Vestfirska fréttablaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 11

Vestfirska fréttablaðið - 27.09.1978, Blaðsíða 11
tJ'wMawaou)_________ o — Vanga- veltur unnið geysimikið starf. Það er jú engin smáútgerð að baki meistaraflokksliði ÍBÍ, hún er svo stór í sniðum, að sáralítið er eftir afgangs til annarra flokka. Ráðinn hefur verið dýr þjálfari fyr- ir meistaraflokk, en hann hefur einnig verið með 3. flokk (15 - 16 ára) í hjá- verkum. Með aðra flokka hafa oft verið meistara- flokksmenn í hjáverkum, eða aðrir sem reyna fremur af vilja en mætti. Það er staðreynd að yngri flokkarnir hafa verið afskiptir. Það verður strax á unga aldri að byrja að móta knatttækni leik- manna, það verður að fá þeim þjálfara með mennt- un, áhuga, og ekki síst þjálfara sem hafa tíma af- lögu. Fórnfýsi verður og að vera meiri atriði en laun, þótt nauðsynlegt sé að veita mun meira fé til starfsemi í yngri flokkum, en gert hefur verið. Og þar sem knattspyrnuráð . sjálft annar þessu ekki, verður að koma á fót sérstakri unglinga- eða foreldra- nefnd, eins og er í nokkrum bæjum. Síðan ættu menn að viðurkenna þá staðreynd, að félögin tvö á staðnum eru dauð og jörðuð í hugum fólks, þótt annað geri nú tilraun til þess að klóra í grafarbakk- ann. Vitlegra væri að sam- GOTT PÍANÓ Óskaað kaupa gott píanó Auður H. Hagalín sími 3526 DAGMAMMA óskast fyrir fjögurra ára dreng, hálfan daginn í vetur. Upplýsingar gefur Ingibjörg í síma 3733 á skrifstofutima. A' wwwwvw V\\\\V\XV\VV\\\\\\ WSV«« í f' '' Fraðslu- og leiðbeiningarstöð fi \ I ; Ráðgefandi þjónusta fyrir: 'i ; Alkóhólista, \ 'i aðstandendur alkóhólista ; 'i og vinnuveitendur alkóhólista. ; ^ g ; i-JO- samtok áhugafólks ; ; &fc1XfcLL UM ÁFENGISVANDAMÁLIÐ i Fræðslu- og lciöbeiningarstöð * l.ágmúla 9. simi M2399. í eina krafta manna undir hatti ÍBÍ. f ár munaði litlu að IBÍ kæmist upp í 1. deild. Vera í 1. deild hefði án efa orðið mikil lyftistöng fyrir íþróttina á staðnum. Hitt er svo spurning hvort ekki sé of mikill munur á með- alliði í 2. deild og í liðum í 1. deild, til þess að fsfirð- ingar næðu einhverjum ár- angri. Er hægt að ætlast til þess að leikmenn sem litla eða enga skólun hafa feng- ið í yngri flokkum, sýnast annað en pervisin peð við hlið þrautþjálfaðra riddara höfuðborgarsvæðisins? Félagsstarfið þarf að endurskipuleggja frá grunni. Nú er í undirbúningi að ráða æskulýðs- og íþrótta- fulltrúa á fsafirði. Eg ætla að vona að þar fáist dug- legur maður, sem ekki að- eins léttir á daglegum störfum sérráðanna, svo þau geti lyft sér upp og séð málin i víðara ljósi, heldur verður sjálfur íþróttamál- um hér til framdráttar. Þar hillir undir von um framfarir. Framkvæmdir eru hafnar á Torfnesi, sem væntanlega leiða af sér nýjan malarvöll, grasvöll og íþróttarvallarhús. Fyrsta skrefið í þeim mál- um er stigið. En það er til lítils að hafa fullkomin mannvirki, ef þau eru ekki nýtt til fulls. Næsta skref, til hliðar við hið