Vestfirska fréttablaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 7
^JieUaMaotc 7 Hallsteinn Sverrisson: Síðari hluti HVERNIG ÞEKKIST ALKÓHÓLISTI? Er alkóhólismi sjúkdómur? Þegar í kringum áriö 1950- viöurkenndi Bandaríska heii- brigöismálastofnunin alkohól- isma sem sjúkdóm, og á ís- landi var hann viðurkenndur sjúkdómur nokkrum árum síö- ar. En hvernig sjúkdómur er þetta? Alkohólismi er krónisk- ur, breytiiegur, stigversnandi niöuráviö sjúkdómur. Þannig, að fólki' versnar með hverju glasinu sem það drekkur. Hann virkar áfram þó að á- fengis sé ekki neytt t.d. í tvö ár þannig, aö viökomandi per- sónu er ekki batnað, heldur stendur jafnvel á verra stigi en áður. Aikohólismi er ólækn- andi, og aðeins hægt aö halda honum niöri meö því einu, aö neyta ekki áfengis. Alkohól- ismi er líka fjölskyldusjúkdóm- ur, og alls ekki einkamál þess sem drekkur, því hann bitnar ekki síst á fjölskyldu og ástvin- um alkohólistans, sem í mörg- um tilfellum, en ekki öllum, eru jafnvel enn sjúkari á sinn hátt en alkohólistinn sjálfur. Því þau hafa jú farið ódeyfö í gegnum hildarleikinn, og í flestum tilfellum einangrast frá öðrum , lokast inní sjálfum sér, og lifað viö ótta, kvíöa og öryggisleysi. Þau hafa orðið tilneydd, aö taka á sig lygar, og ýmislegt fleira til þess aö vernda sjúklinginn sjálfan, og þaö litla sem fjölskyldan á eftir af mannorði. I því tilfelli nægir að minna á orö sem einhver sagði. ,,Að þaö væri alveg dæmalaust, hvaö alkohólistar ættu góöar eiginkonur". Alkohólismi er líka félags- legur sjúkdómur, vegna þess, aö hann snertir bókstaflega alla þætti í lífi og starfi sjúkl- ingsins, auk þess, sem hann varðar allt þaö umhverfi, sem sjúklingurinn lifir og hrærist í. Sá sem er einusinni alkohól- isti, veröur það alltaf, það er gersamlega óbreytanlegt, og ekki um neitt að ræða sem heitir að ,,læra" að drekka á nýjan leik." En er til lausn? Já svo sarinarlega. Svo dá- samlega einföld en ekki alltaf aö sama skapi auðveld. Hún er fólgin í því einu, aö snerta ekki áfengi, og gefa sjálfum sér tækifæri til þess, aö byggja líf sitt upp að nýju án áfengis. Nú kynni einhver að segja, en ég, ef ég er alkohól- isti, og þar af leiðandi sjúkl- ingur, þá hlýt ég aö þurfa að drekka? Þetta er ekki rétt, vegna þess, aö þúsundir og aftur þúsundir alkohólista drekka ekki. Þaö er að segja, þeir halda sjúkdómi sínum niðri, og eru óvirkir. En hvern- ig getur einstaklingurinn gert sig óvirkan, og haldið sér þannig? Til þess eru mörg ráð, og margar útréttar hend- ur til hjálpar, aðeins ef einhver vill taka í þær. Hér á íslandi er unnið geysilegt starf í þessum málum um þessar mundir. Ber þar einna hæst stofnun SÁÁ (Samtök áhugafólks um á- fengisvandamálið) sem bók- staflega hafa snúið almenn- ingsálitinu í þessu landi við, í þessum málum. Á þeirra veg- um er rekin afvötnunarstöð að Reykjadal í Mosfellssveit, og eftirmeðferðarheimili að Sogni í Ölfusi. Einnig má nefna Vífilsstaði, en þar fer fram meðferð alkohólista á vegum hins opinbera. Þess má geta, að AA samtökin hafa aldrei verið eins sterk á íslandi og núna, og AA deildir starf- andi víða um landið. Auk þess hafa hundruð íslendinga leit- að til Bandaríkjanna sér til hjálpar, og hafa þá flestir farið á Freeport sjúkrahúsið í New York, og til eftirmeðferðar að Veritas Villa. Það er mjög mik- ilvægt fyrir þá, sem vilja leita leiða sjálfum sér til hjálpar, að fara í gegnum einhverja af þessum stofnunum, og starfa síðan innan hinna mannbæt- andi AA samtaka, sem fram til þessa dags hafa reynst sú kjölfesta sem hverjum alko- hólista er nauðsynleg til þess að halda réttu striki. Það er sameiginleg reynsla allra þeirra mörgu karla og kvenna, sem náð hafa árangri í átt til betra lífs, að starf innan AA samtakanna sé ekki bara æskilegt, heldur nauðsynlegt. Þess vegna er AA leiðin sem rauður þráður í gegnum hjálp- arstarf allra þeirra stofnana sem að framan er getið. Það er mottó þessara ágætu sam- taka, að kalla fram það besta í hverjum og einum, og fá ein- staklinginn sjálfan til að virkja bað. Vilt þú taka í útrétta hönd? Ef þú vilt í einlægni, gera eitthvað í þínum málum, gerðu það þá fyrir þig sjálfan að hefjast handa nú