Vestfirska fréttablaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 5
5 Ófærð tafði ísfirðingana Sunnudaginn 1. október hélt sóknarpresturinn á ísafirði, séra Jakob Hjálm- arsson til Bíldudals ásamt félögum úr Sunnukórnum á ísafirði. Tilefni ferðar- innar var að messa í æskubyggð séra Jakobs. sem er fæddur og uppalinn á Bíldudal. Ófærð olli töf- um og erfiðleikum á ferða- lagi söngfélaga úr Sunnu- kórnum, og var ekki hægt að hefja messugjörð fyrr en klukkan hálf sjö um kvöld- ið. Við messuna sungu söngfélagar úr Sunnukórn- um undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar organleik- ara ísafjarðarkirkju. Sr. Jakob flutti messugjörðina og prédikaði. Fjölmenni mikið var við messuna. Að messu lokinni bauð sóknarnefnd og kór Bíldu- dalskirkju til kaffidrykkju í félagsheimilinu Baldurs- haga. Söngfólki og presti voru færðar þakkir fyrir komuna með von um end- urfundi. I framhaldi af því var kór Bíldudalskirkju boðið að koma við hentugt tækifæri til Isafjarðar og syngja í kirkjunni hér. Rækjuverksmiðjur byggja Niðursuðuverksmiðjan h.f. hefur fengið leyfi til að byggja ftskvinnsluhús úr steinsteypu við Sundahöfn. Hér er um að ræða fyrsta áfanga byggingarinnar og er grunnflötur 760 ferm. og rúmmál þess er 6.312 rúmm. Eins og kunnugt er verður núverandi húsnæði Niðursuðuverksmiðjunnar á Torfnesi að víkja vegna byggingar sjúkrahússins. Rækjustöðin h.f. hóf nú í haust byggingu fisk- vinnsluhúss úr steinsteypu á Sundahöfn. Þar er um að ræða svipað hús og Niður- suðuverksmiðjan ætlar að byggja. — Lægsta tilboð TIL SÖLU Marants magnari 1150 og plötuspilari HD 66 hátalarar og Sony TG186SD kassettutæki, Verð aðeins 530.000 kr. Á sama stað er til sölu Plymouth Valiant árg. 1964 á 150.000. ~ Upplýsingar í síma 3664 Vextir og verðbætur af láni frá Ferðamálasjóði 4 m. kr. Samtals 130 m. kr. Leggur bæjarsjóður fram 36 milljónir? Nú að undanförnu hefur stjórn Hótels ísafjörður verið að kanna leiðir til að fjármagna framkvæmdir á næsta ári og telja það grundvallarskilyrði fyrir því að ganga til samninga um verkið að þau mál séu leyst. Hugmyndir stjórnar félagsins eru þær að fjár- magna framkvæmdir á næsta ári með aukningu hlutafjár um 65 milljónir króna. Stjórn félagsins hef- ur farið þess á leit við bæjaryfirvöld að þau leggi fram 55% af þessu nýja hlutafé eða um 36 milljón- ir króna á næsta ári. Það Athugið að panta myndatökutíma tímanlega. Prufumyndir eru afgreiddar næsta virkan dag eftir myndatöku. LJÓSMYNDASTOFA HRANNARGÖTU2 (SAFIRÐI — SÍMI 3860 kom fram á bæjarstjórnar- fundi síðastliðinn fímmtu- dag að stjórn Hótel Isa- fjörður h.f. teldi að bygg- ing hót'elsins yrði ekki haf- in nú í haust ef ekki bærist jákvætt svar frá bæjaryfir- völdum fljótlega. Hurðir og fataskápar frá Sigurði Elíassyni hf. FUNA OFNAR Ofnasmiója Suóurlands Hveragerói HREINLÆTISTÆKI f MÖRGUM LITUM Á MJÖG GÓÐU VERÐI. ENSK GÆÐAVARA Z gardínukappar og brautir Sýnishorn af öllu á staðnum, að Bakkavegi 39, Hnífsdal. Opið frá kl. 20:00 til 22:00 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Thoro gólfefni ýmsum litum Thoro hraunefni og pússningarefni utanhúss GERUM TILBOÐ YÐUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU MAGNÚS R. SIGURÐSSON SÍMI3460 OG 3001.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.