Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Qupperneq 14

Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Qupperneq 14
14 Aðalfundur Kaupmannafélags Vestfjarða: „Ekki farið að gildandi iögum um verðlagsmál” „Aöalfundur Kaup- mannafélags Vest- fjarða, haldinn í Sjó- mannastofunni í Bol- ungarvík 2. september 1978, mótmælir harö- lega þeim álangingar- reglum sem beint hef- ur verið á þessar vörur (átt er viö m.a. mjólk og kjötvörur. V.fr.) til tjóns bæöi fyrir versl- unina og neytendur. Vantar stórlega á aö álagning þeirra standi undir beinum kostnaði viö aö dreifa þeim í smásölu. Þaö er skoöun fund- arins aö hér sé ekki farið aö gildandi lög- um um verðlagsmál, sem gera ráö fyrir aö álagninguna megi ekki ákvaröa lægri en svo, aö hún standi undir eðlilegum rekstri." Þessi orð eru úr fundar- samþykkt aðalfundar Kaupmannafélagsins. f ræðu sem Benedikt Bjarnason, formaður Kaupmannafélags Vest- fjarða flutti við setningu fundarins, sagði hann meðal annars: „Verslun- inni er sem sé ætlað af stjórnvöldum að greiða stóra fjármuni úr eigin; vasa, til að hljóta þá náð að fá að versla með þessar vörur“. Margt fleira var til um- fjöllunar á fundinum, m.a. vöruflutningar á sjó, til Vestfjarðahafna. Lýstu kaupmenn ánægju sinni með hversu ástand hefði batnað í þeim efnum við fjölgun ferða Skipaútgerð- ar ríkisins á hafnirnar. Fundurinn skoraði á for- ráðamenn ríkissjóðs að greiða versluninni kostnað þann, sem hlýst af inn- heimtu söluskatts. Á aðal- fundinum var rætt um hina nýju verðlagslöggjöf og skorað á stjórnvöld að láta hana taka gildi nú þegar. Meðal fundarmanna kom fram, að mikil ánægja ríkir með þau breyttu við- horf, sem skapast hafa á Vestfjörðum við tilkomu vestfirskra heildverslana. Stjórn félagsins skipa þeir Benedikt Bjarnason, formaður, Heiðar Sigurðs- son, varaformaður, Gunn- laugur Jónasson ritari. Meðstjórnendur eru þau Margrét Guðbjartsdóttir og Guðjón Guðjónsson. í varastjórn eru Gunnar Proppé og Ólafur Magnús- son. Halldóra er sæt og saklaus eins og sólin, en þú ættir að hitta hana eftir sólarlag! ★ Fötin mín voru fóðruð með hrosshári. Þegar önnur ermin rifnaði af, þá skutu þeir jakkann. ★ Það er engin ástæða til þess að móðga menn með því að segja að þeir séu þverhausar, þegar það nægir að segja að þeir séu svolítið ákveðnir. ★ Til þess að koma í veg fyrir aukakílóin, er ágætt að staðsetja baðvigtina fyrir framan ísskápinn. ★ Velgengni í fjármálum er stórkostleg. Maður hittir svo marga áhugasama ættingja. Kristjana Ósk Samúelsdóttir og Sigríður Jakobsdóttir héldu hlutaveltu um daginn í kjailaranum hjá Sigríði. Ágóðann af hlutaveltunni gáfu þær Leikskólanum til þess að kaupa leikföng fyrir börnin. Kristjana á bróður á Leikskólanum, en bróðir Sigríðar er nýlega hættur þar. Þær eru hér á myndinni með fóstrum og Leikskólabörnum. Daginn sem Fréttablaðið bar að garði var allt liðið af Leikskólanum að fara í berjamó með fóstrunum. Búið var að panta hópferðabíl og leggja átti af stað strax eftir hádegi með allar fjórar deildir skólans. Fóstrurnar voru búnar að útskýra fyrir börnunum hvernig ber væru notuð til matargerðar og sýna þeim muninn á lyngi og berjategundum. haustverkin Balar, byttur, fötur margar geröir Kútar Sigti — Hnífar — Bretti Skæri — Brýni Sleifar — Mælimál — Skálar Athugið að verkin vinnast betur og auðveldar með réttum áhöldum Úrvalið er ávallt í Neista

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.