Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 13

Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 13
/jp-a* Sjónvarp í ,,Hótel Grænuhlíð” í bígerð er að setja upp nýjan sjónvarpssendi á Arnarnesi, en hann á að þjóna aðallega þeim skipa- flota, sem í vondum veðr- um liggur í vari undir Grænuhlíð. Koma sjó- menn því til með að geta notið þess sem sjónvarpið hefur upp á að bjóða, á leið til og frá landi og í varalegum undir „hótel Grænuhlíð“. Að sögn Haraldar Sig- urðssonar yfirverkfræðings hjá Pósti og síma, er nú búið að panta sendinn og kemur hann frá Frakk- landi nú í haust. Er hann fyrir lit eins og allir aðrir sjónvarpssendar hér á landi. Sendirinn sem fyrir er á Arnarnesi stendur þó fyrir sínu, en hann þjónar byggðinni við Skutulsfjörð, Hnífsdal og Bolungarvík. Þegar nýi sendirinn verður kominn í gagnið, sem væn- tanlega verður upp úr ára- mótum, verður hann, að viðbættum þeim gamla, samtals 1000 vött. Sá gamli er aðeins eitt vatt, en styrkleikamunurinn er þó ekki eins mikill og töl- urnar segja til um. Ættu viðtökuskilyrði samt að batna hjá þeim fáu, þar sem styrkur er í lægri mörkum. ss. [ síðustu viku var unnið að fullum krafti við að setja upp ný og fullkomin aðflugstæki í ögurhólma. Að sögn Guð- björns Charlessonar, er með uppsetningu tækjanna fyrst og fremst stefnt að auknu ör- yggi í flugi. Reynslan verður síðan að leiða í Ijós hvort flugdögum til ísafjarðar fjölg- ar eða ekki, en eins og kunn- ugt er, er oft ekki hægt að fljúga til ísafjarðar marga daga í einu vegna óhag- stæðra veðurskilyrða, sér- staklega yfir vetrartímann. Starfsmenn Flugmálastjórnar vinna við uppsetningu tækj- anna, sem er á lokastigi. Má búast við að þau verði tekin í notkun innan tveggja vikna. ss. Ný og fullkomin aðflugstæki í Ögurhólmum Á myndinni sést gamli flug- radarinn í Hnífsdal. 13 PÍPULAGNIR GETUM BÆTT VIÐ OKKUR NEMUM í PfPULAGNIR Þá höfum við einnig störf fyrir pípulagningamenn og menn vana pípulögnum. Fjarðarstræti 16, sími 3298 Fegursti garðurinn fannst ekki Á aðalfundi Garðyrkjufé- lags Isafjarðar var kosin nefnd til þess að velja feg- ursta skrúðgarð í eigu fé- lagsmanna. Nefndin hefur nú lokið störfum. Niður- staða nefndarmanna varð sú, að skrúðgarðaræktun væri yfirleitt of skammt á veg komin til þess að hægt væri að velja fegursta garð- inn. Var því ákveðið að velja úr þeim görðum, sem uppfylltu viss skilyrði. Þ.e. væru vel skipulagðir, hefðu fallega umgjörð og væru miðaðir við notkun fólks, t.d. með leiktæki fyrir börn. Valdi nefndin úr nokkra garða, sem til greina komu. Var síðan farið í þá garða aftur, og valdir úr fjórir garðar, sem allir hljóta viðurkenningu. Taldi nefndin að þessi vinnubrögð myndu verka meira hvetjandi fyrir garð- eigendur, en að velja einn garð til verðlauna. Viðurkenningarskjöl verða afhent á kaffifundi félagsins á morgun í Al- þýðuhúskjallaranum. Þessir áttu sæti í nefnd- inni: Bjarney Ölafsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Krist- inn Jón Jónsson og for- maður félagsins, Asthildur Þórðardóttir. Þ.Á. LAUS STAÐA Staða póstafgreiðslumanns við póst- húsið á ísafirði er laus nú þegar. Laun samkvæmt launakjörum opin- berra starfsmanna. UPPLÝSINGAR GEFUR STÖÐVARSTJÓRI. Póstur og sími, ísafirði Vestfirðingar-ísfirðingar Athugið að fyrsta flokks svefnpokapláss, með góðri eldunar- og hreinlætisaðstöðu, er leigt út að BÆ, REYKHÓLASVEIT SÍMSTÖÐ KRÓKSFJARÐARNES. Ljónið s.f. auglýsir Við áformum að opna vörumarkað á Skeiði, með ýmsum vöruflokkum um miðjan nóvember n.k. Okkur vantar starfsfólk til allskonar starfa, bæði fastráðið fólk og eins í störf hluta úr degi og hluta úr viku. Nýr vinnustaður mörg áhugaverð störf! f Leitið nánari upplýsinga í Ljóninu hjá Heiðari í síma 3072 eða á staðnum. Ljónið s.f.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.