Vestfirska fréttablaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 9
Bolungarvik: Hugleiðingar um furðu- lega bæjarstjórn Það hlýtur að vera mjög ánægjulegt fyrir kaupstað- arbúann að eiga hest, hugsa um hann í frístund- um sínum, skreppa honum á bak, komast burt úr skar- kalanum, njóta friðar og hvíldar með þessum vini sínum. Þetta er að sönnu eftir- sóknarvert, það skil ég vel. En ég hef hins vegar aldrei getað skilið hvernig það getur farið saman, að eiga hest eða aðrar skepnur og hafa ekkkert land fyrir þær. Það hefur komið í ljós að þetta þarf þó ekki að vera til fyrirstöðu. Bæjarfé- lagið hleypur undir bagga og útvegar land. Vandinn er leystur, hesteigandinn getur verið rólegur og fær sér gjarnan annan hest. Hestamannafélagið er félagsskapur sem verðugt er að efla að ráðum og dáð. Bolungarvíkurbær lætur ekki sitt eftir liggja og virð- ist eiga nóg land aflögu. Engann þarf að undra það, þar sem Bolungarvíkurbær á land á Minni-Bakka og Hrauni í Skálavík, Meiri- Hlíð og á Gili. En hvað skeður? Hvergi virðist vera hægt að beita hestunum nema neðst á Syðridaln- um. Ætli landið þar hafi bara verið ónotað til þess tíma að hestamennirnir fengu það til afnota? Kannske virðist bæjar- stjórninni að svo hafi verið, en ekki munu þar allir sammála. „ Kaffi t í m abænd u r“ skulu víkja, engin ástæða er til að stuðla að offram- leiðslunni enda er ekki nóg að gert þó að þeim sé snið- inn þrengri stakkur. Nei, hin göfuga íþrótt, hesta-- mennskan, skal fá að blómgast, hvað sem það kostar. Bændur verða að draga saman seglin. Enda þótt þeir hafi keypt leigurétt á landspildu til 99 ára og hagi búskap sínum sam- kvæmt því, þá virðist það ekki gilda lengur. Þeim er bara sagt upp leiguréttin- um án tillits til þess að þeir hafi komið rækt í þessar spildur og svo ekki sé nú minnst orði á áburðarverð. Ég geri ráð fyrir að öllum, sem hafa stykki á sandin- um, hafi verið sagt upp, eða er kannske um að ræða svívirðilega árás á þann bónda einan sem ég frétti um. Það getur bæjarstjórn- in ein svarað fyrir. Mikið kapp er lagt á að græða sandinn, ágangur búfjár stranglega bannað- ur, því mikill munur er að sjá „sandinn" allan iðja- grænan. Er þá nema von að fólk reki upp stór augu þegar u.þ.b. 30 hestar ganga þar óáreittir sumarlangt? Ekki spilla þeir gróðrinum grey- in. Allir, sem eitthvað þekkja til hesta, vita hvernig þeir rótnaga hag- ann sem þeir ganga í. Ég spái þessvegna því að ekki verði langt þangað til að „sandurinn“ verður allur orðinn uppblásinn og grár á ný. En kannske dregur ögn úr offramleiðslu landbún- aðarvara ef þrengt verður svo að bændum í Hóls- hreppi að þeir hrekist burt af jörðum sínum. Þ.H. o — Hvernig þekkist áfengis, og það er hægt, það er öruggt, aðeins ef við tökum í þá útréttu hönd, sem að okkur er rétt. Það var einu sinni maður sem sat inní stofu og var að lesa í blaði. Átta ára gamall sonur hnas kom inn og sagði. „Pabbi komdu út í boltaleik". Faðir hans var nýsestur með blaðið, og langaði að líta í það, svo hann ákvað að leika á drenginn og vinna tíma. Hann reif eina blaðsíðu sem á var landakort úr blaðinu, reif hana síðan í smærri agnir og sagði við drenginn, ,,Þegar þú ert búinn að raða þessu púlsuspili saman, þá skulum við koma út í boltaleik". Hann vissi að þetta var varla hægt. Eftir skamma stund kom drengurinn inn aftur og sagði. „Pabbi ég er búinn“. Faðir hans varð alveg forviða og spurði. „Hvernig má það nú vera?“ Þá svaraði barnið. ..Pabbi minn. það var mynd af manni á baksíðunni, ég snéri þessu bara við, og þá var þetta enginn vandi”. Það skyldi ekki vera, að á okkar eigin baksíðu sé mynd af öðrum manni, því það er jú lifandi maður á bak við hverja fyllibyttu. Það er ákaflega heimskulegt að leita ekki. © —Lögreglan að lausn málsins liggi fyrir innan skamms, alla vega fyrir árslok. Með bæjarráði hafa fjallað um málið Guðmundur Sigurjónsson fulltrúi bæjarfógeta og fulltrúi frá Isafjarðardeild Rauða Krossins. Maður skyldi aldrei vanmeta neitt hjá konu, nema aldur og vigt. Enginn er eins gamall og hann vonast eftir að verða. A næsta ári verður kjólasíddin sú sama, en hnén verða neðar. FHH Leigjum út sali frá og með 2. október 1978 fyrir allskonar íþróttaiðkanir svo sem BORÐTENNIS KÖRFUBOLTA BLAK JÚDÓ BADMINTON GLÍMU OG MARGT FLEIRA. Upplýsingar og pantanir hjá Halldóri Guðmundssyni í síma 3645 eða 3633 eftir hádegi alla daga. Sauna-bað opið sem hér segir frá og með 2. október 1978: KARLATfMAR: KVENNATÍMAR: Mánudaga 8—10 Þriðjudaga 8—10 Miðvikudaga 8—10 Fimmtudaga 8—10 Laugardaga 4—6 ísafjarðarkanpstaðar „Olíustyrkur” Greiðsla „olíustyrks” fyrir tímabilið apríl—júní fer fram á venjulegum af- greiðslutíma bæjarskrifstofunnar (kl. 10—12 og 13—15) dagana 2.—13. okt. að báðum dögum meðtöldum. VINSAMLEGAST SÆKIÐ STYRKINN Á OFANGREINDUM TÍMA.. ísafirði, 28. sept. 1978. Bæjarritarinn ísafirði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.