Vestfirska fréttablaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 30.08.1978, Blaðsíða 9
.fÍf'ÝA t^tellaMaóió. Nýjar plötur IAN DURY—New Boots And Panties BOSTON— Nýja BOB SEGER—Ný FM—Ýmsir COMMODORES—Ný BOB WELCH—Frence Kiss BONNY TYLER JACKSON BROWNE—Running on Empty Athugið! Þetta eru topp plöturnar Þetta er lítið brot beggja vegna hafsins. af öllu úrvalinu. Komið og lítið á jassinn hjá okkur. Verslunin Kjnrtnn R. Guðmundsson ísafirði - Sími 3507 <D — Ósekkjuðu sementi landað á ísafirði Steypustöð Vesttaks hf. tók til starfa árið 1975. Ári síðar rættist úr erfiðleik- um, sem lengi höfðu verið á því að útvega gott malar- efni í steinsteypu, með því að Vesttak beitti sér fyrir því að dælt var upp möl af sjávarbotni. Síðan hefur steinsteypa eingöngu verið framleidd úr slíku efni, og hefur samtals um 30.000 rúmmetrum verið dælt upp í landi kaupstaðarins fyrir steypustöðina. Nú hefur eins og fyrr var sagt verið byggður geymir, sem rúmar 900 lestir af sementi, fyrir steypustöð- ina. Með tilkomu geymis- ins, skapast aðstaða til þess að flytja hingað ósekkjað sement og dæla því beint frá skipi og í hann. Næst þar með mun meiri hag- kvæmni í flutningi sem- entsins, auk þess sem veru- legur vinnu og efnissparn- aður er af því að losna við umbúðirnar. Gat Jón þess í ræðu sinni, að til dæmis spöruðust um þrjár millj. króna í sementspokum ein- um, miðað við árs fram- leiðslu stöðvarinnar, þótt ekki væri reiknað með launum við að sekkja sem- entið, eða losa pokana. í ræðu sinni flutti Jón ísafjarðarkanpstaOnr fJTBOV ísafjarðarkaupstaður óskar eftir til- boðum í gerð undirstaða fyrir íþrótta- vallarhús við íþróttavöllinn á Torfnesi. Utboðsgögn verða afhent á Tækni- deild ísafjarðarkaupstaðar gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tílboðum skal skilað á Tæknideild ísafjarðarkaupstaðar fyrir mánudaginn 4. september n.k. kl. 14.00 og verða þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðend- um er mættir verða. ísafirði, 16. ágúst 1978. Byggingarfulltrúi þakkir ýmsum aðilum, sem hann sagði>að hefðu gert kleift að ná þessum áfanga, og nefndi hann m.a. Utibú Útvegsbankans á ísafirði, Sementsverksmiðju ríkis- ins, bæjaryfirvöld á ísa- firði, dugmikla starfsmenn Vesttaks hf. og fleiri. Á árinu 1977 framleiddi steypustöðin um 8.000 rúmm. af steinsteypu, þrátt fyrir stuttan fram- kvæmdatíma, en að sögn Jóns, þá er hún nær verk- efnalaus í um sex mánuði á 'ári. Launagreiðslur til starfsmanna fyrirtækisins námu á árinu 1977 tæp- lega 65 millj. krónum og opinber gjöld Vegna starf- seminnar voru það ár nærri 45 millj. króna, en þar af voru 35 millj. kr. í söluskatt. f stuttu samtali blaðsins og Jóns Þórðarsonar, lögð- um við fyrir hann nokkrar spurningar um verktaka- starfsemi og byggingar á fsafirði á undanförnum árum. Jón byggði á árun- um 1968 til 1970, raðhús við Urðarveg, 10 að tölu. Hann byggði heimavistar- hús Menntaskólans á ísa- firði, en bygging þess hófst árið 1971. Við fyrri áfanga þeirrar