Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Side 10

Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Side 10
ÍÞRÓTTIR - SKÓLASTARF Fjölbreytt starfsemi - Lúðrasveit endurvakin Tónlistarskóli ísafjarðar er nú að hefja 31. starfsár sitt, og er verið að innrita nemendur þessa daga og á að ljúka næsta föstudag. Skólasetning hefur ekki verið ákveðin enn, en verð- ur auglýst síðar. Kennsla verður með lík- um hætti og undanfarin ár og flestir sömu kennarar. Þó hefur Gunnar Snorri Gunnarsson látið af störf- um og stundar háskóla- nám erlendis næsta vetur. Jakob Hallgrímsson, er áð- ur var kennari við skólann um þriggja ára skeið, kem- ur nú aftur að skólanum og annast fiðlukennsluna og fleiri námsgreinar. S.l. vetur, þegar þáverandi fiðlukennari varð í febrúar að láta af störfum, bjargaði sr. Gunnar Björnsson þeirri deild skólans með því að taka að sér flestalla fiðlunemendurna og ann- aðist það með mikilli prýði til vors. Þrem yngstu nem- endunum kenndi Kristinn Jóh. Níelsson. Sr. Gunnar er eins og allir vita einn af bestu sellóleikurum þessa lands og mun kenna áfram við skólann sellóleik o.fl., en óskaði að losna við fiðlukennsluna, en Krist- inn verður í vetur við nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þá verður Gilbert Darr- yl Wieland meiri hluta vetrarins í Bandaríkjunum að undirbúa doktorsvörn sína að vori. Hann kemur hingað um miðjan þennan mánuð og kennir gítar og klarínettleik við skólann um tveggja mánaða skeið, en kemur svo vonandi næsta haust og kennir vet- urinn 1979-1980. Má búast við mikilli aðsókn að þessu námskeiði. Bæjarbúar margir hafa saknað þess mikið að nú í nokkur ár hefur engin lúðrasveit starfað hér. Til að bæta úr þessu hefur skólinn ráðið hingað ung- an norskan mann Svein- Arve Hovland, til að kenna á lúðra og æfa lúðrasveit. Frá upphafi hefur að- sókn í píanóeild skólans verið góð. Nokkuð hefur á seinni árum fjölgað nem- endum í flautu og fiðluleik en það er ennþá ekki næg- ur skilningur á því hve t.d. fiðlan er yndislegt hljóð- færi. Nú þegar Jakob er kominn hingað aftur þá ætti að rætast úr því. Það er mjög takmarkað hve mörgum flautunemendum er hægt að bæta við, en þó líklega tveim í stað þeirra tveggja er fluttir eru úr bænum. Almenningur hefur heldur ekki áttað sig á hve Nemendur á strengjahljóðfæri undursamlegt hljóðfæri sellóið er og getur skólinn enn tekið á móti nokkrum sellónemendum. Skólinn veitir ennfrem- ur tilsögn í helstu tónfræði- greinum óg hljómsveit skólans mun starfa af full- um krafti sem áður. Það verður kennt víðs- vegar um baéinn í vetur svo sem hingað til, en með þeim gjöfum er skólanum bárust s.l. vor frá bæjarfé- lagi og einstaklingum má e.t.v. vonast til að þessi skóli- sem aðrir skólar- eignist von bráðar þak yfir starfsemi sína. Fréttatilkynning Vestfjaröamót í skák í Bolungarvík um næstu helgi Vestfjarðamót Skáksam- bands Vestfjarða 1978 verður haldið í Bolungar- vík um næstu helgi. Teflt verður í húsakynnum Grunnskólans, og hefst mótið kl. 20:00 á föstu- dagskvöldi. Teflt verður í þremur flokkum, þ.e. drengja- flokki, unglingaflokki og meistaraflokki, eða opnum flokki. Frestur til að skila þátttökutilkynningum rennur út í kvöld. Daði Guðmundsson í síma 7231 og Sæbjörn Guðfinnsson í síma 7304 taka við tilkynn- ingu um þátttöku. Sigurvegari í meistara- flokki á mótinu mun keppa í meistaraflokki á Skákþingi íslands og sigur- vegari í unglingaflokki mun einnig taka þátt í Skákþinginu fyrir hönd Skáksambands Vestfjarða. Júlíus Sigurjónsson og Haildór G. Einarsson að Tafli. Innan vébanda Skáksam- bands Vestfjarða eru margir sterkir skákmenn, sem þegar hafa tilkynnt þátttöku. Ásgeir Överby, Taflfé- lagi Isafjarðar, tók í ágúst s.l. þátt í alþjóðaskákmóti í Skein í Noregi, ásamt fjór- um öðrum íslenskum skák- mönnum. Fékk Ásgeir fimm vinninga af níu mögulegum og fékk hann verðlaun fyrir besta frammistöðu í sínum styrk- leikaflokki á mótinu. Unglingar úr Bolungar- vík tefldu fyrr í sumar við jafnaldra sína frá Kópa- vogi. Fyrst var teflt tvöföld umferð, og skildu Bolvík- ingar og Kopavogsbúar þá jafnir. Hlutu hvorir átta vinninga. Síðan tefldu unglingarnir hraðskák og unnu þá Bolvíkingar með 38 vinningum gegn 26. Þessir Bolvíkingar tefldu í tvöföldu umferðinni: Halldór G. Einarsson, Júl- íus Sigurjónsson, Benedikt Einarsson, Falur Þorkels- son, Rögnvaldur Guð- mundsson, Kristján Páls- son, Ólafur Jens Daðason og Benedikt Óskarsson.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.