Vestfirska fréttablaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 6
6 Guðbjartur Finnbjörnsson Þaö vakti forvitni bæjarbúa fyrir um tveimur árum þegar undarlegt skip birtist hér á poll- inum og tók að dæla möl og grjóti í fjöruna framan viö Hafn- arstræti ofanvert. Það kvisaðist fljótt út hvað til stóð. Það átti að gera þarna nýtt land til þess að byggja á. Ég spurðist frekar fyrir um málið og kom þá í Ijós að þarna stóð til að reisa hús með þjónustu fyrir bifreiðar og bifreiðaeigendur ásamt þvotta- stöðu. En hvað með sjoppu? Nei, þar á hvorki að selja coke né prins póló. Leið nú tíminn og ekki risu mannvirkin og taldi ég eins og fleiri, að þessi fáránlega hug- mynd hefði verið kæfð í fæð- ingu. Nýleg auglýsing í blaði sýndi þó, að svo var ekki. Auglýst var eftir verktökum í verkið. Gekk ég þá á fund bæjarstjóra og spurði frekari frétta af málinu. Var þar greiðlega skýrt frá öll- um málavöxtum. Hafði ég þá samband við næsta nágranna, sem einnig hafði sýnt málinu áhuga og rituðum við bréf til 'bæjarstjórnarinnar og var mælst til þess að hún endur- skoðaði ákvörðun sína um staðsetningu á þessari þjón- ustu. Það gat verið að hin nýja bæjarstjórn með nýjum mönn- um hefði aðra skoðun á málinu heldur en sú gamla. Ekki þótti nauðsynlegt að svara þessu bréflega, meira var haft við svo að öllum yrði Ijóst hvað til stóð. Fréttamaður útvarpsins í bænum og bæjarritari las frétta- pistil í útvarpiö eitt kvöldið og gaf landsmönnum þar yfirlit yfir afrek hinna tekjuháu bæjarbúa og stjórnenda bæjarins undan- farna mánuði og ár. Gat hann um nýtt íbúðar- hverfi í firðinum út í Hnífsdal og upp um allar hlíðar. Ekki gat hann þó um fækkun íbúa á Eyrinni, en þeim hefur fækkað um helming og vel það síðan 1930, svo að eitthvað ártal sé nefnt. Ekki man ég orðrétt hvort hann gat um frystihúsiö á hafn- arbakkanum, sem var gert aö skólahúsi, heildsölu og pakk- húsi, en byggð upp tvö frysti- hús í íbúðarhverfum bæjarins. Sjúkrahúsbyggingu minntist hann á, elliheimili og fl., að ó- gleymdri hitaveitu orkubúsins, sem bæjarbúar eiga að ylja sér við í vetur. í lokin kom svo tilkynning um bensín og olíu- söluna nýju. Enginn vildi taka að sér að reisa fyrirtækið og ber að þakka ísfirskum verktökum áhugaleysi þeirra á því verkefni. Það var verið að semja við ut- anbæjarmenn um að fram- kvæma þetta skemmdarverk á útliti og skipulag bæjarins. Það er sem sagt endanlega ákveðið af bæjarstjórninni, að leyfa þessar framkvæmdir. Þetta á að vera eina bensin og olíusalan í bænum. f framtíðinni eiga bensínþyrstar blikkbeljur að safnast á þennan stað til þess að svala þorsta sínum. I búðinni fæst allt fyrir bílinn og á þvottastöðinni er óþrjótandi vatn úr krönum frá hinum tæru lindum vatnsveitu Isafjarðar til þess að skola rykið af bílnum eftir öguferð um hina rómuðu vegi landsins. Ökufólkið þarf líka sitt coke og prince póló og það er vissu- lega séð fyrir því. Hinu megin við mestu umferðagötu og kappakstursbraut bæjarins er Hótel Mánakaffi með sína „sjoppu". Hún virðist eiga ör- ugga framtíð fyrir sér. En hvað með slysahættuna? Hún er líklega aukaatriði í þessu sambandi. Það er sagt að fólk eigi að gæta sín í um- ferðinni. I’ lok þessa áratugar eöa fyrr er gert ráð fyrir því, að 1000 ökutæki eða jafnvel fleiri eigi leið um bæinn dag hvern á leið frá flugvellinum út í Hnífsdal. Flestir munu þá eiga leið um Hafnarstræti og Sólgötu, sem nú þegar er afskrifuð sem í- búðagata og verður hluti af hraðbraut gegnum bæinn. Þá liggur Hrannargata vel við þessum stað. Hefur hún þegar sitt hlutverk og þjónar m.a. efra íshúsinu dyggilega til allra flutninga til og frá hafnarsvæð- inu. Það mun ekki vera opinber stefna í skipulagsmálum bæjar- ins að hrekja sem flesta íbúa af Eyrinni, en það virðist heldur lítið gert til þess að sporna við þeirri þróun. ( dag er ekkert að sækja í miðbæ Isafjarðar um helgar eða á kvöldin nema lé- legt kvikmyndahús og yfirfulla „sjoppu". Líklega er umrædd bensínsala tilraun til þess að lífga uppá bæjarlífið. Vegna fyrirhugaðrar bensín og olíusölu sunnan Hafnarstrætis Danshljöm- sveit VestfjarÖa: Síðastliðinn laugardag hélt Danshljómsveit Vest- fjarða sinn fyrsta dansleik. Hljómsveitin var stofnuð nú nýlega og hefur hún gert samning við Félagsheimilið i Fastráðnir heimilinu í Hnífsdal og er ráðgert að hún leiki á öllum opnum dansleikjum í Félagsheimil- inu í vetur. Danshljómsveit Vestfjarða skipa: Rafn Brynhildur Björnsson: Þriðjudagsmorgun 19. kynningar og skemmtiferða- sept. lögðum við af stað frá lag til Þýskalands. Keflavikurflugvelli í fræðslu, Seinni part dags komum

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.