Vestfirska fréttablaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 1
Afgreiðslan á ísafjarðarflugvelli, Sími 3400 Afgreiðslan Aðalstræti 24, sími 3410 FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR LSLANDS VÖRUÚRVAL Nýjar vörur teknarupp ídag Verslunin Isafirði sími 3507 Hótel ísafjörður h.f.: Lægsta tilboð frá byggingar- meistara í Reykjavík. —Aukakostnaður vegna utanhéraðs verktaka um 10 m. kr.— P I > Þrjú tilboð bárust Nú nýverið auglýsti Hótel ísafjörður h.f. eftir tilboðum í byggingu hótels á fsafirði. Samkvæmt út- boðslýsingu er um að ræða að gera fjögurra hæða byggingu fokhelda og á verkinu að vera lokið í okt- óber 1979. Tilboð í verkið voru opnuð 29. september síðastliðinn og bárust þrjú tilboð í verkið. Lægsta til- boðið er frá Guðmundi Þengilssyni Depluhólum 5, Reykjavík og hljóðar upp á 115,2 milljónir króna. Kostnaðaráætlun, sem Hótel ísafjörður h.f. lét gera, var 98,0 milljónir króna, án kostnaðar við uppihald starfsmanna á ísafirði. Uppihald starfs- manna á ísafirði og annar kostnaður við að flytja starfsemina véstur er tal- inn vera um 10 milljónir króna, þannig að tilþoðs- upphæð er 6-7% hærri en kostnaðaráætlun. Framkvæmda- kostnaður og fjármögnun Ef gengið verður til samninga um verkið nú á næstunni er búist við að framkvæmdakostnaður á þessu ári verði 20 milljónir króna og er nægilegt fjár- magn fyrir hendi til að standa straum af því. Það fjármagn, sem fyrir hendi er nú, er annars vegar hlutafjárloforð Bæjarsjóðs ísafjarðar og Flugleiða h.f. samtals 14 milljónir og eft- irstöðvar af láni frá Ferða-, málasjóði 6 milljónir króna. Áætlað er að fram- kvæmdakostnaður á árinu 1979 verði 130 milljónir króna, sem skiptist þannig: Greiðsla til verktaka skv. tilboði 98 m. kr. Áætlaðar verðbætur til verktaka 18 m. kr. Hönnunarkostnaður o. fl. 10 m. kr. Framhald á 5, síðu Hvað vill ísafjarðarkaupstaður til vinna að hér rísi hótel? Innsiglingarrennan við Patrekshöfn breikkuð og dýpkuð Á Patreksfirði standa nú yfir miklar hafnar- framkvæmdir. Unnið er við dýpkun við innsta hluta viðlegukantsins. Þá er hafih vinna við að breikka innsiglinguna. Verður hún breikkuð um 17 metra, eða úr 23 metrum í 40 metra. Innsiglingarennan hafði varnargarður verður n mjókkað vegna sandburðar og hruns úr Oddanum og var hún orðin mjög erfið umferðar um fjöru. Grjót- settur innan á Oddan þeg- ar breikkun og dýpkun er lokið. Verkið er unnið með krana frá Hafna- og vita- málastjórn. Verður mokað upp tæplega 30.000 rúm- metrum, og mun það ko&ta 80 m. krónur. Upphaflega var áformað að breikka rennuna í fimmtíu metra. Þá hefði efnismagnið, sem moka þurfti orðið 90 þús. rúm- metrar í stað 30 þús. rúm- metra nú. Var horfið frá því, vegna þess kostnaðar- auka sem það hafði í för með sér. Hafnarvogin á Patreks- firði er orðin gömul og úr sér gengin, og varla er bú- ist við því að hún dugi út vertíðina í vetur. Er nú talið brýnasta verkefni í framkvæmdum við Pat- rekshöfn að endurnýja hana. Á framkvæmdaáætlun fyrir Patrekshöfn á næst- unni er svo gerð smábáta- hafnar. Verður hún inni í Króknum, sem kallaður, er gegnt viðlegukantinum sem nú er notaður bæði af smábátum og stærri skip- !••••••••••••••••••••••••••

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.