Vestfirska fréttablaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 2
2 (j7s týtáMaMfuká Utgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson Blaðamaður: Kristján Jóhannsson. Prentun: Prentstofan (srún hf.. I'safirði Mér hefur stundum flogið í hug, hvort Vestfirðingar almennt og þá einnig sveit- arstjórnarmenn og alþingismenn hafi gert sér Ijóst hve þróun atvinnumála í fjórðungnum hefur verið okkur Vestfirð- ingum í óhag, miðað við þróun sömu mála í landinu, þegar á heildina er litið. Hér er að vísu vaxtarbroddur útgerðar og fiskvinnslu á íslandi, eins og svo oft hefur verið bent á réttilega. En hvað um annan framleiðsluiðnað. Hvað um þjón- ustu og verslun? Fyrir tveimur til þremur áratugum gat vestfirskur skipasmíðaiðnaður annast viðhald og smíðar mestalls fiskiskipaflota fjórðungsins. Nú á því herrans ári 1978 þarf ekki einungis að senda stærstu fiski- skipin, skuttogarana, í önnur byggðarlög til viðgerða, heldur allan flotann. Þar með talda rækjubátana. Ekki skal hér fullyrt hverjum um er að kenna, en það er staðreynd, að á meðan tekist hefur á Akureyri, á Akranesi, í Garðabæ og víðar, að vinna að þessum málum svo, að fært er að annast viðhald fiskiskipa, þá megum við sjá eftir flotan- um héðan, til viðgerða á fyrrnefndum stöðum. Svo langt muna menn að hægt var að ganga í skóm, sem smíðaðir voru á ísa- firði. Nú er svo komið, að skósmiður er enginn í fjórðungnum. Annaðhvort hend- um við gömlu skónum, þegar þeir bila, eða við sendum þá suður, með viðeig- andi okursímtölum, og sendingarkostn- aði. Klæðskeri er hér enginn og fataiðn- aður, annar en vefstofa, sem framleiðir listvefnað og vélprjónastofa, er ekki til. Verslunin, sem áður var stolt ísfirð- inga, og hafði skip í förum milli landa, hefur veslast upp, og er nú varla meira en umboðsverslun fyrir innflytjendur á öðr- „annað hvort aftur á bak ellegar...” um landshlutum. Undantekningar eru þó veiðarfæraverslun Netagerðar Vestfjarða og Sandfells, og ýmsar aðrar vörur, sem Sandfell flytur hingað beint frá útlöndum. Einnig flytja nokkrir aðilar á svæðinu inn hráefni til byggingariðnaðar. Langmestur hluti afurðasölunar fer fram um aðila utan Vestfjarða. Kaupfélag ísfirðinga, sem eitt sinn var á meðal stærstu atvinnu og verslunarfyr- irtækja fjórðungsins, og þótt víðar væri leitað, hefur á undanförnum árum haldið matvöruverslun gangandi, með því að selja eignir frá gamalli tíð, uppí kostnað við taprekstur, sem nemur milljónum og milljónatugum árlega. Sparisjóðir eru í mörgum hreppum Vestfjarða, en enginn á ísafirði. Stærstu peningastofnanir fjórðungsins eru útibú ríkisbankanna. Tryggingar Vestfirðinga fara allar um umboð stóru tryggingarfé- laganna syðra, og svona mætti lengi telja. Er þetta eðlilegt? Sumum mun finnast það. En ég spyr enn, og nú spyr ég og ætlast til svars. Alþingismenn, sveitar- stjórnarmenn, ráðamenn fyrirtækja, á- hugamenn um alhliða uppbyggingu at- vinnu og menningarlífs Vestfirðinga. Hvar stöndum við, þegar góðæri það, sem nú varir í útgerð og fiskvinnslu gengur yfir, annaðhvort af náttúrunnar hendi, eða af mannavöldum? Við getum kannske staðið af okkur allt það óhagræði og þann kostnað, sem því fylgir að sækja jafnvel einföldustu og sjálfsögðustu þjónustu til annarra lands- hluta, á meðan hafið skilar okkur auði í svipuðum mæli og það hefur gert undan- farin ár. En það er nú mín skoðun, að til þess að hægt sé að tryggja varanlega búsetu og framfarir á Vestfjörðum, þá sé það mál brýnast, að stuðla að traustri uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs á svæðinu, og jafnhliða því, örri uppbygg- ingu íbúðarhúsnæðis. Við verðum að veita viðnám því peningastreymi, sem nú rennur nær óhindrað út úr byggðarlag- inu, og beina því á hríngrás innan Vest- fjarða. Ég undirstrika það, að við viljum opna umræðu um þessi mál í fjórðungsblöðun- um, með þáttöku alþingismanna, sveitar- stjórnarmanna og annarra áhugamanna. Það er óþolandi að þagað sé þunnu hljóði um framtíðar hagsmunamál vest- firskra byggða, meðan verið er að bralla með ráðherrastóla suður í Reykjavík, eða rífast um vegarspotta á ísafirði. Vetrarskoðun 1978 1. Hreinsuð geymasambönd 2. Mældur rafgeymir 3. Mæld hleðsla 4. Hreinsuð loftsía 5. Skipt um kerti 6. Skipt um platínur 7. Ath. viftureim 8. Stillt kúpling 9. Stilltir ventlar 10. Ljósastilling 11. Mótorstilling 12. Skipt um olíu 13. Smurning 14. Mældur frostlögur INNIFALIÐ f VERÐI, KERTI, PLATÍNUR, OLÍA, SMURNING, VINNA. 4. cyl. kr. 19.400 FAST 6. cyl. kr. 20.600 VERÐ! 8. cyl. kr. 23.400 Bílaverkstæði ísafjarðar Sími 3379 Ljósaúrval í NEISTA Ljós í stofuna Ljós í eldhúsið Ljós í svefnherbergið Ljós í ganga og geymslur ÚTILJÓS í ÚRVALI PERUÚRVAL Kerta - kúlu - og kastaraperur Flestar tegundir af öðrum Ijósaperum LAMPAÚRVAL Náttlampar - Borðlampar - Leslampar Standlampar - Lampar með stækkunargleri VASALJÓS - BATTERÍ - PERUR Neisti hf. ísafirði, sími 3416

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.