fyrra, þarf að stíga á félagslega svið- inu. Sameina þarf krafta manna undir merki ÍBÍ og raunar þarf að endurskipu- leggja þau samtök frá grunni, eigi þau að þjóna hlutverki sínu við núver- andi aðstæður. Leggja þarf meiri áherslu á starfið í yngri flokkum, og þá jafn- vel í samráði við skólana. Og síðast, en ekki síst þarf að efla félagsstarfið um- hverfis sjálfa þjálfunina. Þótt næg atvinna sé la- gjör forsenda byggðar á hverjum stað, þá má ekki hugsa einvörðungu um at- vinnulífið. Mjög mikil og ónauðsynleg atvinna getur drepið niður marga menn- ingar-, og íþrótta- og fé- lagsstarfsemi og er óhófleg og einhæf atvinna, ásamt lítilli félagslegri þjónustu e.t.v. ein ástæða óstöðugrar búsetu fólks hér og sáralít- illar fljölgunnar. íþrótta- mannvirki, sem mæta kröf- um samtímans, og heil- brigt íþróttastarf ætti að fá fólk til að staldra hér leng- ur við og festa hér dýpri rætur. Framfarir á þessu sviði ættu jafnvel að geta orðið mikilvægur liður í mannfjölgun á staðnum og þróun byggðarinnar. Isafirði 14. september 1978, Stefán Jóhann Stefánsson O — Gróu- sögur í gangi var í innbroti hjá Axel Eiríkssýni sl. haust, og ekki hefði tekist að hafa upp á þjófnum eða þjófunum, þrátt fyrir ítarlega eftir- grennslan. Guðmundur lagði ríka áherslu á það, að foreldrar sæu til þess að reglum um útivist barna og unglinga væri hlýtt. Oft vill bregða við að þau börn sem mest stunda kvöld- og nætur- rölt, leiðast til þátttöku í innbrotum og skemmdar- verkum. © - Tón- leikaför um Vestfirði galdurinn við söng væri að kunna að anda rétt. Sé það rétt, þá andar Kristinn Hallsson meira og betur en flestir menn. Frú Sieglinde Kahmann, óperusöngkona frá Þýskalandi, söng Kava- tínu úr sömu óperu af frá- bærri list, auk þess sungu þau Kristinn tvísöng úr Don Giovanni og fleiri lög fluttu þau og hljómsveitin og var það allt vel þegið. Stjórn- andi var Páll P. Pálsson og var honum, hljómsveitinni og einsöngvurunum fagnað vel og drengilega. Nú eru rétt þrjú ár síðan Sinfóníuhljómsveit íslands heiðraði Vestfirði síðast með nærveru sinni. Mikið væri gamanef svonalagaðar heim- sóknir gætu orðið plag- siður þessarar stofnunar, sem við eigum ÖII og verðum vonandi aldrei svo fátæk að geta ekki haldið uppi með sæmd, fremur en afar okkar kóngarnir, sem allir höfðu svona flokk við hirðir sínar. Gunnar Björnsson, Bolungarvík. ®—Vega- gerðin hótar í kaupstaðnum. ,,í Kirkju- bólstúni, þar sem efni er nú tekið eru tæplega eftir meira en tveggja ára birgð- ir, miðað við eðlilega notk- un fyrir ísafjörð.” sagði Oddur. „Efni úr malar- náminu kostar nú til hús- byggjenda og annarra er það nota um 6000 kr. hvert bílhlass, en Vegagerð ríkis- ins hefur krafist þess að fá efnið í veginn með Poll- inum án endurgjalds, ella leggi þeir engan veg. Að mínu áliti er þetta alröng stefna. Réttara væri að húsbyggjendur fengju frítt efni til uppfyllingar í hús- grunna og annað, en ríkið greiddi fyrir það efni, sem