Vestfirska fréttablaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 4
Orðið er laust — Lesendadálkur — Umferðarmenning ísfirðinga Tillitsamur bílstjóri stoppar ávallt við gang- braut ef hann sér vegfar- anda bíða við enda henn- ar. Þetta gerði ég, þegar ég sá að ung stúlka, 6 til 7 ára gömul, beið við gang- brautina milli K.í. og Hamraborgar. Eftir að ég stoppaði hélt stúlkan strax út á gang- brautina og ætlaði alla leið yfir götuna, því enginn umferð var á móti á hinni akreininni. En hvað gerðist? Litla stúlkan varð að stoppa á miðri götunni, vegna þess að tvær bifreið- ar sem á eftir mér komu (önnur bifreiðin með skrá- setningarnúmeri í-1290) stoppuðu ekki, heldur héldu áfram fram úr minni bifreið yfir gang- brautina á vitlausum kanti, þvert í veg fyrir stúlkuna. Vita þessir tveir viðkom- andi bílstjórar ekki hvað fer fram, þegar bifreið stoppar við gangbraut? Látum nú vera að bíl- stjórar séu svo tillitslausir að stoppa ekki við gang- braut, þótt vegfarendur bíði eftir að komast yfir, en miklu alvarlegra er það, að þeir taki fram úr staðnæmdri bifreið sem hefur stoppað gagn gert til að hleypa vegfaranda yfir. Þannig bjóða þessir háttvirtu bílstjórar bæjar- ins vegfarendum fría ferð upp á sjúkrahús eða jafn- vel styttri leiðina upp í kirkjugarð. Ég tek það fram að bíl- stjórar af eldri gerðinni eru síst skárri hvað þetta snert- ir, (sbr. númerið á bílnum) þótt þeir geti verið skárri að öðru leyti. Þetta atvik að vanvirða gangbraut og það all rækilega, minnir mig óneitanlega á tvö dauða- slys á börnum, sem áttu sér stað fyrir skemmstu á gangbrautum í Reykjavík. SRS Húsmóðir við Urðarveg hringdi: „Höfum ekki efni á að bíða eftir að slys verði“ Húsmóðir við Urðarveg hafði samband við blaðið. Hún lýsti áhyggjum sínum af þeirri hættu, sem skap- aðist þegar börnin, sem fara með skólabílnum frá viðkomustöðum við Selja- landsveginn, söfnuðust saman við gatnamót Mið- túns og Seljalandsvegar, og sömuleiðis innar við Selja- landsveg. Kvaðst hún iðu- lega hafa séð þau skjótast út á veginn og þá jafnvel í veg fyrir bíla. Einnig þyrptist hópurinn gjarnan í veg fyrir skólabílinn, þeg- ar hann nálgaðist við- komustaðina og hefði var- kárni bílstjórans oftar en einu sinni forðað slysi við slíkar aðstæður. Varpaði hún fram þeirri spurningu, hvort ekki væri hægt að gera eitthvað til þess að draga úr hættunni, sem þarna skapaðist, svo sem með því að setja upp einhverjar grindur til hindrunar, eða jafnvel koma fyrir biðskýli á við- komustöðunum. Ályktun fundar Sjómannafélags ísfirðinga Almennur fundur Sjómannafélags ísfirð- inga, haldinn 11. október s.l. samþykkti eftirfarandi ályktun „Fundurinn álítur að lausn efnahags- vanda íslensku þjóðarinnar verði ekki leystur með kjaraskerðingum, þar sem lengst er gengið á kjör sjómanna. ísfirskir sjómenn mótmæla harðlega þeirri kjara- skerðingu, sem felst í seinustu fiskverðsá- kvörðun, sem er í engu samræmi við launaákvarðanir til annara stétta.“ Hurðir og fataskápar frá Sigurði Elíassyni hf. FUNA OFNAR Ofnasmiðja Suðurlands Hveragerói VIKURELDHÚS HREINLÆTISTÆKI f MÖRGUM LITUM Á MJÖG GÓÐU VERÐI. ENSK GÆÐAVARA Z gardínukappar og brautir Sýnishorn af öllu á staðnum, að Bakkavegi 39, Hnífsdal. Opið frá kl. 20:00 til 22:00 miðvikudaga Thoro gólfefni í ýmsum litum Thoro hraunefni og pússningarefni utanhúss GERUM TILBOÐ YÐUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU MAGNÚS R. SIGURÐSSON SIMI3460 OG 3001.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.