Vestfirska fréttablaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 1
Afgreiðslan á ísafjarðarflugvelli, Sími 3400 Afgreiðslan Aðalstræti 24, sími 3410 FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR LSLANDS Herraföt - Stakir jakkar Buxur í gífurlegu úrvali FLAUELSBUXUR GALLABUXUR TERYLENEBUXUR Kápur - Kjólar PEYSUR BLÚSSUR MUSSUR 1 Verslunin Isafiröi sími 3507 p I I I Suðureyrarhreppur tapar um sjö millj. í gjöldum aðkomumanna Steyptar götur elnn kflómetri. Það hefur verið töluvert um framkvæmdir á vegum hreppsins í sumar, sagði Kristján Pálsson, sveitar- stjóri á Suðureyri, í viðtali við blaðið á dögunum. „Við höfum steypt 350 lengdarmetra af götum eyrarinnar, í viðbót við það, sem steypt var fyrir. Er nú um einn kílómetri af steinsteyptum götum á Suðureyri.“ Súgfirðingar framleiða steinsteypuna á staðnum og leggja hana út með tækjum hreppsins. Um 7 milljón króna tap .„Geysileg atvinna hefur verið á Suðureyri í sumar, eins og reyndar undanfar- in sumur,“ sagði Kristján. „Hér hefur verið mjög mikið um aðkomufólk í vinnu. Mér telst til að Suð- ureyrarhreppur tapi til annarra sveitarfélaga í gjöldum þessa fólks um það bil 7 millj. króna á þessu ári. Við höfum reynt að vekja skilning á því hversu illa þetta keruur við sveitarfélög, eins og okkar, hjá viðkomandi sveitarfé- lögum og freistað þess að ná þessum gjöldum til okk- ar aftur. Einnig höfum við vakið máls á þessu vanda- máli, á fundum Sambands íslenskra Sveitarfélaga, en það hefur ekki borið ár- angur. Viðbygging fokheld— Ólafur fer. Nú er að ljúka vinnu við að gera 1. áfanga viðbygg- Framhald á 1. aföu Krlstjýn Pélsson, sveltarstjórl Gróusögur í gangi um Kaupfélagsinnbrot - Innbrot hjá bæjarfógeta í sumar var brotist inn hjá Kaupfélagi ísfirðinga og í skrifstofur ísafjarðar- Farið var inn um glugga á annarri hæð, í skrlfstofur K.i. kaupstaðar og fleiri aðila í Kaupfélagshúsinu. Var í innbroti þessu stolið um 600 þús. krónum í reiðu fé, en um 1400 þús. krón- um í ávísunum. Þrátt fyrir eftirgrenslanir ísafjarðar- lögreglunnar og Rann- sóknarlögreglu ríkisins, er innbrotið óupplýst með öllu. Guðmundur Sigur- jónsson, fulltrúi bæjar- fógeta, sagði að sögusagnir sem gengju manna á milliium annað væru alger- lega úr lausu lofti gripnar. Þegar haustar og kvöld verða dimm, er ekki óal- gengt að tíðni afbrota auk- ist. Geta má þess að nú nýlega var brotist inn í skrifstofu sýslumanns og bæjarfógeta á ísafirði. Ekki var þó neinu fémætu stolið. Leitað er þess er verknaðinn framdi. I spjalli við Vestfirska fréttablaðið sagði Guð- mundur, að stærri afbrott væri helst að telja voða- verkið, sem unnið var á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Hefur það verið rækilega tíundað í fjöl- miðlum áður og því ekki farið nánar út í það hér. Sama má segja um innbrot og íkveikjuhjáBókaverslun Jónasar Tómassonar skömmu áður. Aðspurður sagði Guð- mundur, að ekkert hefði komið fram af úrum þeim og skartgripum, sem stolið Framhaldá 11. sfðu úiiiidlli iiflCU, l ómiioiwiui r\.i. ------ ---— Tónleikar til heiðurs Ragnari H. Ragnar r tilefni af áttræðisaf- mæli Ragnars H. Ragnars, skólastjóra Tónlistarskóla Isafjarðar, og heiðurs- borgara bæjarins (28. sept- ember) hafa vinir hans og velunnarar ákveðið að efna til sérstakra tónleika á ísafirði honum til heiðurs. Tónleikarnir verða í Alþýðuhúsinu á Isafirði laugardaginn 7. október n.k. kl. 20:30. Að þessum tónleikum standa meðal annars Félag íslenskra hljóðfæraleikara, Tón- skáldafélagið, Ríkisútvarp- ið, Sinfóníuhljómsveit Islands, og ísafjarðarbær. Að ósk Ragnars verða ein- göngu leikinw'slensk tónverk. Ragnar H. Ragnar Meðal höfunda sem eiga verk á efnisskránni má nefna Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar Helga Ragnarsson, Jakob Hall- grímsson, Jón Nordal, Jón Þórarinsson, Jónas Tómas- son, Leif Þórarinsson, Sigurð Egil Garðarson og Þorkel Sigurbjörnsson. Margir af fremstu ein- leikurum þjóðarinnar og einsöngvurum leggja fram sinn skerf til tónleikanna. Er hér með skorað á ís- firðinga að troðfylla Alþýðuhúsið þetta laugar- dagskvöld og votta þannig virðingu sína ómetanlegu starfi þeirra Sigríðar og Ragnars H. Ragnar í þágu þessa bæjar um þriggja áratuga skeið

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.