Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 12
IÞROTTIR - SKOLASTARF Halldórsdóttir og Guð- finna Margrét Óskarsdótt- ir. Nýjir kennarar eru Hallur P. Jónsson og Jó- hanna Asgeirsdóttir og verða þau bæði í fullu starfi. Heiidarfjöldi kenn- ara við skólann er 16, þar af er um helmingur í skertu starfi, hálfu eða að tveimur þriðju. ss IBI Vestfjarðarmeistari í handbolta kvenna. Vestfjarðamót kvenna í handbolta var haldlð í Bol- ungarvík þ. 26. ágúst s.l. Aðeins tvö lið mættu til leiks, iBf og UMFB. Fóru leikar þannig að fsfirsku stúlkurnar unnu naum- lega, 8:7. Urðu þær þvi Vestfjarðameistarar. í ár. ss. Kennsla hafin í Iðnskóla ísafjarðar. Iðnskóli ísafjarðar var settur 7. september s.l. og hófst kennsla daginn eftir. Skráðir nemendur í vetur eru 108, en voru 138 í fyrra, sem var óvenju mik- ill fjöldi. Að sögn Valdim- ars Jónssonar skólastjóra má búast við nokkrum nemendum í viðbót, þ.e. þeim nemendum í Menntaskólanum sem velja sér valgrein í Iðn- skóla. f vélskóladeild mun 31 nemandi stunda nám, 42 verða í iðnnámi 17 í tækni- teiknun, í stýrimanna- deild eru skráðir 7 nem- endur og 11 í frumgreina- deildir Tækniskóla. Fastráðnir kennarar við skólann eru 6, en 9 stunda- kennarar. Þrír stunda- kennarar hafa bæst í hóp- inn frá í fyrra. Það eru þeir Jens Valdimarsson mat- vælatæknifræðingur, Einar Ingvarsson rafmagnstækni- fræðingur og Kristján Bjarni Guðmundsson raf- virkjameistari. Þá hefur Ó- lafur Theódórsson bygg- ingatæknifræðingur verið fastráðinn, en hann var áð- ur stundakennari. Til gamans má geta þess að stúlkur við skólann eru í miklum minnihluta. Þær eru alls 19, 17 í tækniteikn- un og 2 í iðnnámi. Fjöldi stúlknanna er þó svipaður og verið hefur á undan- förnum árum. ss Fiskihagfræði, ný námsgrein við kvöldskólann í samvinnu við Mennta- skólann á ísafirði getur Kvöldskólinn nú boðið upp á námskeið í fiskihag- fræði. Kennsla fer fram eitt kvöld í viku - 3 kennslu- stundir í einu. - 12 vikur, og hefst í 3. viku septemb- er. í stórum dráttum yrði námsefni hagað þannig: Lýsing á sérkennum sjávarútvegs, sem atvinnu- greinar. Gerð yrði grein fyrir íslenskum sjávarút- vegi og þýðingu hans í þjóðarbúskapnum. Rætt um afkomu sjávar- útvegs á Islandi og hvað Kristján Jóhannsson helst hefur áhrif á afkom- una. Eftir því sem við yrði komið, yrði gerð grein fyrir opinberum stofnunum, sem varða sjávarútveginn sérstaklega. Ekki verður um að ræða sérstaka kennslubók í námsgreininni, heldur þurfa nemendur að kynna sér ýmsar skýrslur og tíma- ritsgreinar, sem liggja. frammi á bókasöfnum hér. Gert er ráð fyrir að nám- skeiðinu, sem tekur yfir 2 annir ljúki með prófi. Kennari verður Kristján Jóhannsson, viðskiptafræð- ingur. Kennsla í öðrum greinum Kvöldskólans hefst í fyrstu viku október og verður nánar auglýst síðar. Gagnfræðaskólinn á ísa- firði settur 20. september Nú er verið að leggja síðustu hönd á lagfæringar í Gagnfræðaskólanum á Isafirði. Gert er ráð fyrir að skólinn verði settur 20. september n.k. og að kennsla hefjist næsta dag, að sögn Kjartans Sigur- jónssonar skólastjóra. I síðustu viku var búið að skrá 187 nemendur, en það er svipaður fjöldi og verið hefur undanfarin ár. Skiptast nemendur niður í 3 bekkjardeildir eftir aldri og eru um og yfir 60 nem- endur í hverjum árgangi. Fjöldi kennara við skól- ann verður í allt 13, þar af einn stundakennari. I vet- ur munu hefja störf við skólann 4 nýjir kennarar. Ragnheiður Gunnarsdóttir sem mun kenna stærðfræði og eðlisfræði, Eðvarð Jóns- son sem mun kenna ensku, Þórdís Guðmundsdóttir samfélagsfræði og Anna B. Saari raungreinar, aðal- lega líffræði. Þær Ragn- heiður, Þórdís og Anna hafa próf frá Kennarahá- skóla íslands, en Eðvarð hefur lagt stund á mála- nám í Háskóla íslands og í Svíþjóð. Hann hefur auk þess nokkra starfsreynslu. Eftirtaldir kennararhafa látið af störfum: Kristinn Karlsson, Þóra Benedikts- son, Ragnheiður Indriða- dóttir og Þorsteinn Einars- son. ss Autofisker sjálfvirka handfæravindan Söluumboö á Vestfjöröum Júíus Heigason í Neista Sími 3112, ísafirði Gítartónleikar í ísafjarðarkirkju Símon ívarsson og Carl Hánge frá Vínarborg leika í ísafjarðarkirkju föstudaginn 22. september n.k. kl. 9 e.h. AÐGÖNGUMiÐAR VIÐ INNGANGINN Tónlistarfélag ísafjarðar Kvöldskólinn, ísafirði - fræðsla fullorðinna - NÁMSKEIÐ í FISKIHAGFRÆÐI VERÐUR HALDIÐ EF NÆG ÞÁTTTAKA FÆST Námskeiðsgjald: kr. 15.000 fyrir fyrri önn (sept. -des.) Upplýsingar og innritun hjá forstöðumanni Kvöldskólans, Láru G. Oddsdóttur, sími 3580, eftir kl. 20:oo Forstöðumaður -

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.