Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 5
5 Hallgrímur Axelsson, bæjarverkfræðingur: Leikfangaland, framleiðsla ísafjarðar- kaupstaðar á bundnu slitlagi Frá olíumalarvinnslunni. Umhverfi um mannlíf, fullt af ryki eða drullu stenst eng- an samanburð við stað, sem skilar af sér vatni og hægt er að halda hreinum. Nokkuð langt eigum við fsfirðingar í land með það síðara, greini- legur vilji virðist vera fyrir því að bæta úr ástandinu. STÓRVIRKI UNNIÐ A ÁRUN- UM 1960—1965 Á tímabilinu 1960 til 1965 var unnið stórvirki á Isaftrði, þegar um helm- ingur þáverandi gatnakerf- is bæjarins var malbikað. Þetta malbik hefur staðið sig vel bæði hvað gerð slit- lagsins varðar og einnig vegna þess að undirbygg- ing gatna var yfirleitt góð, m.a. vegna þess að bærinn stendur á malareyri. Þessi framkvæmd hefur vafalaust dregið úr fólks- flótta frá ísafirði, en um þetta leyti flutti fólk úr dreifbýlinu til suðvestur- lands, þar sem atvinna og peningar voru meiri, ekki síst vegna „hermangsins“. En, nú má spyrja hvað olli því að ekki var haldið á- fram á sömu braut og tækjakostur bættur og auk- inn? Ríkisvaldið á hluta af sökinni, en það skattleggur tækjakaup svo, að þegar ein króna fer í að kaupa nýtt tæki, fer önnur í ríkis- kassann. Einnig hefur skammsýni bæjarstjórnar ísafjarðar átt sök að því að ekki var haldið áfram á sömu braut. KEYPTU BLANDAÐA OLfU- MÖLAÐ SUNNAN. Sökum þess að ísafjarð- arkaupstaður treystist ekki til að byggja upp malbik- unarstöð var farið inn á þá braut að kaupa stlitlag að „sunnan", þ.e. blandaða olíumöl. Og verður það að teljast eðlileg ákvörðun miðað við aðstæður. Þegar ísfirðingar lögðu olíumöl, sem var flutt frá Suður- nesjum sumarið 1977 var svohljóðandi fyrirsögn í Fréttablaðinu: „Leggja olíumöl sjálfir“. Svo vanir voru menn því að allir hlutir væru keyptir að „sunnan“, að þetta var fréttnæmt. HEFUR MEIRA GILDI AÐ AÐ BLANDA OLÍUMÖLINA HEIMA [ HÉRAÐI. Hvaða máli skiptir hvort hlutirnir eru keyptir að „sunnan“ eða fram- kvæmdir af heimamönn- um. Það fyrra er miklu einfaldara, ein ávísun fyrir haug af olíumöl. Hið síð- ara hefur samt miklu meira gildi, ef mannafli og tæki eru fyrir hendi. Því oftar, sem fjármunir velta innan marka Isafjarðar- kaupstaðar stuðla þeir bet- ur að uppbyggingu byggð- arlagsins og auknum tekj- um bæjarins til frekari uppbyggingar. Isafjárðar- kaupstaður á mikið starf óunnið við að skapa gró- anda og er þörf á stjórn- visku við það mikilvæga verkefni. I SUMAR VAR RÁÐIST I AD BLANDA HÉR A [SAFIRÐI . Á þessu fjárhagsári réð- ist Isafjarðarkaupstaður í að blanda olíumöl með eigin mannafla og tækjum. Steinefni var fengið úr sjó og var fengið skip frá fyrir- tækinu Björgun h.f. til að dæla upp efninu. Til að steinefnið þjóni hlutverki sínu í bundið slitlag þarf ákveðin hlutföll af mismunandi korna- stærðum. Þessu var náð með hörpun og mölun efn- isins. Þegar steinefnið er tilbúið í réttum hlutföllum er komið að blöndun. Saman við steinefnið er blandað vegolíu, sem er blanda af biki, svartolíu og þotueldsneyti. Til að ná bindingu milli vegolíu og steinefnis þarf að bæta bindiefni í olíuna og hræra saman blönduna með steinefnin þurr og olíuna heita. Olían var keypt af „Olíumöl h.f.“. Flutninga- fyrirtækið G.G. flutti olí- una á staðinn. Vélsmiðjur á ísafirði, vélsmiðjan Mjölnir í Bolungarvík og Áhaldahús ísafjarðarkaup- staðar settu saman tækja- samstæðuna. REYNSLAN AF FRAM- LEIÐSLUNNI VIÐUNANDI. Þegar byrjað var að blanda olíumöl komu ýms- ir byrjunarörðugleikar í ljós, en reynslan af fram- feiðslunni nú í sumar er viðunandi bæði frá kostn- aðarlegu og tæknilegu sjónarmiði. Til eru fleiri gerðir af bundnu slitlagi, heldur en olíumöl, hvert með sín séreinkenni. Það sem helst kemur til greina að nota hér á ísafirði fyrir utan olíumöl er steinsteypa og malbik. Olíumöl hefur orðið fyrir valinu, sökum þess að hún er sveigjan- legri heldur en aðrar gerðir slitlags og þolir frostlyft- ingu að vissu marki. Þann- ig hefur verið sett olíumöl á götur, sem ekki eru und- irbyggðar með frostfríu malarefni. Olíumöl er ó- dýrari heldur en malbik og steinsteypa og hægt að geyma hana blandaða í haug svo árum skiptir. Á næstu árum verður trúlega lögð olíumöl í ríkum mæli á götur á ísafirði, en það útilokar engan veginn að aðrar gerðir slitlaga eigi eftir að ryðja ser til rúms þar sem að rök mæla með því að þær gerðir séu not- aðar. Ég vona að eftir lestur þessarar greinar séu Vest- firðingar einhverju fróðari um slitlög og þá starfsemi á Sundahöfn, sem gárung- arnir nefndu „Leikfanga- land“. Hallgrímur Axelsson ---------------------+----------------------------- Hjartans þakkir fyrir samúð og hjálþ við andlát og útfdr litlu dóttur okkar HALLDÓRU SIGRUNAR er lést 15. október 1978. Sérstakar þakkir feerum við sóknarpreslinum, söng- fólkinu og Guðrúnu Finnbogadóttur. Petra Guörún Halldórsdóttir Guðni Marinó Guönason. m(XVTM( Skíðaferð til Austurríkis um jólin. Lundúnaferðir. Aihliða ferðaþjónusta. FERÐASKRIFSTOFAN ATLANTIK. UMBOÐSMAÐUR Á ÍSAFIRÐI: HANS W. HARALDSSON, URÐARVEGI 28, SÍMI 3315.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.