Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 9
t^téUaéiaów 9 is og örfáar ályktanir þingsins Úr skýrslu framkvæmdastjóra: Heppiiegt væri, ef hægt væri að stuðla að stærri og traustari rekstrareiningum Alyktun Fjórðungsþings um iðnað: Heitir á sveitarstjórnir að standa saman um að fullkomin skipasmíðastöð rísi IÐNAÐUR á Vestfjörðum er hitt aðalmál þessa þings. Iðnaði á Vestfjörðum má í stórum dráttum skipta í tvennt, annars vegar þjón- ustuiðnað og hins vegar fram- leiðsluiðnað. Upp til hópa má segja, að iðnaður á Vestfjörðum falli undir það, sem kallast mætti grófari vinna. Hins vegar virðist vanta mjög það, sem flokkast undir fínlegri iðnað, svo sem fataiðnað, húsgagnaframleiðslu o.s.frv. Vegna fábreytts atvinnufram- boðs á Vestfjörðum væri æskilegt að iðnaðurinn gæti tekið á móti fleira fólki til starfa, og hægt væri að fjölga starfsgreinum innan iðn- aðarins. Á sumum stöðum hefur orðið óæskileg þróun, til dæmis í byggingariðnaðinum, þar sem fleiri fást við þetta svið en æskilegt væri, eru fáliðaðir, og því van- megnugri en ella til að fást við stór verkefni þegar þau falla til, en það býður heim utanaðkomandi sam- keppni frá öðrum landshlutum, svo sem dæmi eru til. Á öðrum stöðum vantar slíka þjónustu nær alveg. Þar sem margir og fáliðaðir fást við verkefnin, verður reynslan sú, að tækjabúnaður er á sumum sviðum meiri en nauðsyn krefur á viðkomandi stað, en svo skortir aftur á móti tæki og vélar, sem full þörf væri fyrir, en einstakir aðilar hafa ekki bolmagn til að kaupa og eiga. Bent hefur verið á, að Byggðasjóður hafi þarna e.t.v. haft öfug áhrif á við það, sem æskilegt hefði verið, þ.e. að veita mörgum aðilum lán til kaupa á samskonar tækjum, að , nauðsynjalausu. Heppilegra væri, ef hægt væri að stuðla að stærri og traustari rekstr- areiningum, sem hefðu bolmagn til að eiga öll þau tæki, sem nauð- synleg eru, til að hægt væri að gæta allar hagsýni og ná fram nauðsynlegum afköstum. Segja má, að skipasmíðaiðnað- urinn á Vestjförðum sé í sérflokki innan iðnaðarins. Svo sem víðar á landinu á sá iðnaður við erfiðleika að etja. Þörf er á mikilli uppbygg- ingu á því sviði, og telja verður æskilegt að hann gæti staðið á breiðari 'grundvelli hvað fjármagn og eignaraðild áhrærir, Erfitt er að segja til um, hvernig best er að standa að þróun iðnað- armála á Vestfjörðum. Sumir kunna að segja, að eðlilegt sé að láta einstaklinga og félög um það, hvernig þau standa að rekstri sín- um. Að sjálfsögðu er þetta rétt, svo langt sem það nær, en hætt er við, að sá sjói.deildarhringur, sem eingungis nær til eigin pyngju og skattframtals, sé þrengri rammi en hentar samfélagi því, sem viðkom- andi á heima í, og þarfnast þjón- ustunnar. Það er min skoðun, aö brjóta þurfi til mergjar mál iðnaðarins á Vestfjörðum, og kannað, hvort hægt er að koma á breiðari grunn ýmiskonar starfsemi, sem nú er fyrir hendi, og hvort tiltækilegt er að auka þar við og bæta. Hver er rétti aðilinn til að annast þetta, getur verið álitamál. Ef til vilí gæti það verið samstarfsverkefni nokk- urra aðila. Á þessu þingi er vett- vangur til að ákveða, hvort Fjórð- ungssambandið gefur kost á að blanda sér, frekar en orðið er, í athugun á stöðu,. hag og þróun iðnaðarins á Vestfjörðum, ef það væri talið æskilegt, t.d. með því að efna til ráðstefnu fyrir þá, sem standa fyrir iðnaði hér. Hugsanlegt er að á slíkri ráðstefnu gætu kom- ið fram gagnlegar hugmyndir, eða þá staðfesting þess, að rnenn óski að þessi starfsemi hjakki áfram í því farinu, sem hún nú er í. Fjórðungsþing Vestfirðinga 1978 vill minna á þá alvarlegu staðreynd, að engin starfhæf dráttarbraut er nú innan Vest- fjarða, og algjört vandræðaá- stand er nú ríkjandi í þessum efnum. Öll fiskiskip ogi bátar verða að leita nú til ann- arra landshluta um þjónustu og þau atvinnufyrirtæki, sem byggt hafa starfsemi sína á þjónustu við fiskiskipastól Vestfirðinga eru nú lömuð vegna aðstöðu- leysis. Það starfsfólk, sem