Vestfirska fréttablaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 4
4 Sr. Gunnar Björnsson skrifar um Sinfóníuhljómsveitina: Tónleikaför um Vestfirði — Hátíðartónleikar á ísafirði Sinfóníuhljómsveit íslands brá undir sig betri fætinum í miðjum septembermánuði og heimsótti hinar dreifðu byggðir Vest- fjarða. Raunar hófst hljóm- leikahaldið í Búðardal, en síðan lá leiðin til Þingeyrar, ísafjarðar, Bolungarvíkur, Suðureyrar og loks Patreks- fjarðar. Rómuðu hljóm- sveitarmenn móttökur heimamanna, sem hvarvetna lögðu sig í líma við að veita listafólkinu góðan beina. Víða voru byggðir viðbótar- pallar framan við þröng svið samkomuhúsanna svo takast mætti að koma fyrir fjöl- mennu liði gestanna, en að þessu sinni voru hljóðfæra- leikarar um 50 talsins, og þar að auki ýmsir hjálpar- kokkar, myndatökumenn o.s.frv. Það kom upp úr dúrnum að Sjónvarpið hafði notað þetta tækifæri til þess að festa reisuna á filmu og er hún liður í viðurhlutamikilli heimildamynd um Sinfóníu- hljómsveitina. Fylgdu sjón- varpsmönnum Ijóskastarar stórir og skærir, sem vorusett- ir upp eins og hendi veifað. Ég undirritaður hafði þá ánægju að vera viðstaddur hljómleika sveitarinnar á ísafirði. í þessum höfuðstað Vestfjarða gaf hljómsveitin tvenna hljómleika, hina fyrri Fyrir utan Alþýðuhúsið í hléi: Ragnar, Sigríður, Jónas, Páll, Ingvar, Sigríður, Ragnar Torfi, Sigurður, Sieglinde og Kristinn Hallsson. ans, þar sem er gerð tilraun til að spanna allt guðspjallið í einu vetfangi, en tónskáldið sparsamara á efniviðinn í Næturljóði eins og reyndara skáldi sæmir. Að öðru leyti lék hljómsveitin Coriolanfor- leikinn eftir Beethoven og hafði gleymt að æfa hann nógu vel, Nocturnu og Scherzo eftir Mendelsohn og minnti að húnkynni það, Fantasíu handa lágfiðlu og hljómsveit eftir Hummel, síðdegis og voru það hátíðar- hljómleikar til heiðurs Ragn- ari H. Ragnar, lífssnillingi, skólastjóra og tónlistarmanni þar í bæ og í tilefni af 30 ára afmæli Tónlistarskóla fsa- fjarðar í vor er leið. Á þess- um konsert hlotnaðist okkur sú sérstaka gleði, að frum- flutt var konsertverk handa lágfiðlu og hljómsveit eftir Jónas Tómasson, yngri, en einleikurinn var í höndum föðurbróður hans, Ingvars Jónassonar, konsertmeistara og yfirkennara í Lundi í Sví- þjóð, og var hann kominn sérstaklega hér upp á landið til þess að leika þetta tón- verk. Tónsmíðin er mjög glæsileg og gefur lágfiðlunni ágæt tækifæri til þess að njóta sín og sýna fram á þá sér- stöku eiginleika, er með henni búa umfram önnur hljóðfæri strengjafjölskyld- unnar, svo sem ögn sorgfull- an tón hið efra, en að sama skapi ísmeygilega dýpt í ætt við sellóið þó ívið kvenlegri á lægri nótunum. Verkið er 10 ára gamalt orðið og öðruvísi en Jónas skrifar þessa dag- ana, samanber Næturljóð hans, sem Kammersveit Vestfjarða frumflutti í vor og tileinkað var Tónlistar- skóla fsafjarðar. Hér var meira um tæknibrellur en þar, þar meira um ljóðrænu en hér. Lágfiðlukonsertinn var líkari prédikun byrjand- • ............ ' Kvenfélagið Ósk, auglýsir eftir umsóknum um styrk, úr Æskulýðssjóði félagsins. Æskulýsð- sjóður var stofnaður á 65 ára afmæli félagsins 1972 og kveður svo á í lög- um sjóðsins, að úr honum skuli varið til styrktar æskulýðsstarfi á fsafirði. Þeir aðilar er hafa æskulýðsstörf með höndum geta sótt um styrk úr sjóðn- um, sem sjóðsstjórn metur síðan hver hlýtur ef umsóknir berast. Skriflegar umsóknir þurfa að hafa bor- ist fyrir 1. nóvember tíl formanns félagsins, sem gefur nánari upplýsing- ar. Fh.Kvenfélagsins Óskar, Valgerður Jakobsdóttir, Skipagötu 8 ísafirði, Sími 3583. BARNAVAGN Ökukennsla Til sölu er nýlegur amerískur „Mormet“ Upplýsingar í síma 3678 kerruvagn. Upplýsingar hjá Konráð Eggertsson Urðarvegi 37 Samvinnu- tryggingum Silfurtorgi 1 Sími 3555 Nýkomið KPS-eldavélar KPS-ísskápar KPS-frystikistur TOSHIBA-litasjónvörp ///// straumur Silfurgötu 5 sími 3321 DODGE DART til sölu, árgerð 1974, sjálfskiptur með vökvastýri. Bíllinn er í mjög góðu standi, ekinn 48 þús. km. Upplýsingar í síma 3856

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.