Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 15

Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 15
15 O — Fjórðungsþing ályktar um samgöngumál Austur-Barðastrandarsýslu um Þorskafjarðarheiði er svo bág- borið, að vart er um sumarveg að ræða. Brýnt sé þvf að ákveða vegastæði og tengingu Djúp- vegar við aðalvegakerfi lands- ins, og skapa jafnrétti f sam- göngum milli landshluta. Þá má nefna, að í aðal vega- kerfinu á Vestfjörðum eru víða kaflar, jafnvel á láglendi, sem eru illir yfirferðar, hættulegir og teppast fljótt í snjóum, sem brýna nauðsyn ber til að lag- færa, eins og t.d. f Austur- Barðastrandarsýslu. Samgöngur á sjó Ljóst er, að samgöngur við núverandi aðstæður að vetrar- lagi eru á þann veg, að einvörð- ungu verður að treysta á vöru- flutninga á sjó yfir háveturinn til hafna á Vestfjörðum. Fjórðungsþing fagnar þeirri viðleitni forstjóra Skipaútgerðar rfkisins að endurskoða og end- urskipuleggja ferðir skipaút- gerðarinnar með það í huga að auka tíðni ferða og fá fram hag- kvæmni í rekstri fyrirtækisins, þess verði þó gætt við enn frek- ari endurskoðun, að þjónusta við hin smærri byggðarlög skerðist ekki frá því sem áður var. Samgöngur í lofti Fjórðungsþingið telur að flugsamgöngur hafi gjörbreytt búsetuaðstöðu á Vestfjörðum, og leggur áherslu á, að flug- samgöngur verði efldar svo sem kostur er og þeim félögum, sem þjónustuna annast sé tryggður starfsgrundvöllur. Jafnframt því að meta mikils flugsamgöngur milli Vestfjarða og annarra landshluta, telur þingið nauðsynlegt að efla flug- samgöngur milli byggðarlaga á Vestfjörðum, svo viðskipta-, þjónustu- og menningartengsl haldist og eflist milli byggðar- laganna, jafnt vetur sem sumar. Þá er bent á, að grundvöllur- inn að samstarfi sveitarfélaga í heibrigðismálum byggist á því, að starfrækt sé neyðar- og sjúkraflugþjónusta á Vestfjörð- um. Vill þingið leggja áherslu á, að minni flugvellir fái eðlilegt eftirlit og viðhald, þannig að þeir geti gegnt hlutverki sfnu sem sjúkra- og þjónustuflug- brautir (vellir) (á þessu sumri hafa þeir ekki verið valtaðir). Þingið vekur athygli á, að á- stand sem jafnan skapast þegar ekki er hægt, vegna annmarka ísafjarðarflugvallar að halda uppi eðlilegum flugsamgöng- um, krefst þess að tekin verði ákvörðun um byggingu vara- flugvallar fyrir ísafjarðarflugvöll sem fyrst. Bökunarfélag ísfirðinga óskar eftir að ráða 1. Afgreiðslustúlku í bakarí. 2. Aðstoðarmann hjá bakara. Upplýsingar veittar hjá skrifstofu K.í. Starf húsvarðar við Gagnfræðaskólann á l'safirði er laust til umsóknar. Upplýsingar gefur skólastjóri, en umsóknir sendist til formanns skólanefndar Jóns Páls Halldórssonar, eða undirritaðs, fyrir 20. þ.m. Bæjarstjóri. ;FasteignÍK| TIL SÖLU Engjavegur 25, neðri hæð, 82 ferm. 3 herb. íbúð í tví- býlishúsi. (búðin er snyrti- leg og í góðustandi. Laus til afnota um áramót eða jafnvel fyrr eftir samkomu- lagi. Þjóðólfsvegur 16, Bolungarvík, lítil einstak- lingsíbúð á jarðhæð í góðu standi. Laus til afnota fljót- lega. Mánagata 2b, (áður Ljós- myndastofa ísafjarðar) 56 ferm. húsnæði á hentugum stað í bænum. Hentugttil verslunar eða smáiðnaðar. Stekkjargata 4, lítið ein- býlishús á tveimur hæðum, 3 herb. og eldhús. Laust til afnota með skömmum fyrirvara. 8 tonna vélbátur, byggður 1954, í góðu standi með 88,5 ha. Listervél frá 1974. Meðfylgjandi er tal- stöð, dýptarmælir, 3 raf- magnsrúllur ásamt raf- geymum og línuspili. Laus til afnota strax. Á söluskrá vantar allar gerðirfasteigna. Tryggvi Guðmundsson, LÖGFRÆÐINGUR Hafnarstræti 1, sími 3940 og 3702 ísafirði Eldri borg- arar í Eyjaferð Laugardaginn 19. ágúst s.l. fór hópur eldri borgara í skoðunarferð til Vest- mannaeyja. Skoðuðu þeir m.a. sædýrasafn, elliheim- ili og byggðasafn. Einnig var farið í rútuferð um Heimaey, enþannig kynntu ferðalangar sér af- leiðingar gossins 1973 und- ir leiðsögn PálsHelgasonar. í hópnum voru 46 ísfirð- ingar, 60 ára og eldri, á- samt 4 fararstjórum. Þar sem flugi frá Eyjum seink- aði þ. 19. vegna veðurs, varð hópurinn að gista um nóttina í Reykjavík, í stað þess að fara samdægurs til ísafjarðar, eins og áætlað hafði verið. Reyndar hafa dyntóttir veðurguðirnir þrisvar sinnum komið í veg fyrir að slík ferð væri farin, en í fjórðu tilraun urðu þeir að lúta í lægra haldi, þótt með naumind- um væri. Bæjarsjóður studdi öld- ungana til fararinnar, en félagsmálaráð hafði veg og vanda með henni. Formað- ur félagsmálaráðs, Gunnar Steinþórsson, sem jafn- framt var einn af farar- stjórum, tjáði blaðinu, að þrátt fyrir að áætlun hafi ekki staðist út í ystu æsar, hafi fólk verið mjög ánægt að ferðalokum. ss. Skyldi eitthvert þeirra hafa verið með í Eyjaferðinni?

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.