Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 16

Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 16
Fyrir nemendur á ölium aldri: Skólabækurnar Skólaritföngin Skólatöskurnar Skólaritvélar BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAP Sími3123 Isafjaröarumboð Arni Sigurösson Féröamiöstöðin hf. Bolunaarvík: 49 íbúðir í smíðum — Leikskóli byggður á þessu ári I Bolungarvík stendur nú yfir smíði fjögurra rað- húsa á vegum fram- kvæmdanefndar sölu- og leiguíbúða. Verið er að byggja 6 íbúðir fyrir aldr- aða, eitt fjölbýlishús er í smíðum, en í því eru 20 íbúðir. Auk þess eru 19 einbýlishús í byggingu. Að sögn Guðmundar Kristjánssonar bæjarstjóra er byggingatími raðhús- anna áætlaður eitt ár. Grunnur að íbúðum fyrir aldraða hefur verið steypt- ur og tvö tilboð hafa borist í að gera íbúðirnar fok- heldar, en ekki er búið að afgreiða málið endanlega frá hálfu bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Ráðgert er að koma leik- skóla undir þak á þessu ári. Skólinn er sameiginlegt verkefni sveitarfélagsins, kvenfélags á staðnum og klúbbsins Lion. Bygginga- meistari er Sigurður Ólafs- son, en stefnt er að því að nýta sjálfboðavinnu félag- anna. Kemur leikskólinn til með að rúma 20 börn fyrir hádegi og sama fjölda eftir hádegi. Guðmundur Krlstjánsson Stapavík Sl 4 kom tll hafnar á ísafirði miðvlkudaglnn 6. september s.l. með bilaða stýrisvél. Á myndinni sést hvar skipverjar setja loðnunótina í land, til að viðgerð á stýrisvélinni geti farið fram. Stapavík hafði landað á Siglufirði daginn áður og var nýkomin á loðnumiðin úti fyrir Vestfjörðum, er óhappið vildi til. Að sögn eins skipverja hefur skipið landað um 300 tonnum af loðnu siðan í byrjun ágúst. ss. 0 POLLINN HF Isafirói Sími3792 Hve oft hefur þú komið heim í myrkri, og ekki fundið skráargatiö á Útihurðinni? Já, og sjálfsagt hefuröu sagt margt Ijótt! Er ekki mál til komið að hætta slíku og fá sér útiljós frá okkur í Pólnum? Fjórðungsþing Vestfirðinga, uppsögn skólameistara M.í íþróttir og skólastarf eru á meðal efnis í blaðinu í dag. Nýr malar- völlur og grasvöllur r a Torfnesi Nú er unnið að því að koma upp grasvelli á Torf- nesi á ísafirði. Búið er að skafa ofan af malarvellin- um sem fyrir var og á að setja í hann svokallaðar dreiflagnir innan skamms, en þeim er ætlað að taka við því vatni sem kann að setjast í völlinn. Túnþökur verða síðan væntanlega lagðar á völlinn í þessum mánuði. Þá hefur bæjarráð sam- þykkt að gerður verði mal- arvöllur inn af núverandi velli og er stefnt að þvf að sá völlur verði nothæfur í júní 1979. ss. Innbrot og íkveikja Aðfararnótt laugardags 2. september, var brotist inn á vörulager Bókaversl- unar Jónasar Tómassonar. Gerði innbrotsþjófurinn tilraun til að komast inn í sjálfa verslunina, eftir verksummerkjum að dæma, en án árangurs. Kveikt var þá í vörum á lagernum. Við hitann sem myndaðist við bálið, fór allt símakerfi í gang í hús- inu, þannig að fólk vakn- aði. Tókst að ráða niður- lögum eldsins, áður en hann náði að brjótast út að ráði. Skemmdir urðu ein- hverjar vegna elds og reyks. Að sögn Guðmundar Sigurjónssonar fulltrúa bæjarfógetans á fsafirði er búið að handtaka mann, og hefur hann viðurkennt að hafa farið inn í Bóka- verslunina og verið valdur að eldinum. Samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar á ísafirði, var umrædd helgi anna- söm í meira lagi. Töluvert var um skemmdarverk eft- ir unglinga. Voru það helst umferðarmerki, bifreiðar og rusladallar sem urðu fyrir barðinu á skemmdarvörg- um. Piltar nokkrir úðuðu málningu á hús í miðbæn- um. Þeir náðust daginn eftir og voru látnir þrífa ósómann af veggjum hús- anna undir eftirliti lag- anna þjóna. Ss. #••••••••

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.