byggingar var í fyrsta sinni unnin að ein- hverju marki útivinna við mótauppslátt og steypu, að vetri til hér á Isafirði. Jón hefur haft á sínum snærum margar aðrar byggingar, sem of langt mál yrði hér upp að telja. Síðustu þrjú árin hefur Jón þó aðallega beitt sér að uppbyggingu steypu- stöðvarinnar, en hefur haft hægara um sig í verktaka- starfseminni og lítið byggt til sölu á eigin vegum. Við spurðum Jón hvers vegna þróunin hefði orðið sú. „Það er ekki hægt að gera allt í einu”, sagði Jón. „Steypustöð er svo mikil- vægt atriði í byggingariðn- aði, að ég kaus að snúa mér að uppbyggingu hennar, sem höfuðverk- efni.“ 9 Jón kvað margar ástæð- ur liggja að því, að sjálf- stæðir byggingaraðilar ættu sér erfitt uppdráttar hér á svæðinu. Til þess að framleiða fjölbýlishús til sölu, þyrfti tækjabúnað, sem þeir réðu ekki yfir, til dæmis fullkomnari steypu- mót. „Nú orðið þarf að geta steypt um tuttugu lengdarmetra af veggjum daglega í slíkum bygging- um, til þess að geta selt íbúðir á sambærilegu verði við það, sem gerist annars- staðar,“ sagði Jón. „Það er ekki á færi fyrirtækja hér, að afla sér slíkra tækja, nema með stóraukinni fyr- irgreiðslu lánastofnana og varla leggjandi út í slíka fjárfestingu, nema hafa trygga sölu á c.a. tuttugu íbúðum árlega.“ Nú hefur það oft skeð, að byggingarverktakar frá öðrum landshlutum hafa komið hér og tekið að sér stór verk fyrir opinbera að- ila. Við spurðum Jón, hverjum augum vestfirskir verktakar litu slíkt. „Ef verk eru boðin út á almennum markaði, þá er ekkert út á það að setja. Hins vegar ber opinberum aðilum og fyrirtækjum hér á staðnum siðferóileg skylda til þess, að leita til verktaka hér á svæðinu, áður en aðrir eru fengnir til að vinna verk á þeirra vegum.“ ás. Fasteignii; TIL SÖLU Engjavegur 25, neðri hæð, 82 ferm. 3 herb. íbúð í tví- býlishúsi. íbúðin er snyrti- leg og í góðustandi. Laus til afnota um áramót eða jafnvel fyrr eftir samkomu- lagi. Heiðarbrún 1, Bolungarvík, glæsilegt einbýlishús. Steyptur kjallari, hæðin er einingahús frá Siglufirði. Fallegt útsýni. Laus til af- nota strax. Mánagata 2b, (áður Ljós- myndastofa Isafjarðar) 56 ferm. húsnæði á hentugum stað í bænum. Hentugttil verslunar eða smáiðnaðar. Stekkjargata 4, lítið ein- býlishús á tveimur hæðum, 3 herb. og eldhús. Laust til afnota með skömmum fyrirvara. 8 tonna vélbátur, byggður 1954, í góðu standi með 88,5 ha. Listervél frá 1974. Meðfylgjandi er tal- stöð, dýptarmælir, 3 raf- magnsrúllur ásamt raf- geymum og línuspili. Laus til afnota strax. Á söluskrá vantar allar gerðirfasteigna. Tryggvi Guðmundsson, LÖGFRÆÐINGUR Hafnarstræti 1, sími 3940 og 3702 ísafirði ÚTSALA - ÚTSALA Stór útsala á fatnaði, vefnaðarvöru og leikföngum verður haldin í verslun vorri á Suðureyri (2. hæð) dagana 31/8 og 1/9 n.k. Opið verður frá kl. 13 - 21 báða dagana. Kaupfélag ísfirðinga VELAÞETTINGAR FYRIRLIGGJANDI: VÉLAÞÉTTINGAR AF FLESTUM TEGUNDUM OG STÆRÐUM. VELSMIÐJAN ÞOR HF.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.