unn- ið hefur hjá þessum fyrirtækj- um, i iðnaði og annarri sérhæf- ingu leitar nú til annarra starfa í sífellt rfkari mæli þannig, að mjög erfitt verður að byggja þessa þjónustustarfsemi upp að nýju, ef ekki verður nú þegar mörkuð skýr stefna um upp- byggingu og framkvæmdir hafnar svo fljótt sem verða má. Fjórðungsþing 1978 sam- þykkir því, að skora á stjórnvöld að taka mál þessi til alvarlegrar umfjöllunar með það fyrir aug- um að endurreisa þessa mikils- verðu starfsgrein innan fjórð- ungsins. Þingið heitir á sveitar- stjórnir á Vestfjörðum að standa fast saman um þá kröfu að fullkomin skipasmiðastöð rísi á Isafirði og á þann hátt verði séð fyrir þörfum skipa- stóls Vestfirðinga. Þá telur þingið brýnt, að gerð verði heildarúttekt á stöðu iðn- aðar á Vestjförðum og felur stjórn F.V. að efna til ráðstefnu um iðnaðarmál. v V Ur skýrslu framkvæmdastjóra, lokaorð: Ályktun Fjórðungsþings um samgöngumál: Fólksfjölgun á Vestfjörð um hlutfallslega meiri en hjá þjóðinni í heild Enn skortir mikið á eðlileg samskipti innan og á milli svæða, svo og við aðra landshluta, samgöngulega séð Þrátt fyrir þetta (vísast til kafla um auðlindaskatt. Aths. V.fr.) vil ég í lok orða minna leyfa mér að vera bjartsýnn á framvindu mála á Vestfjörðum. Að vísu eru viðsjár í efnahagsmálum þjóðarinnar nú um sinn, og vafalítið verður ekki hjá því komist að stjórnvöld grípi til ráðstafana, sem koma til með að þrengja eitthvað af- komu þjóðfélagsþegnanna, í bili a.m.k. Við höfum losnað við er- lend veiðiskip af miðunum við Vestíirði, og það, ásamt friðunaraðgerðum, hlýtur að koma okkur til góða, svo framarlega sem auðlinda- skattur verður ekki látinn þrengja að fjárhag undir- stöðuatvinnuvegar Vestfirð- inga. Það gefur líka tilefni til bjartsýni, að atvinnufyrir- tæki á Vestjförðum, sem stunda fiksveiðar og fisk- vinnslu, standa að þvi er best verður séð, flest þetur fjár- hagslega en ætla má að sé í öðrum landshlutum, með nokkrum undantekningum. Margt bendir til að fisk- gengd sé þegar farin að auk- ast, m.a. hefur orðið vart fiskgengdar á innanverðum Húnaflóa, sem telja verður til nýlundar, þegar litið er yfir alllangt árabil. Fólks- fjölgun hefur orðið í heild meiri á Vestfjörðum á s.l. ári en um fjölda ára, og nú hlutfallslega meiri en hjá þjóðinni í heild. Einstakling- ar virðast ekki hika við að fjárfesta í íbúðarhúsnæði, samanber hin mikla bygg- ingaralda, sem nú gengur yf- ir á fsafirði og víðar. Stór- framkvæmdir standa yfir á opinberum vettvangi, svo sem í heilbrigðisþjónustu, dvalarheimilum, gatnagerð o.fl. O.O., að ótalinni upp- byggingunni í atvinnufyrir- tækjunum. Það sem mér finnst helst geta valdið áhyggjum í svip- Fjórðungsþing Vestfirðinga 1978, minnir á fyrri ályktanir þingsins í samgöngumálum og telur, að þrátt fyrir margvísleg- ar úrbætur í samgöngumálum skorti verulega á, að Vestfirð- ingar eigi samgöngulega séð eðlileg samskipti innan og milli svæða svo og við aðra lands- hluta. Skorar þingið á stjórn- völd að taka til endurskoðunar samgöngumál fjórðungsins í heild, og ftrekar að fullnægj- andi samgöngur sé eitt hið mik- ilvægasta til að tryggja búsetu og fólksfjölgun á Vestjförðum. Vegamál Þingið leggur áherslu á, að samgöngur innan svæða séu forsenda atvinnulegrar upp- byggingar og eðlilegra sam- skipta í félags- og menningar- málum á Vestfjörðum. inn er fólksfækkun í sveitun- um, og hve seint hefur geng- ið að mæta þeirri uppþygg- ingarþörf, sem þar er. Það verkefni er brýnt að leysa. Verulegt átak verður að gera til uppbyggingar vega innan svæða og þeir vegakaflar látnir ganga fyrir, sem helst teppast af snjóum og auðveldlega mætti laga á ódýran hátt. Þá verði ekki lengur við það unað að tenging norðursvæðis Vestfjarða við Strandasýslu um Steingrfms- fjarðarheiði dragist öllu lengur. Þá er sérstaklega bent á, að vegasamband sama svæðis við Framhald á 1 5, slðu Frá (safjarðarhöfn. /

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.