Vestfirska fréttablaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 11.10.1978, Blaðsíða 10
10 Myndlistarsýning á ísafirði Draumsýnir Ungur bandarískur listamaður, Michael Gunt- er mun opna sýningu á verkum sínum í sýningar- sal Bæjar og héraðsbóka- safnsins á Isafirði næst- komandi laugardag kl. 13:00. Mun hann sýna svarthvítar rótringsmynd- ir, klippimyndir, unnar úr blaðamyndum og fleiru og nokkrar portrettmyndir málaðar með olíu. Sýningin verður opin á opnunartíma Bókasafns- ins, og auk þess laugardaga og sunnudaga frá kl. 13:00 til kl. 22:00 og mánudags til föstudagskvöld kl. 20:00 til 22:00. Michael er nýfluttur til ísafjarðar og vinnur sem rafsuðumaður hjá Skipa- smíðastöð M. Bernharðs- son hf. Michael Gunter Til hægri eitt verka Michaels Hefur framleitt 7000 m3 af stein- steypu í sumar Nú er verið að landa úr Skeiðfaxa í þriðja sinn í sumar hjá Vesttak hf. á fsafirði. Hefur skipið flutt hingað 1350 lestir af lausu sementi frá því í júlí, er tekinn var í notkun hjá Vesttak geymir fyrir laust sement. Geymslutankur- inn tekur 900 lestir, en fullfermi Skeiðfaxa er 450 lestir. Alls hafa verið fram- leiddir sjö þúsund rúm- metrar af steinsteypu hjá Vesttak í sumar, síðan ! júní. Gatnagerðar- framkvæmdir á Patreksfirði: Lögðu olíu- malar- slitlag á Aðal- stræti í sumar hefur verið unn- ið að undirbúningi Aðal- strætis og hluta Sigtúns fyrir olíumalarslitlag. Fyrir skömmu var svo slitlagið lagt niður á Aðalstræti frá Vatneyri, inn Geirseyrina, að Mikladalsá, og á Sigtún að hluta. Alls er hér um að ræða um tvo og hálfan kílómetra gatna. Verkið var undirbúið af heimamönnum, en Miðfell hf., sem einnig var ráðgef- andi aðili um undirbún- inginn, sá um útlagningu slitlagsins. Kostnaðartölur um framkvæmdir þessar liggja ekki fyrir enn. Úr myndlistartíma Nýjung: Verslunar- og skrifstofufræði Mánudaginn 2. október síðastliðinn hófst fimmta starfsár Kvöldskólans á Isafirði. Kennslugreinar eru nú þessar: Enska (fjórir flokkar), bókfærsla, vélritun, mynd- list (þrír flokkar), sund, smíðar og íslenska fyrir út- lendinga. Nemendur í bók- færslu og vélritun geta tek- ið þær greinar sem hluta af námi í verslunar- og skirf- stofufræðum, en ýmsir þættir þeirra verða á dag- skrá Kvöldskólans á næstu misserum. Kvöldskólinn: Fyrirlestrar um listasögu Af auglýstum námskeið- um Kvöldskólans féllu að- eins niður námskeið í norsku og listasögu, en í ráði er að Kvöldskólinn bjóði þess í stað upp á fyrirlestra um listasögu og verða þeir auglýstir síðar. Alls eru innritaðir 145- 150 nemendur í kvöldskól- ann og eru þeir fleiri en nokkru sinni fyrr. For- stöðumaður Kvöldskólans er Lára G. Oddsdóttir.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.