þegar. Byrjaðu t.d. á því, að gera þér Ijóst, að þú einn getur það, en einsamall getur þú það ekki. Fyrsta skrefið gæti verið aö leita til SÁÁ, og fá pláss að Reykjadal í Mosfellssveit. Þar í Sjúkrastöðinni læra menn mjög fljótt að staðsetja sig gagnvart sjúkdómnum, auk þess sem þeir kynnast nýjum og áður óþekktum lífsviðhorf- um. Síðan getur leiðin legið til frekari meðferðar að Sogni, Vífilsstöðum eöa á Freeport og Veritas Villa, allt eftir því hvers óskað er. Það er nú einu sinni svo, með okkur ís- lendinga marga, að við höfum haldið að einu alkohólistarnir væru útigangsmennirnir eða bæjarbytturnar svonefndu, sem prýða hvern smábæ í þessu landi, en það er rangt. Alkohólistinn leynist líka bak- við þykk gluggatjöld, fín föt, og margir ganga um með skjalatösku. Við skulum gera okkur Ijóst, að alkohólisminn kemur ekki í flöskum ^sem standa í röðum á vínbörum og áfengisútsölum, heldur kemur hann í fólki. Við lærum allt, við lærum að ganga, við lærum aö tala, við lærum að lesa, við lærum að vinna, og við lærum bókstaflega allt nema lifa. og við fyllibytturnar þurfum svo sannarlega að læra að lifa án Framhald á 9. sfðu inn anlegur, gjörir hinn fávísa vitran. Fyrirmæli Drottins eru rétt, gleðja hjartað“. Sálm. 19:8 = 9. Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn einget- inn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf‘. Jóh. 3:16 (Litla Biblían). „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hefi velþóknun á, hlýðið á hann“. Matt. 17:5. „Sannlega hefir þessi verið Guðs son“. Matt. 17:54. „En þegar fylling tímans kom, sendi Guð son sinn, fæddan af konu, fæddan undir lögmáli, til þess að hann keypti lausa þá, sem voru undir lögmáli, svo að vér fengjum sonarréttinn“. Gal. 4:4. „En öllum þeim, sem tóku á móti honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn: Þeim sem trúa á nafn hans“. Jóh. 1:12. „Ef því sonurinn gjörir yð- ur frjálsa, munuð þér verða sannarlega frjálsir“. Jóh. 8:36. „í þessu er kær- leikurinn, ekki að vér elsk- uðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera frið- þæging fyrir syndir vorar“. 1 Jóh. 4:10. „Eftir að Guð forðum hafði oftsinnis tal- að til feðranna og með mörgu móti fyrir munn spámanna hefír hann í lok þessara daga til vor talað fyrir soninn“. Hebr. 1:1. „Þessvegna ber oss að gefa því enn betur gaum, er vér höfum heyrt, svo að eigi berumst vér afleiðis. Því að hafi orðið af englum talað reynst stöðugt og hver yfir- troðsla og óhlýðni hlotið réttlátt endurgjald, hvern- ig fáum vér þá undan komist, ef vér vanrækjum slíkt hjálpræði, sem flutt var að upphafi af Drotni, og var staðfest fyrir oss af þeim er heyrðu, er Guð jafnframt bar vitni með þeim, bæði með táknum og margs konar kraftaverk- um og útbýtingu heilags anda, að vild sinni? Hebr 2:1=4. „Ég, Jesús, hefi sent engil minn til að votta fyrir yður þessa hluti í söfnuðinum. Ég er rótar- kvistur og kyn Davíðs, stjarnan skínandi, morg- unstjarnan. Og andinn og brúðurinn segja. Kom þú. Og sá, sem heyrir, segi. Kom þú! Og sá sem þyrst- ur er, hann komi. Hver sem vill hann taki ókeypis lífsvatnið. Ég votta fyrir hverjum þeim manni, sem heyrir spádómsorð þessarar bók- ar, að leggi nokkur við þau, mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þessari bók. Og taki nokkur burt nokkuð af orðum spádómsbókar þess- arar, þá mun Guð burt taka hlut hans í tré lífsins og í borginni helgu, sem um er ritað í þessari bók. Sá, sem þetta vottar, segir: Já, ég kem skjótt, Amen. Kom þú, Drottinn Jesú! Náðin Drottins Jesú sé með hinum heilögu. Am- en. Þannig hljóða síðustu orð Bibliunnar. Með mikilli eftirvæntingu og gleði taka allir undir sem upplifað hafa hjálpræðið í Jesú Kristi undir þessi orð í hvaða söfnuði eða kirkju- deild sem þeir standa. Þetta verða einnig loka orð mín í þessum umræðum. Það hlýtur að vera ljóst hverjum ærlegum jnanni að kristin trú getur ekki grundvallast á öðru en kenningu Jesú Krists. Ef einhver aðhyllist aðra kenningu þá er sá ekki hans. Sigfús B. Valdimarsson. Barnamyndataka 12 Mtmyndir 9x12 cm í möppu. Kr. 12.000. LJÓSMYNDASTOFA HRANNARGÖTU2 ÍSAFIRÐI — SlMI 3860

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.