Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 1
Afgreiðslan á ísafjarðarflugvelli, Sími 3400 Afgreiðslan Aðalstræti 24, sími 3410 flucfélac LOFTLEIDIR /SLAJVDS Útsölunni lauk í vikunni Nýju vörurnar teknar upp á morgun Verslunin Isafiröi sími 3507 Fjórðungsþing Vestfirðinga 1978 Landbúnaður og iðnaður aðalmál þingsins — Ólafur Kristjánsson kjörinn formaður stjórnar Landbúnaður og iðnaður voru að- almál Fjórðungsþingsins sem stóð yfir í Króksfjarðarnesi dagana annan og þriðja sept. sl. Gerðar voru og- ályktanir um mörg önnur mál sem varða Vestfirðinga og aðra íbúa dreifbýlisins, svo sem um samgöngur og vegamál, um athuganir á selveiði, um hagnýtingu fuglabjarga, um fjárhagsvanda vestfirskra hafnarsjóða, samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum um eyðingu minnka og refa, um Flugfélagið Ernir, sjónvarp á Vestfjörðum, fjarskipta- þjónustu, fiskeldi og fleira. Ólafur Kristjánsson Barðastrandarsýslu. „Að sjálfsögðu verður að gera þá kröfu, eins og verið hefur, sagði Jóhann, ,,að fólk hafi möguleika á að ná símasambandi hve- nær sem er sólarhringsins. Fyrr verður ekki nauðsyn- legum öryggiskröfum full- nægt.“ Athugun og leiðrétting á gjaldskrá Um gjaldskrána sagði Jóhann að grundvöllur hennar væri gamall, og þörf á að breyta ýmsum grundvallaratriðum. Ö- launaður §tarfshópur hefur unnið úr gögnum sem fengust hjá Pósti og síma, að athugunum á gjald- skránni. I fyrsta áfanga var gerður samanburður á greiðslubyrði símnotenda á Reykjavíkursvæðinu ann- ars vegar, og á ýmsum þettbýlisstöðum á lands- byggðinni hins vegar. Nið- urstaðaathugunarinnar, sem náði aðeins til einnar inn- heimtu, var síðan lögð fyr- Framhald á 2. afðu Framkvæmdir viö Bolungarvíkurhöfn Vísitala framfærslukostnaðar Þingið taldi nauðsyn til bera að endurskoða hið fyrsta grundvöll þann, sem útreikningur vísitölu fram- færslukostnaðar er nú byggður á, þar eð hann sé ekki lengur réttur mæli- kvarði á núverandi neyslu- venjur og neyslumagn. Taldi þingið eðlilegt að hinn nýji grundvöllur framfærsluvísitölunnar verði þannig gerður, að í hvert sinn, sem framfærsluvísi- talan er reiknuð út, þá liggi fyrir annarsvegar vísi- tala fyrir Reykjavík og hinsvegar fyrir lands- byggðina. Póst og símaþjónusta í stórfróðlegri og greinar- góðri skýrslu framkvæmd- arstjóra Fjórðungssam- bandsins, Jóhanns T. Bjarnasonar, fjallaði hann meðal annars um Póst- og símaþjónustuna í landinu. Jóhann sagði m.a. „Það hefur varla verið haldið svo fjórðungsþing, að síma- málin hafi ekki borið á góma. Sér í lagi sjálf þjón- ustan, - það er, þjónustu- tíminn, gæði talsambands- ins o.s.frv., og hins vegar Jóhann T. Bjarnason gjaldskrárhliðin, þ.e. hve mikið þarf að greiða fyrir þjónustuna. Þetta mál hef- ur líka tíðum verið á dag- skrá, þegar formenn og framkvæmdastjórar lands- hlutasamtakanna hafa komið saman til funda.“ Jóhann sagði, að ef litið væri á.þessi mál af sanngirni þá yrði að viðurkenna, að mjög mikil uppbygging hafi staðið yfir hjá Póst og síma áundanförnumárum. Taldi hann þar töluvert hafa áunnist, en þó eru enn stór svæði, þar sem fólk verður að láta sér nægja hinn afmarkaða af- greiðslutíma nærliggjandi símstöðva, t.d. í Stranda- sýslu og Austur- í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir við höfnina í Bolungarvík. Hákur dældi upp 15. þús. rúmm. af sandi og ráðgert er að dýpkunarskipið Grettir dæli upp svipuðu magni. Efni í 50 metra stálþilskant er nú komið á staðinn, en kanturinn á að koma á svokallaðan Grundagarð. Er ætlunin að loðnulönd- un færist þangað þegar þessi viðlegu- og löndunar- kantur verður tekinn í notkun. Upphaflega var áætlað að ljúka þessu verki á ári, að sögn Guðmundar Krist- jánssonar bæjarstjóra. Fjármagn til ráðstöfunar á þessu ári er kr. 100 millj., en verkið mun kosta kr. 140 millj., þannig að við- búið er að framkvæmdir dragist fram á næsta ár. ss

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.