Vestfirska fréttablaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 25.10.1978, Blaðsíða 12
Skíðagallar Stakir jakkar, stakar buxur og sett. Erum að taka upp mjög fallegt úrval af hlífðarfatnaði frá Austurríki. BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAP Sportvörudeild sími 3123 Isafjarðarumboð Arni Sigurðsson Férðamiðstöðin hf. Skýrsla um málefni aldraðra Bygging dvalarheimilis forgangsverkefni — Ráð- inn verði ellimálafulltrúi Nýlega barst blaðinu skýrsla um málefni aldraðs fólks á fsafirði. Skýrslan er unnin af sóknarprestinum sr. Jakobi Hjálmarssyni og Friðriki Hjartar guðfræði- nema, sem starfaði hér um tveggja mánaða skeið síð- astliðið sumar. Hér á eftir verður reynt að gera grein fyrir áhugaverðustu niður- stöðum skýrslunnar. Vantar 20 vistrými fyrir aldrað fólk Höfundar skýrslunnar telja að vistrýmisþörf aldr- aðra á fsafirði sé 30 til 34 vistrými, en telja að miðað við eðlilegar aðstæður gætu núverandi húsakynni elliheimilisins hýst 11 til 13 vistmenn. Vistmenn á Elliheimilinu eru nú 22. Einnig benda höfundar á að Fjórðungs- sjúkrahúsið noti 27% rýmis síns undir þá, sem teljast megi öldrunarsjúklingar. Af þessum sökum m.a. telja höfundar skýrslunnar að bygging nýs dvalar- heimilis skuli vera for- gangsverkefni, hvað varðar húsnæðismál elliþjónustu á ísafirði. Var brýnna að reisa dvalarheimili, heldur en leiguíbúðir fyrir aldraða Höfundar skýrslunnar draga í efa að bygging 30 leiguíbúða fyrir aldraða, sem nú eru í byggingu á Torfnesi, leysi brýnasta vanda aldraðs fólks á ísa- Framhald á 11. síðu VÍKURSAMFÉLAGIO er komið í bókaverslanir Víkursamfélagið er þriðja bók Guðlaugs Arasonar og önnur bókin, sem út kemur eftir þennan höfund á sama árinu, en hin bókin er Eld- húsmellur, sem kom út á forlagi Máls og menningar fyrir nokkru. Víkursamfélagið gerist í íslensku sjávarþorpi - Rúna- vík - þar sem Kaupfélag Langafjarðar, Öseyri hefur alla þræði atvinnúlífsins í höndum sér. Trillukarlar undir forystu Fjalars Guðm- undssonar frá Nesi taka höndum saman, þegar þeim finnst kaupfélagið sýna þeim óbilgirni og yfirgang. í Víkursamfélaginu er í fyrsta skipti í íslenskri skáldsagnar- gerð gerð alvarleg úttekt á stöðu kaupfélagsins og má það merkilegt heita, þar sem kaupfélög yfirleitt hafa ekki gegnt svo litlu hlutverki í íslensku atvinnu- og félags- lífi. Víkursamfélagið lýsir á raunsæjan hátt íslensku sjáv- arþorpi - hversdagslífi sem hátíðum - amstri'og ánægju þorpsbúa, sem eru að vakna til vitundar um sjálfa sig og gæti um leið og lesa má úr því litla sögu um hversdags- fólk verið háðsk ádeila á © POLLIIMIM HF Isafiröi Sími 3792 -----------------------------1 KENWOOD KENWOOD KENWOOD CHIEF hrærivélar fyrirliggjandi í þrem litum Ennfremur KENWOOD CHIEF fylgihlutir. samtímaatburði með þjóð- inni. Víkursamfélagið var lesin í útvarp á liðnu ári og á síðasta hausti hlaut sagan verðlaun í verðlaunasam- keppni bókaútgáfunnar BOKÁS. Guðlaugur Arason er fæddur og uppalinn á Dal- vík og gerþekkir það um- hverfi, sem hann lýsir í VÍKURSAMFÉLAGINU. Margar persónur þessa verks eiga vafalítið eftir að verða góðir kunningjar íslenskra lesenda - enda er höfundi einkar létt um persónusköp- un. VÍKURSAMFÉLAGIÐ er önnur bók bókaútgáfunn- ar BÓKÁSS, sem stofnuð var á síðastliðnu ári. Bókin er 264 bls. að stærð og kostar kr. 6.480 út úr verslunum. 1 Næsta tölublað ) Vestfirska fréttablaðsins kemur út 8. nóv- ember. Við höfum orðið varir við stór- aukinn áhuga lesenda á því að tjá hug sinn ) í blaðinu. Því viljum við enn ítreka það, að j við birtum allt aðsent efni, svo sem stærð blaðsins og velsæmi leyfir. Ef þið óskið > ekki að skrifa sjálf, en viljið koma ein- ; hverju á framfæri, þá gjörið svo vel og hringið í mig í síma 3100, utan 1 vinnutíma. Ritstjóri

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.