Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Page 7

Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Page 7
Aðalfundur Vestfirskra náttúruverndarsamtaka Frá Krossnesi í Árneshreppi. Aðalfundur Vestfirskra náttúruverndarsamtaka var haldinn dagana 2. og 3. sept. að Laugarhóli í Bjarnarfirði. Fundarstörf voru fyrri daginn. Auk venjulegra aðalfundarstarfa fluttu á- vörp og erindi á fundinum þeir Haukur Hafstað, frkvstj. Landverndar, Vil- hjálmur Lúðviksson, stjórnarformaður Þörunga- vinnslunnar á Reykhólum, en hann var fulltrúi Nátt- úruverndarráðs og Leifur A. Símonarson, jarðfræð- ingur, sem var aðalræðu- maður fundarins. Fjallaði erindi Leifs um Jarðfræði Hornstranda og Jökulfjarða. Erindi hans var hið fróð- legasta og gaf tilefni til mikilla umræðna og fyrir- spurna. Á sunnudag, 3 sept. var ekið norður Strandasýslu, í Norðurfjörð og Ingólfsfjörð Ferðalangur nutu þar leið- sagnar Leifs A. Simonar- sonar og Torfa Guðbrands- sonar, skólastjóra á Finn- bogastöðum í Árneshreppi. Fræddi Leifur menn um jarðfræðileg fyrirbæri á leiðinni svo og jarðsögu svæðisins, en TorFi lýsti sögu og mannlífi þessara nyrstu byggða Stranda- sýslu. Athygli vakti hin mikla uppbygging í búskapahátt- um Árneshreppinga og stakk hún mjög í stúf við rústir gömlu síldarverk- smiðjanna, sem minna á áhrifamikinn þátt í at- vinnusögu þessa héraðs. 5. Aðalfundur V.N. 1978 skorar á bæjar- og sveitarstjórnir á Vestfjörðum að skapa aðstöðu til losunar á olíu sorpi og öðr- um úrgangi úr skipum í höfnum landsins í samráði við siglinga- málastofnun ríkisins. Fundurinn leggur til að Sigl- ingamálastofnun rfkisins láti gera veggspjald í skip og báta þar sem minnt er á hversu al- varlegar afleiðingar losun úr- gangsefna í sjó getur haft í för með sér. Þá heitir fundurinn á sjó- menn að taka höndum saman um bætta aðstöðu varðandi meðferð sorps og annarra úr- gangsefna úr skipum. — ★ — Ályktun aðalfundar 1. Aðalfundur V.N. 1978 hvetur sveitarfélög á Vestfjörðum til þess að beita sér fyrir stofnun Náttúrufræðistofu Vestfjarða, sem síðar, er fram liðu stundir, yrði, ásamt öðrum söfnum á Vestfjörðum, hluti af Safna- stofnun Vestfjarða. Verkefni stofnunnar verði m.a. að annast fræðslu og heimildasöfnun um náttúru fjórðungsins og að koma upp í því sambandi sýningarsafni náttúrugripa og að standa að farsýningum. Einnig verði að því stefnt að stofan geti annast náttúrurann- sóknir og unniðað náttúruvernd og skyldum verkefnum m.a. í þágu opinberra aðila. Við það ætti að miða að stofan komi að notum fyrir skóla á svæðinu og verði því einnig leitað samvinnu við forráðamenn þeirra um að koma henni á fót. 2. ~ * ~ Aðalfundur V.N. 1978 beinir þeirri eindregnu áskorun til Náttúruverndarráðs að það auki að miklum mun fræðslustarf- semi sína og færi hana inn í skóla landsins. Telur fundurinn heppilegt að senda fulltrúa til sem flestra skóla til að kynna náttúruverndarsjónarmið og umgengisvandamál og vekja á- huga æskufólks á verndun ó- spilltrar náttúru. Staldrað við í Ingólfsfirði. — ★ — 3. Aðalfundur V.N. 1978 telur nauðsynlegt að Veiðistjóri láti veiða villimink í eyðibyggðum jafnt sem setnum byggðum og ráði sjálfur til þess menn. Talið er að vfða í eyðibyggðum Vest- fjarða alist upp mergð minka í byggðum sem setnum byggð- um. — ★ — 4. Aðalfundur V.N. 1978 vekur athygli á þeirri hættu sem skap- ast af gáleysislegri meðferð skotvopna í byggðum sem ó- byggðum landsins. 6. Aðalfundur N.V. skorar á Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins að hraða gróðurkortagerð á Vestfjörðum og rannsaka beit- arþol í fjórðungnum, bæði á afrétt og í byggðum. Stjórn Vestfirskra náttúru- verndarsamtaka skipa nú: Lára G. Oddsdóttir, formaður Ásgeir Sigurðsson, Oddur Pétursson, Sigríður J. Ragnar, Sigrún Guðmundsdóttir. Gamli og nýi tíminn á Djúpuvik. friði fyrir veiðimönnum og leiti síðan inn á byggð svæði. Minkur veldur auðvitað sama tjóni á fuglalífi landsins í eyði- Fundurinn skorar á sýslu- menn fjórðungsins, að fram- fylgja lögum um meðferð skot- vopna og bendir á að óheimilt er að skjóta á veiðibráð úr hrað- bátum. Þá hvetur fundurinn almenn- ing til að gera yfirvöldum aðvart ef vitnast um misnotkun skot- vopna. VANTAR BARNFÓSTRU Fyrir tveggja ára dreng hálfan eða allan daginn helst á Fjarðarsvæðinu. Upplýsingar í síma 4241 eftir kl. 19:00 á kvöldin

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.