Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Page 2

Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Page 2
2 Utgefandi og abyrgðarmaöur: Árni Sigurðsson Blaðamaður: Stefán Jóhann Stefánsson Prentun: Prentstofan ísrún hf., Isafirði í dag er efni Vestfirska fréttablaðsins að verulegu leyti helgað Fjórðungsþingi Vestfirðinga, sem haldið var í Króksfjarð- arnesi 2. og 3. sept. sl. Umræður og ályktanir Fjórðungsþings spegla að veru- legu leyti skoðanir og viðhorf vestfirskra sveitarstjórnarmanna til hinna ýmsu framfaramála, sem barist er fyrir í þessum landshluta. Einnig er þar hvað Ijósast að greina hin ýmsu vandamál, sem eru einkennandi fyrir Vestfirði og þá jafnvel einnig aðra dreifbýla landshluta. Eitt af því sem á góma bar að þessu sinni, var svokallaður auðlindaskattur. Kristján Friðriksson, iðnrekandi hefur á undanförnum árum kynnt hugmyndir sín- ar um þennan skatt, sem hann vill að lagður verði á útgerðina, í því formi, að greitt verði fyrir leyfi til fiskveiða.Veiðileyfi verði seld á uppboði, og verði takmörkuð við 40 þúsund tonna veiðiflota. Telur Kristján, að með þessu móti verði hægt að ná meiri hagkvæmni í útgerð. Draga úr sókn, og ná upp meiri afla á hverja sóknareiningu. Samkvæmt tillögum Krist- jáns yrðu þá veiðarnar takmarkaðar á ýmsan annan hátt en með því að tak- marka fjölda fiskiskipa. Til dæmis er í hugmyndum hans gert ráð fyrir að tog- veiðar verði alfarið bannaðar á svæðinu frá Straumnesi og austur um, að Eystra- Horni. Nú er það kannske ekki óeðlilegt, að menn, sem framleiða fatnað, eða kannski smjörlíki, suður í Reykjavík vilji bæta sinn Auðlindaskattur — Undarleg skammsýni efnahagsspekúlanta hag. Ég fæ þó ekki séð, að rétt sé, að það gerist á kostnað þeirra aðila, sem stunda hina hefðbundnu undirstöðuatvinnuvegi, útgerð og fiskvinnslu.Fyrir okkur Vestfirð- inga er það einmitt það, sem gerast myndi, ef auðlindaskatturinn yrði að veruleika. Skipastóll okkar er það vel nýttur við fiskveiðarnar, og árangur veið- anna svo góður, að framkvæmd þessa skipulags, sem Kristján Friðriksson boðar myndi einungis hafa það í för með sér, að afli Vestfirðinga myndi dragast saman, og aukinn kostnaður legðist á útgerðina. Það er undarleg skammsýni efnahags- spekúlanta að á meðan útgerðin er ríkis- styrkt í nágrannalöndunum,. hjá helstu keppinautum okkar á fisksölumörkuðum þeim er okkur hafa reynst traustastir, og á sama tíma og Bandaríkjamenn eru að gera stórt átak í að þróa fiskveiðar sínar, sem óhjákvæmilega mun hafa það í för með sér, að erfiðara verður um sölu á íslenskum fiskafurðum á markaði þar í landi, að þá skuli rísa hugmyndir um að þrengja kosti þeirra aðila hér á landi, sem þennan atvinnurekstur stunda. Ég fæ ekki séð, svo dæmi sé tekið, að það myndi auka neitt arðsemi útgerðar- innar á Vestfjörðum, ef Guðbjörginni, Gylli og Bessa yrði lagt, Ásgeir, Grétar og Jóhann færu að vinna á Vefstofu Guð- rúnar en á aðra togara okkar yrði lagður auðlindaskattur og þeir látnir greiða svo sem eins og einn milljarð fyrir það eitt að fá leyfi til að stunda togveiðar fyrir Suður- og Vesturlandi. Það er staðreynd sem ekki verður framhjá litið, að útgerð og fiskvinnsla eru þær framleiðslugreinar, sem að lang- mestu leyti standa undir gjaldeyrisöflun íslendinga. Það er einnig flestum Ijóst, að það er engan veginn æskilegt að byggja svo til eingöngu á þessum frumgreinum. Innlendan iðnað annan en fiskiðnað þarf vissulega að efla. En það má engan veginn gerast á kostnað útgerðar og fiskvinnslu. Erfiðleikar eru þar nógir framundan. SKEMMTILEGT OG LIFANDI AUKASTARF — GÓÐ VINNUAÐSTAÐA VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ ÓSKAR AÐ RÁÐA KARL EÐA KONU TIL FRÉTTASKRIFA Um er að ræða V* úr starfi. Vinnutími og vinnutilhögun eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Árni Sigurðsson í síma 3223 og 3100 Bolvíkingar Gjalddagar eftirstöðva útsvara og aðstöðugjalda eru 1. ágúst, 1. sept- ember, 1. október, 1. nóvember og 1. desember. Þeir sem eigi hafa gert skil að gjald- föllnum greiðslum til Bæjarsjóðs Bol- ungarvíkur eru hvattir til að gera það sem fyrst. Lögtaksúrskurður fyrir gjöldum þessum var uppkveðinn 30. ágúst síð- ast liðinn. Bolungarvík 4. september 1978 Bæjargjaldkeri. V O— Landbúnaður og ir gjaldskrárnefnd símans og Halldór E. Sigurðsson, ráðherra Pósts og síma. Ut úr þessari athugun kom það, að við næstu gjald- skrárbreytingu var varið 100 millj. króna, til þess að jafna greiðslubyrði milli landshluta, miðað við Reykjavíkursvæðið. Kom sú breyting m.a. fram í því, að mjög umtalsverð lækkun varð á símtölum milli ísafjarðar, Súðavíkur, Bolungarvíkur, Suðureyr- ar, Flateyrar og Þingeyrar, og einnig milli Patreks- fjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals. Sagði Jóhann að áfram yrði haldið að vinna úr gögnum, til á- framhaldandi sóknar í þá átt að fá frekari lagfæring- ar á gjaldskrá símans. Um þetta sagði Jóhann að lokum: „ég held að á mun byggjast á, eru harla fróðlegar og munu leiða í ljós, að það sem haldið hefur verið fram um mis- jafnan greiðsluþunga af símaþjónustunni eftir landshlutum hefur síður en svo verið ýkt. Vænti ég þess að stjórnendur sima- þjónustunnar geti tekið undir það með okkur hin- um, þar á meðal nýr síma- málaráðherra, en á skiln- þessu stigi málsins, sé hægt að fullyrða, að tölur þær, sem málflutningur okkar Stjórnarkjör ingi hans mun velta mikið í þessu máli.“ Formaður stjórnar Fjórðungssambands Vest- firðinga var kjörinn Ólafur Kristjánsson, Bolungarvík. Aðrir í stjórn voru kjörnir þeir Guðmundur H. Ing- ólfsson, Isafirði, Gunnar R. Pétursson, Patreksfirði, Karl E. Loftsson, Hólma- vík og Þórður Jónsson, Látrum. Á blaðsíðu 8 verð- ur gripið niður í kafla úr skýrslu Jóhanns T. Bjarna- sonar, og birtar nokkrar af ályktunum Fjórðungs- þingsins.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.