Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 2
2 Utgefandi og ábyraðarmaður: Árni Sigurðsson Blaðamaður: Kristján Jóhannsson. Prentun: Prentstofan ísrún hf., (safirði Vestfirska fréttablaðið hefur nú komið út um þriggja áraskeið. Fyrsta tölublaðið sá dagsins Ijós hinn 3. nóvember 1975. Þá hafði hugmyndin um útgáfu Vestfirsks blaðs, utan stjórnmálaflokka, verið í deiglu um nokkurt skeið hjá þeim er síðan réðst í útgáfu blaðsins. í fyrstu var stærð blaðsins fjórar síður, og var það prentað í 1000 eintökum. Síðan hefur blaðið vaxið að upplagi í 1600 eintök og er nú að jafnaði 12 blaðsíður að stærð. Brot Vestfirska frétta- blaðsins er nokkru minna en dagblað- anna, og hefur það í för með sér ýmislegt óhagræði í vinnslu þess. Nú á þessu ári hefur tækjakostur Prentstofunar ísrúnar Þrjú ár að baki enn batnað, þannig að um næstu áramót er ætlunin að færa blaðið upp í venjulpga dagblaðastærð og gefa þá út átta síður annanhvern miðvikudag. Með því að stækka brot blaðsins, má koma álíka miklu lesefni á 8 síður, og nú er á 12. Vestfirska fréttablaðið var til þess stofnað, að fjalla um málefni Vestfjarða og stefnan sú frá upphafi að halda þann- ig á málum að fréttaskrif yrðu óhlutdræg °g gagnrýni jákvæð. Nú er það svo, um allt sem máli skiptir, að það eru fleiri en einn flötur á hverju og skoðanir ýmsar. Þessvegna er það mjög mikilvægt atriði að við birtum allt aðsent efni úr fjórð- ungnum, svo fremi sem það hæfir stærð blaðsins og velsæmi. Það er ávallt matsatriði hvernig til tekst að flytja óhlutdrægar fréttir og jákvæða gagnrýni, en þar sem síður blaðsins eru opnar þeim, sem í það vilja rita, og á meðan menn vilja nota það tækifæri, sem þannig gefst til þess að koma skoðunum sínum á framfæri í svipuðum mæli og að undanförnu, þá teljum við, að Vestfirska fréttablaðið hafi mikilvægu hlutverki að gegna í baráttunni fyrir framförum í Vest- firðingafjórðungi. , í,. ».» z41 -i Skúli, eltt verkanna á sýningu Jóns. Myndlistarsýning Miðvikudaginn 1. nóv. s.l. var opnuð sýning á gra- fíkmyndum eftir JÓN REYKDAL í bókasafninu á ísafirði. Á sýningunni eru 19 myndir, dúkirstur í lit, unnar á s.l. tveimur árum. Myndirnar eru allar til sölu. Sýningin mun standa fram um miðjan nóvemb- er, og er hún opin á venju- legum útlánstíma bóka- safnsins, virka daga kl. 2-7, nema laugardaga kl. 2-4. Jón Reykdal (f. 1945) stundaði nám við Mynd- lista- og handiðaskóla ís- lands 1962-66, framhalds- nám í grafík við Gerrit Rietveld Akademi í Am- sterdam 1968-69, og í Kon- unglegu listakademíunni í Stokkhólmi 1969-71, enn- fremur nám við teikni- kennaraskólann í Stokk- hólmi veturinn 1971-72. Kennari við Myndlista- og handiðaskóla fslands frá 1972. Formaður félags- ins íslensk grafík 1975-78. Fjöldi bænda og tvö fyrirtæki stofnendur Meðál hluthafa eru milli tuttugu og þrjátíu bændur í Djúpinu, aðal- lega úr Nauteyrarhreppi. Tvö fyrirtæki á ísafirði eru einnig hluthafar og eru það Hraðfrystihúsið Norð- urtangi h.f. -og heildversl- unin Sandfell h.f. í fyrstu stjórn félagsins voru kosnir Engilbert Ingvarsson Tyrð- ilmýri, Benedikt Eggerts- son Hafnardal og Jón F. Þórðarson Laugarási. VERÐUR SLÁTRAO Á NAUT- EYRI A NÆSTA HAUSTI? Það kom fram á stofn- fundinum að áhugi er á því að reisa sláturshús á Nauteyri í Nauteyrar- hreppi, sem er innar lega á Snæfjallaströnd, en Naut- eyri er í eigu Nauteyrar- hrepps, sem er meðal stofn- enda félagsins. Líklegt er talið að það verði aðalverk- efni stjórnar félagsins að undirbúa byggingu slátur- hússins og að það verði jafnvel tilbúið á næsta hausti. OF EINHÆFT ATVINNULÍF í DJÚPINU Vestfirska fréttablaðið hefur fregnað að það séu einkum þrjár ástæður, sem liggja að baki stofnunar þessa félags. í fyrsta lagi telja bændur í Djúpinu að einhæft atvinnulíf þar um slóðir geti haft afdrifaríkar afleiðingar varðandi byggðaþróun á svæðinu. Bændurnir telja að þetta einhæfa atvinnulíf stuðli að brottflutningi ungs fólks og geti leitt til mikillar íbúafækkunar á þessu svæði. ÓÁNÆGJA MEÐ SLÁTURS- HUSMÁL KAUPFÉLAGSINS Önnur ástæðan er sú að bændum við Djúp finnst að Kaupfélag fsfirðinga hafi lítið hugsað um að byggja upp sláturhús, því Frá stofnfundinum. eins og kunnugt er starfar sláturhús Kaupfélagsins á undanþágu því að það uppfyllir ekki þær kröfur, sem gerðar eru til slátur- húsa nú á tímum. Þriðja ástæðan er sú að bændurn- ir vilja ekki byggja allt sitt á fyrirtæki, sem þeir telja illa stætt fjárhagslega og er þar átt við Kaupfélag ís- firðinga.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.