin til vits né ára þegar Tékkar og Slóvakar töpuðu frelsi sínu. Það er því þörf á áminningu. Undirritaður minnist vel þeirra vikna og mánaða, þegar tilraun var gerð í Tékkóslóvakíu til þess að losna undan oki erlends stór- veldis. Menn fylgdust spenntir með og umræður voru miklar um hvort til- raunin tækist. Raunar hefur Tékkóslóvakía nokkra sér- stöðu meðal þjóðanna. Varla hefur nokkurt ríki gengið í , gegn um þvílíkar eldskírnir. Við minnumst þess er Hitler rauf nýgerðan Múnchensátt- mála og hertók Tékkóslóvak- íu árið 1938. Stalín virti að vettugi úrslit kosninga 1948 og setti hundtrygga leppa sína í valdastólana. Allt frá þeim árum hafði Tékkóslóv- akía verið sem á milli steins og sleggju.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.