það þarf að nota úr landi kaupstaðarins,” sagði Oddur ennfremur. „Bæjarstjórn mun hafa látið það eftir Vegagerð- inni að hún (Vegagerðin) fái frítt efni í umræddan veg. Það þýðir það í raun og veru, að ísfirðingar greiða kr. 6000 með hverj- um rúmmetra efnis, sem fer í malarlagið á veginum. Vegagerðin gat fengið þetta efni í malarnáminu í Arnardal, en forráðamenn hennar töldu of langt að sækja efni þangað. Um slíkt munu engin dæmi frá öðrum stöðum, þar sem ríkið hefur lagt veg um eða við kaupstaði annars- staðar.” „Að lokum”, sagði Odd- ur, „rétt væri að varpa þeirri spurningu fram, og freista þess að fá henni svarað, hver tilgangurinn er með því að hafa um- ræddan veg svo hlykkjótt- an, sem hann er.” ©— Lions- hreyfingin sínum tíma mjög við stofn- un Styrktarfélags van- gefinna á Vestfjörðum, sem nú munu vera ein allra stærstu félagasamtök í landinu, miðað við fólks- fjölda á félagssvæði. Attunda október, dag Lionshreyfingarinnar, verður allsherjar fjár- söfnun um Vestfirði á veg- um Lionsmanna, til fjáröflunar fyrir byggingu væntanlegs dvalarheimilis vangefinna á Vestfjörðum. Munu Lionsmenn þá koma að dyrum fólks og taka við fjárframlögum. Munu þeir afhenda gef- endum litprentað kort, eftirprentun af verki, er einn vistmanna Skálatúns- heimilisins málaði á sandpappír. Heita Lions- menn á Vestfirðinga að veita öflugan stuðning þessu nauðsynjamáli, sem bygging dvalarneimilis er. A svæðisfundinum var og rætt um að taka jafnvel fyrir á næsta starfsári sam- eiginlegt verkefni, en það verður afráðið á svæðis- fundi í nóvember. Ágúst sagði að trúlega myndu Lionsmenn áfram styðja við Styrktarfélag vangef- inna. Hugmyndin um stofnun félagsins hefði fyrst komið til umræðu hjá Lionsklúbbi Bolungar- víkur, og því væri hreyf- ingunni málið skylt. Lions- hreyfingin er þjónustu- starfsemi og einkunnarorð hennar hníga í þá átt. .11 jFasteigniiJ TIL SÖLU Engjavegur 25, neðri hæð, 82 ferm. 3 herb. íbúð í tví- býlishúsi. íbúðin er snyrti- leg og í góðustandi. Laus til afnota um áramót eða jafnvel fyrr eftir samkomu- lagi. Þjóðólfsvegur 16, Bolungarvík, lítil einstak- lingsíbúð á jarðhæð í góðu standi. Laus til afnota fljót- lega. M.b. Geirólfur ÍS-318, 8,2 tonna vélbátur í góðu standi. Meðfylgjandi 4 raf- magnsrúllur, dekkspil, 2 talstöðvar, dýptarmælir og radar. Laus til afnota strax. Tún við Seljalandsveg inn- an Karlsár ásamt sumarbú- stað. 8 tonna vélbátur, byggður 1954, í góðu standi með 88,5 ha. Listervél frá 1974. Meðfylgjandi er tal- stöð, dýptarmælir, 3 raf- magnsrúllur ásamt raf- geymum og línuspili. Laus til afnota strax. Á söluskrá vantar allar gerðir fasteigna. Tryggvi Guðmundsson, LÖGFRÆÐINGUR Hafnarstræti 1, sími 3940 og 3702 ísafirði YAMAHA RAFMAGNSORGEL Til sölu er Yamaha rafmagnsorgel Bk- 4B Upplýsingar í síma 7326 Raf hf. Bílabúð ERUM AÐFÁ SNJÓKEÐJUR f MIKLU ÚRVALI Raf hf. ísafiröi sími 3279

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.