Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 4
4 88 Hnífsdælingar skrifa undir mótmælaskjal hagstæðu verði. Mjölverk- srniðja þessi er þannig út- búin að hráefnið er gufu- þurrkað, en ekki eldþurrk- að eins og almennt er nú. Nokkru áður en umrædd kaup fóru fram hafði fyrir- tækið sótt um lóð undir starfsemi mjölverksmiðj- unnar, en bæjarstjórn frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum 6. október 1977. Þessi lóðarumsókn fyrirtækisins hefur nú á annað ár legið til af- greiðslu hjá bæjarstjórn en ekkert hefur skeð enn og sér ekki fyrir endann á lóðamálum fyrirtækisins. Rækjuverksmiðjan festi því síðla sumars kaup á húseign á Leiti í Hnífsdal og hugðist setja upp mjöl- verksmiðjuna á þeim stað til bráðabirgða. Seinni hluta september- mánaðar sótti Rækjuverk- smiðjan h.f. um heimild til að hefja rekstur mjölverk- smiðjunnar á Leiti og var þessi umsókn tekin fyrir á bæjarstjórnarfundi 26. okt- óber síðastliðinn. Á bæjarstjórnarfundinn mættu sem áheyrendur fjölmargir íbúar í Hnífsdal og rétt áður en fundurinn hófst barst bæjarstjórn undirskriftalisti frá 88 íbú- um í Hnífsdal, þar sem þeir mótmæltu því harð- lega að verksmiðjunni yrði veitt umbeðið starfsleyfi vegna nálægðar við íbúð- arhverfi. Eftir miklar umræður í bæjarstjórn um málið var ákveðið að fresta málinu til næsta bæjarstjórnar- fundar m.a. vegna skorts á upplýsingum. Aftur var boðað til bæjarstjórnar- fundar þann 1. nóvember og var eina málið á dag- skrá tillaga forseta bæjar- stjórnar sem fram kom á fundinum 26. október um að veita Rækjuverksmiðj- unni að hefja rekstur mjöl- verksmiðjunnar til bráða- birgða og að uppfylltum ýmsum skilyrðum, m.a. þeim að loka mætti verk- smiðjunni ef hún myndi valda íbúum í nágrenninu einhverjum óþægindum. „GÆTI HAFT ÓHEILLAVÆN- LEG ÁHRIF A UPPBYGG- INGU HNÍFSDALS“ Á fundi bæjarstjórnar 1. nóvember lagði bæjarfull- trúi Sturla Halldórsson fram greinargerð um mál- ið og umsagnir nokkurra aðila. í greinagerð sinni segir Sturla m.a. að full- yrðingar um mengunar- lausa verksmiðju séu ekki réttar og að fyrirtækið hafi ekki gert fullnægjandi grein fyrir verksmiðju- rekstrinum t.d. meðferð hráefnis og þrifnað það að lútandi. Einnig segir Sturla að kaup umræddrar verksmiðju hafi verið gerð löngu áður en umsókn um Sturla: Lagði til að umsókn um starfsleyfi yrði hafnað. starfsleyfi komu fram og fjárhagslegar skuldbind- ingar. fyrirtækisins hljóti því að vaxa mjög við kostnaðarsama uppsetn- ingu verksmiðjunar til reksturs í skamman tíma. Einnig kemur fram í greinagerð bæjarfulltrúans að eindregin mótmæli meginþorra íbúa í Hnífs- dal liggi fyrir og byggist þessi mótmæli á því að óþrifnaður og mengun fylgi rekstri verksmiðjunn- ar, sem væri óþolandi fyrir íbúa staðarins. Jafnframt því sem staðsetning slíkrar verksmiðju svo til mitt í íbúðarbyggð staðarins gæti að einhverju leyti haft ó- heillavænleg áhrif á upp- byggingu Hnífsdals að mati bæjarfulltrúans. Guðmundur: Vildi leyfa rekstur til bráðabirgða. UMSÓKN UM STARFSLEYFI HAFNAÐ BÆJARRÁÐI FALIÐ AÐ GERA TILLÖGU UM LÓÐA- ÚTHLUTUN Sturla Halldórsson lagði á bæjarstjórnarfundinum fram tillögu um að um- sókn Rækjuverksmiðjunn- ar h.f. um starfsleyfi væri hafnað og var tillagan samþykkt með 5 atkvæð- um, en tillaga forseta kom ekki til atkvæða. Einnig flutti Sturla Halldórsson tillögu um að bæjarstjórn fæli bæjarráði að gera til- lögu um lóðarúthlutun til Rækjuverksmiðjunnar í Hnífsdal fyrir umrædda starfsemi, svo fljótt sem hægt er. Tillagan var sam- þykkt með 8 samhljóða at- kvæðum. SKIÐI OG SKIÐABUNAÐUR Erum að fá með hverri ferð nýju gerðirnar af skíðavörunum: FISCHER svig- og gönguskíði DYNASTAR skíði, ROSSIGNOL skíði CABER skór, RISPORT skór SALOMON bindingar, COBER bindingar og stafir INNSBRUCK skíðagallar NORSK gönguskíði, stafir og bindingar Auk þess eigum við enn á hinu hagstæða fyrra árs verði nokkrar birgðir af skíðum, skóm, bindingum, skíðagleraugum og fjölbreytt úrval af skiðaáburði. Bókaverslun Jónasar Tómassonar sportvörudeild sími 3123 Verksmiðjuhús O. N. ólsen hf. Lengir árlegan starfstíma fyrirtækisins Frystihús O.N. Olsen h.f. keypti á síðasta ári sérstök tæki til að vinna hörpudisk, þ.e. til að losa vöðvann úr skelinni. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins Theodórs Nordkvist reynist þessi hörpudiskvinnsla mjög vel og er geysilega þýðingar- mikil sökum þess að þessi vinnsla lengir árlegan starfstíma fyrirtækisins að mun. Þetta hefur komið mjög vel í ljós nú í haust því að rækjuveiðar eru ekki hafnar enn í ísafjarðar- djúpi eins og flestum er kunnugt. Nýkomið úrval af SÓFASETTUM BORÐSTOFUSKÁPUM DISKHILLUM OG FORSTOFUKOMMÓÐUM FALLEGAR RÝJAMOTTUR í ÚRVALI HÚSGAGNAVERSLUN ÍSAFJARÐAR Sími 3228 ísafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.